Fjármálin valda flestum áhyggjum í Reykjanesbæ Heimir Már Pétursson skrifar 27. maí 2014 12:32 Forystumenn allra framboða í Reykjanesbæ telja brýnast að taka á miklum skuldavanda sveitarfélagsins. Oddviti Framsóknarflokksins segir ummæli oddvita flokksins í Reykjavík varðandi byggingu mosku ekki samrýmast grundvallarstefnu flokksins og tekur ekki undir þau. Efstu menn á listum sex framboða í Reykjanesbæ mættu í Stóru málin á Stöð 2 í gærkvöldi og tókust á um helstu stefnumál fyrir kosningarnar á laugardag. Greinilegt var að forystumönnum annarra flokka en Sjálfstæðisflokksins er í mun á koma Árna Sigfússyni úr stóli bæjarstjóra. En flokkurinn gengur klofinn til kosninga nú eftir að Gunnar Þórarinsson formaður bæjarráðs gekk úr flokknum eftir prófkjör í vetur.Nú sastu með honum í meirihluta, var svona hræðilegt að vinna með honum?„Nei, nei það hefur verið ágætis samstarf á milli okkar. Það er ekki það, heldur árangurinn sem í raun og veru hefur ekki verið nógu góður. Við höfum sem sagt á síðasta ári tapað gífurlegum fjármunum. Bæði í bæjarsjóði og hjá sameiginlega reknum fyrirtækjum. Hálfur milljarður hjá bæjarsjóði og milljarður hjá sameiginlega reknum fyrirtækjum eða samstæðunni,“ segir Gunnar. Þetta væri falleinkunn.En þú berð að hluta til ábyrgð á því líka?„Jú ég sat í bæjarstjórn eins og flestir hérna, þannig að auðvitað ber ég einhverja ábyrgð á því,“ segir Gunnar. Árni sagði leitt að Gunnar skyldi hafa yfirgefið flokkinn. Hann væri enn formaður bæjarráðs. „Þannig að það er auðvitað leitt að heyra að þetta sé sett svona upp, að það sé þá falleinkun mín að þetta skuli standa svona. Það voru ákveðnar aðstæður sem urðu til þess að við skiluðum ekki nógu góðum árangri á síðasta ári en við höfum hins vegar verið á undanförnum þremur til fjórum árum að skila betri árangri,“ segir Árni. Guðbrandur Einarsson frá Beinni leið sem áður var í Samfylkingunni vill hækka allar greiðslur til íbúa bæjarins og telur það framkvæmanlegt þrátt fyrir miklar skuldir en Reykjanesbær er með skuldugustu sveitarfélögum. Þá telur hann og oddvitar Samfylkingarinnar og Frjáls afls ólíklegt að þeir muni mynda meirihluta með Sjálfstæðisflokknum nema hann fallist á að ráða ópólitískan bæjarstjóra og undir það tekur Kristinn Jakobsson oddviti Framsóknarflokksins. „Árni hefur gefið það út að hann vilji klára málin. Ég veit ekki hvaða mál hann vill klára, Hvort hann vilji klára bæjarsjóð algerlega. En hann er búinn að biðja um að fá að klára málin í átta ár núna, tvö kjörtímabil,“ segir Kristinn. Og hann tekur ekki undir umdeild ummæli Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur oddvita Framsóknarflokksins í Reykjavík varðandi byggingu mosku. „Mér finnst þau óheppileg vegna þess að þetta vegur að grunngildum Framsóknarflokksins í rauninni,“ segir Gunnar og hann tæki því alls ekki undir með Sveinbjörgu, en það væri munur á mosku og bænahúsi eins og hún hefði sjálf gert ágætlega grein fyrir.Sjá má Stóru málin í heild sinni á Sjónvarpi Vísis og í kvöld verða það oddvitar Hafnarfjarðar sem mæta til kappræðna í opinni dagskrá klukkan 19:20. Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Sjá meira
Forystumenn allra framboða í Reykjanesbæ telja brýnast að taka á miklum skuldavanda sveitarfélagsins. Oddviti Framsóknarflokksins segir ummæli oddvita flokksins í Reykjavík varðandi byggingu mosku ekki samrýmast grundvallarstefnu flokksins og tekur ekki undir þau. Efstu menn á listum sex framboða í Reykjanesbæ mættu í Stóru málin á Stöð 2 í gærkvöldi og tókust á um helstu stefnumál fyrir kosningarnar á laugardag. Greinilegt var að forystumönnum annarra flokka en Sjálfstæðisflokksins er í mun á koma Árna Sigfússyni úr stóli bæjarstjóra. En flokkurinn gengur klofinn til kosninga nú eftir að Gunnar Þórarinsson formaður bæjarráðs gekk úr flokknum eftir prófkjör í vetur.Nú sastu með honum í meirihluta, var svona hræðilegt að vinna með honum?„Nei, nei það hefur verið ágætis samstarf á milli okkar. Það er ekki það, heldur árangurinn sem í raun og veru hefur ekki verið nógu góður. Við höfum sem sagt á síðasta ári tapað gífurlegum fjármunum. Bæði í bæjarsjóði og hjá sameiginlega reknum fyrirtækjum. Hálfur milljarður hjá bæjarsjóði og milljarður hjá sameiginlega reknum fyrirtækjum eða samstæðunni,“ segir Gunnar. Þetta væri falleinkunn.En þú berð að hluta til ábyrgð á því líka?„Jú ég sat í bæjarstjórn eins og flestir hérna, þannig að auðvitað ber ég einhverja ábyrgð á því,“ segir Gunnar. Árni sagði leitt að Gunnar skyldi hafa yfirgefið flokkinn. Hann væri enn formaður bæjarráðs. „Þannig að það er auðvitað leitt að heyra að þetta sé sett svona upp, að það sé þá falleinkun mín að þetta skuli standa svona. Það voru ákveðnar aðstæður sem urðu til þess að við skiluðum ekki nógu góðum árangri á síðasta ári en við höfum hins vegar verið á undanförnum þremur til fjórum árum að skila betri árangri,“ segir Árni. Guðbrandur Einarsson frá Beinni leið sem áður var í Samfylkingunni vill hækka allar greiðslur til íbúa bæjarins og telur það framkvæmanlegt þrátt fyrir miklar skuldir en Reykjanesbær er með skuldugustu sveitarfélögum. Þá telur hann og oddvitar Samfylkingarinnar og Frjáls afls ólíklegt að þeir muni mynda meirihluta með Sjálfstæðisflokknum nema hann fallist á að ráða ópólitískan bæjarstjóra og undir það tekur Kristinn Jakobsson oddviti Framsóknarflokksins. „Árni hefur gefið það út að hann vilji klára málin. Ég veit ekki hvaða mál hann vill klára, Hvort hann vilji klára bæjarsjóð algerlega. En hann er búinn að biðja um að fá að klára málin í átta ár núna, tvö kjörtímabil,“ segir Kristinn. Og hann tekur ekki undir umdeild ummæli Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur oddvita Framsóknarflokksins í Reykjavík varðandi byggingu mosku. „Mér finnst þau óheppileg vegna þess að þetta vegur að grunngildum Framsóknarflokksins í rauninni,“ segir Gunnar og hann tæki því alls ekki undir með Sveinbjörgu, en það væri munur á mosku og bænahúsi eins og hún hefði sjálf gert ágætlega grein fyrir.Sjá má Stóru málin í heild sinni á Sjónvarpi Vísis og í kvöld verða það oddvitar Hafnarfjarðar sem mæta til kappræðna í opinni dagskrá klukkan 19:20.
Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Sjá meira