Fjármálin valda flestum áhyggjum í Reykjanesbæ Heimir Már Pétursson skrifar 27. maí 2014 12:32 Forystumenn allra framboða í Reykjanesbæ telja brýnast að taka á miklum skuldavanda sveitarfélagsins. Oddviti Framsóknarflokksins segir ummæli oddvita flokksins í Reykjavík varðandi byggingu mosku ekki samrýmast grundvallarstefnu flokksins og tekur ekki undir þau. Efstu menn á listum sex framboða í Reykjanesbæ mættu í Stóru málin á Stöð 2 í gærkvöldi og tókust á um helstu stefnumál fyrir kosningarnar á laugardag. Greinilegt var að forystumönnum annarra flokka en Sjálfstæðisflokksins er í mun á koma Árna Sigfússyni úr stóli bæjarstjóra. En flokkurinn gengur klofinn til kosninga nú eftir að Gunnar Þórarinsson formaður bæjarráðs gekk úr flokknum eftir prófkjör í vetur.Nú sastu með honum í meirihluta, var svona hræðilegt að vinna með honum?„Nei, nei það hefur verið ágætis samstarf á milli okkar. Það er ekki það, heldur árangurinn sem í raun og veru hefur ekki verið nógu góður. Við höfum sem sagt á síðasta ári tapað gífurlegum fjármunum. Bæði í bæjarsjóði og hjá sameiginlega reknum fyrirtækjum. Hálfur milljarður hjá bæjarsjóði og milljarður hjá sameiginlega reknum fyrirtækjum eða samstæðunni,“ segir Gunnar. Þetta væri falleinkunn.En þú berð að hluta til ábyrgð á því líka?„Jú ég sat í bæjarstjórn eins og flestir hérna, þannig að auðvitað ber ég einhverja ábyrgð á því,“ segir Gunnar. Árni sagði leitt að Gunnar skyldi hafa yfirgefið flokkinn. Hann væri enn formaður bæjarráðs. „Þannig að það er auðvitað leitt að heyra að þetta sé sett svona upp, að það sé þá falleinkun mín að þetta skuli standa svona. Það voru ákveðnar aðstæður sem urðu til þess að við skiluðum ekki nógu góðum árangri á síðasta ári en við höfum hins vegar verið á undanförnum þremur til fjórum árum að skila betri árangri,“ segir Árni. Guðbrandur Einarsson frá Beinni leið sem áður var í Samfylkingunni vill hækka allar greiðslur til íbúa bæjarins og telur það framkvæmanlegt þrátt fyrir miklar skuldir en Reykjanesbær er með skuldugustu sveitarfélögum. Þá telur hann og oddvitar Samfylkingarinnar og Frjáls afls ólíklegt að þeir muni mynda meirihluta með Sjálfstæðisflokknum nema hann fallist á að ráða ópólitískan bæjarstjóra og undir það tekur Kristinn Jakobsson oddviti Framsóknarflokksins. „Árni hefur gefið það út að hann vilji klára málin. Ég veit ekki hvaða mál hann vill klára, Hvort hann vilji klára bæjarsjóð algerlega. En hann er búinn að biðja um að fá að klára málin í átta ár núna, tvö kjörtímabil,“ segir Kristinn. Og hann tekur ekki undir umdeild ummæli Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur oddvita Framsóknarflokksins í Reykjavík varðandi byggingu mosku. „Mér finnst þau óheppileg vegna þess að þetta vegur að grunngildum Framsóknarflokksins í rauninni,“ segir Gunnar og hann tæki því alls ekki undir með Sveinbjörgu, en það væri munur á mosku og bænahúsi eins og hún hefði sjálf gert ágætlega grein fyrir.Sjá má Stóru málin í heild sinni á Sjónvarpi Vísis og í kvöld verða það oddvitar Hafnarfjarðar sem mæta til kappræðna í opinni dagskrá klukkan 19:20. Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Forystumenn allra framboða í Reykjanesbæ telja brýnast að taka á miklum skuldavanda sveitarfélagsins. Oddviti Framsóknarflokksins segir ummæli oddvita flokksins í Reykjavík varðandi byggingu mosku ekki samrýmast grundvallarstefnu flokksins og tekur ekki undir þau. Efstu menn á listum sex framboða í Reykjanesbæ mættu í Stóru málin á Stöð 2 í gærkvöldi og tókust á um helstu stefnumál fyrir kosningarnar á laugardag. Greinilegt var að forystumönnum annarra flokka en Sjálfstæðisflokksins er í mun á koma Árna Sigfússyni úr stóli bæjarstjóra. En flokkurinn gengur klofinn til kosninga nú eftir að Gunnar Þórarinsson formaður bæjarráðs gekk úr flokknum eftir prófkjör í vetur.Nú sastu með honum í meirihluta, var svona hræðilegt að vinna með honum?„Nei, nei það hefur verið ágætis samstarf á milli okkar. Það er ekki það, heldur árangurinn sem í raun og veru hefur ekki verið nógu góður. Við höfum sem sagt á síðasta ári tapað gífurlegum fjármunum. Bæði í bæjarsjóði og hjá sameiginlega reknum fyrirtækjum. Hálfur milljarður hjá bæjarsjóði og milljarður hjá sameiginlega reknum fyrirtækjum eða samstæðunni,“ segir Gunnar. Þetta væri falleinkunn.En þú berð að hluta til ábyrgð á því líka?„Jú ég sat í bæjarstjórn eins og flestir hérna, þannig að auðvitað ber ég einhverja ábyrgð á því,“ segir Gunnar. Árni sagði leitt að Gunnar skyldi hafa yfirgefið flokkinn. Hann væri enn formaður bæjarráðs. „Þannig að það er auðvitað leitt að heyra að þetta sé sett svona upp, að það sé þá falleinkun mín að þetta skuli standa svona. Það voru ákveðnar aðstæður sem urðu til þess að við skiluðum ekki nógu góðum árangri á síðasta ári en við höfum hins vegar verið á undanförnum þremur til fjórum árum að skila betri árangri,“ segir Árni. Guðbrandur Einarsson frá Beinni leið sem áður var í Samfylkingunni vill hækka allar greiðslur til íbúa bæjarins og telur það framkvæmanlegt þrátt fyrir miklar skuldir en Reykjanesbær er með skuldugustu sveitarfélögum. Þá telur hann og oddvitar Samfylkingarinnar og Frjáls afls ólíklegt að þeir muni mynda meirihluta með Sjálfstæðisflokknum nema hann fallist á að ráða ópólitískan bæjarstjóra og undir það tekur Kristinn Jakobsson oddviti Framsóknarflokksins. „Árni hefur gefið það út að hann vilji klára málin. Ég veit ekki hvaða mál hann vill klára, Hvort hann vilji klára bæjarsjóð algerlega. En hann er búinn að biðja um að fá að klára málin í átta ár núna, tvö kjörtímabil,“ segir Kristinn. Og hann tekur ekki undir umdeild ummæli Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur oddvita Framsóknarflokksins í Reykjavík varðandi byggingu mosku. „Mér finnst þau óheppileg vegna þess að þetta vegur að grunngildum Framsóknarflokksins í rauninni,“ segir Gunnar og hann tæki því alls ekki undir með Sveinbjörgu, en það væri munur á mosku og bænahúsi eins og hún hefði sjálf gert ágætlega grein fyrir.Sjá má Stóru málin í heild sinni á Sjónvarpi Vísis og í kvöld verða það oddvitar Hafnarfjarðar sem mæta til kappræðna í opinni dagskrá klukkan 19:20.
Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira