Dæmdur í sex ára fangelsi þremur árum eftir að brotið var framið Hjörtur Hjartarson skrifar 25. maí 2014 19:45 „Mér finnst eins og það sé verið að dæma mig aftur til fyrra lífernis," segir tvítugur piltur sem var á föstudaginn dæmdur í sex ára fangelsi fyrir smygl á e-töflum. Nú, þremur árum eftir að brotið var framið er hann breyttur maður, búinn að vera edrú í annað ár, er í fastri vinnu og trúlofaður. Einar Örn Adolfsson og Finnur Snær Guðjónsson voru á föstudaginn dæmdir í sex ára fangelsi fyrir að hafa, í ágúst, 2011, staðið að innflutning á ríflega 30 þúsund e-töflum. Einar var tæplega átján ára þegar brotin voru framin.17 ára og á kafi í neyslu „Ég er á mínum versta stað í lífinu á þessum tíma. Ég er 17 ára gamall og á kafi í neyslu, skulda öllum þeim glæpamönnum sem ég þekkti á þeim tíma pening. Ég var á ferðalagi í útlöndum þegar ég fékk þetta boð um að losna frá öllum skuldum (með því að gerast burðardýr). Ég sá enga aðra leið,“ segir Einar Örn. Eins og áður segir eru rétt tæplega þrjú ár síðan Einar var handtekinn. Þær tafir sem hafa orðið á meðferð málsins eru ekki útskýrðar með öðrum hætti en þessum í dómnum: "Dómsuppsaga hefur dregist vegna anna dómarans."„Svona mál á náttúrulega að tækla strax. Maður á ekki að þurfa að bíða í þrjú ár eftir að dómur falli. Ég sat í gæsluvarðhaldi í þrjá mánuði og mér finnst ég vera búinn að vera á skilorði í þrjú ár.“Trúlofaður og edrú í dag Einar hefur á þessum þremur árum snúið við blaðinu og sagt skilið við fyrra líferni. Hann fór í meðferð fyrir átján mánuðum og hefur verið edrú síðan. Hann er trúlofaður og í fastri vinnu. „Ég er ánægður með mig og ég veit að foreldrar mínir og nánustu aðstandendur eru það líka. Í dag er ég gjörbreyttur. Ég er edrú, ég hef fullorðnast, ég kann að taka ákvarðanir og ég er ekki með sama hugarfar og áður. Ég er búinn að betra mig,“ segir Einar. Einar viðurkennir að afbrot hans hafi verið alvarlegt og vissulega refsivert. Hann reiknaði alltaf með því að þurfa sitja inni í einhvern tíma en vonaðist til að það yrði metið til refsilækkunar hversu vel hann hafi tekið til í lífi sínu. Það var hinsvegar ekki svo. „Þetta er náttúrulega rosalegt sjokk. Mig langaði til að gráta en ég gat það ekki. Þetta er auðvitað tilfinningasprengja að vita að maður er að fara inn í sex ár. Þetta er einn þriðji af ævi minni nú þegar.“ Einar vonar að vistin á Litla Hrauni næstu árin komi ekki til með að leiða hann af þeirri beinu braut sem hann er á núna. Hann hyggst áfrýja dómnum. Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
„Mér finnst eins og það sé verið að dæma mig aftur til fyrra lífernis," segir tvítugur piltur sem var á föstudaginn dæmdur í sex ára fangelsi fyrir smygl á e-töflum. Nú, þremur árum eftir að brotið var framið er hann breyttur maður, búinn að vera edrú í annað ár, er í fastri vinnu og trúlofaður. Einar Örn Adolfsson og Finnur Snær Guðjónsson voru á föstudaginn dæmdir í sex ára fangelsi fyrir að hafa, í ágúst, 2011, staðið að innflutning á ríflega 30 þúsund e-töflum. Einar var tæplega átján ára þegar brotin voru framin.17 ára og á kafi í neyslu „Ég er á mínum versta stað í lífinu á þessum tíma. Ég er 17 ára gamall og á kafi í neyslu, skulda öllum þeim glæpamönnum sem ég þekkti á þeim tíma pening. Ég var á ferðalagi í útlöndum þegar ég fékk þetta boð um að losna frá öllum skuldum (með því að gerast burðardýr). Ég sá enga aðra leið,“ segir Einar Örn. Eins og áður segir eru rétt tæplega þrjú ár síðan Einar var handtekinn. Þær tafir sem hafa orðið á meðferð málsins eru ekki útskýrðar með öðrum hætti en þessum í dómnum: "Dómsuppsaga hefur dregist vegna anna dómarans."„Svona mál á náttúrulega að tækla strax. Maður á ekki að þurfa að bíða í þrjú ár eftir að dómur falli. Ég sat í gæsluvarðhaldi í þrjá mánuði og mér finnst ég vera búinn að vera á skilorði í þrjú ár.“Trúlofaður og edrú í dag Einar hefur á þessum þremur árum snúið við blaðinu og sagt skilið við fyrra líferni. Hann fór í meðferð fyrir átján mánuðum og hefur verið edrú síðan. Hann er trúlofaður og í fastri vinnu. „Ég er ánægður með mig og ég veit að foreldrar mínir og nánustu aðstandendur eru það líka. Í dag er ég gjörbreyttur. Ég er edrú, ég hef fullorðnast, ég kann að taka ákvarðanir og ég er ekki með sama hugarfar og áður. Ég er búinn að betra mig,“ segir Einar. Einar viðurkennir að afbrot hans hafi verið alvarlegt og vissulega refsivert. Hann reiknaði alltaf með því að þurfa sitja inni í einhvern tíma en vonaðist til að það yrði metið til refsilækkunar hversu vel hann hafi tekið til í lífi sínu. Það var hinsvegar ekki svo. „Þetta er náttúrulega rosalegt sjokk. Mig langaði til að gráta en ég gat það ekki. Þetta er auðvitað tilfinningasprengja að vita að maður er að fara inn í sex ár. Þetta er einn þriðji af ævi minni nú þegar.“ Einar vonar að vistin á Litla Hrauni næstu árin komi ekki til með að leiða hann af þeirri beinu braut sem hann er á núna. Hann hyggst áfrýja dómnum.
Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira