Fjármálin valda flestum áhyggjum í Reykjanesbæ Heimir Már Pétursson skrifar 27. maí 2014 12:32 Forystumenn allra framboða í Reykjanesbæ telja brýnast að taka á miklum skuldavanda sveitarfélagsins. Oddviti Framsóknarflokksins segir ummæli oddvita flokksins í Reykjavík varðandi byggingu mosku ekki samrýmast grundvallarstefnu flokksins og tekur ekki undir þau. Efstu menn á listum sex framboða í Reykjanesbæ mættu í Stóru málin á Stöð 2 í gærkvöldi og tókust á um helstu stefnumál fyrir kosningarnar á laugardag. Greinilegt var að forystumönnum annarra flokka en Sjálfstæðisflokksins er í mun á koma Árna Sigfússyni úr stóli bæjarstjóra. En flokkurinn gengur klofinn til kosninga nú eftir að Gunnar Þórarinsson formaður bæjarráðs gekk úr flokknum eftir prófkjör í vetur.Nú sastu með honum í meirihluta, var svona hræðilegt að vinna með honum?„Nei, nei það hefur verið ágætis samstarf á milli okkar. Það er ekki það, heldur árangurinn sem í raun og veru hefur ekki verið nógu góður. Við höfum sem sagt á síðasta ári tapað gífurlegum fjármunum. Bæði í bæjarsjóði og hjá sameiginlega reknum fyrirtækjum. Hálfur milljarður hjá bæjarsjóði og milljarður hjá sameiginlega reknum fyrirtækjum eða samstæðunni,“ segir Gunnar. Þetta væri falleinkunn.En þú berð að hluta til ábyrgð á því líka?„Jú ég sat í bæjarstjórn eins og flestir hérna, þannig að auðvitað ber ég einhverja ábyrgð á því,“ segir Gunnar. Árni sagði leitt að Gunnar skyldi hafa yfirgefið flokkinn. Hann væri enn formaður bæjarráðs. „Þannig að það er auðvitað leitt að heyra að þetta sé sett svona upp, að það sé þá falleinkun mín að þetta skuli standa svona. Það voru ákveðnar aðstæður sem urðu til þess að við skiluðum ekki nógu góðum árangri á síðasta ári en við höfum hins vegar verið á undanförnum þremur til fjórum árum að skila betri árangri,“ segir Árni. Guðbrandur Einarsson frá Beinni leið sem áður var í Samfylkingunni vill hækka allar greiðslur til íbúa bæjarins og telur það framkvæmanlegt þrátt fyrir miklar skuldir en Reykjanesbær er með skuldugustu sveitarfélögum. Þá telur hann og oddvitar Samfylkingarinnar og Frjáls afls ólíklegt að þeir muni mynda meirihluta með Sjálfstæðisflokknum nema hann fallist á að ráða ópólitískan bæjarstjóra og undir það tekur Kristinn Jakobsson oddviti Framsóknarflokksins. „Árni hefur gefið það út að hann vilji klára málin. Ég veit ekki hvaða mál hann vill klára, Hvort hann vilji klára bæjarsjóð algerlega. En hann er búinn að biðja um að fá að klára málin í átta ár núna, tvö kjörtímabil,“ segir Kristinn. Og hann tekur ekki undir umdeild ummæli Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur oddvita Framsóknarflokksins í Reykjavík varðandi byggingu mosku. „Mér finnst þau óheppileg vegna þess að þetta vegur að grunngildum Framsóknarflokksins í rauninni,“ segir Gunnar og hann tæki því alls ekki undir með Sveinbjörgu, en það væri munur á mosku og bænahúsi eins og hún hefði sjálf gert ágætlega grein fyrir.Sjá má Stóru málin í heild sinni á Sjónvarpi Vísis og í kvöld verða það oddvitar Hafnarfjarðar sem mæta til kappræðna í opinni dagskrá klukkan 19:20. Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Forystumenn allra framboða í Reykjanesbæ telja brýnast að taka á miklum skuldavanda sveitarfélagsins. Oddviti Framsóknarflokksins segir ummæli oddvita flokksins í Reykjavík varðandi byggingu mosku ekki samrýmast grundvallarstefnu flokksins og tekur ekki undir þau. Efstu menn á listum sex framboða í Reykjanesbæ mættu í Stóru málin á Stöð 2 í gærkvöldi og tókust á um helstu stefnumál fyrir kosningarnar á laugardag. Greinilegt var að forystumönnum annarra flokka en Sjálfstæðisflokksins er í mun á koma Árna Sigfússyni úr stóli bæjarstjóra. En flokkurinn gengur klofinn til kosninga nú eftir að Gunnar Þórarinsson formaður bæjarráðs gekk úr flokknum eftir prófkjör í vetur.Nú sastu með honum í meirihluta, var svona hræðilegt að vinna með honum?„Nei, nei það hefur verið ágætis samstarf á milli okkar. Það er ekki það, heldur árangurinn sem í raun og veru hefur ekki verið nógu góður. Við höfum sem sagt á síðasta ári tapað gífurlegum fjármunum. Bæði í bæjarsjóði og hjá sameiginlega reknum fyrirtækjum. Hálfur milljarður hjá bæjarsjóði og milljarður hjá sameiginlega reknum fyrirtækjum eða samstæðunni,“ segir Gunnar. Þetta væri falleinkunn.En þú berð að hluta til ábyrgð á því líka?„Jú ég sat í bæjarstjórn eins og flestir hérna, þannig að auðvitað ber ég einhverja ábyrgð á því,“ segir Gunnar. Árni sagði leitt að Gunnar skyldi hafa yfirgefið flokkinn. Hann væri enn formaður bæjarráðs. „Þannig að það er auðvitað leitt að heyra að þetta sé sett svona upp, að það sé þá falleinkun mín að þetta skuli standa svona. Það voru ákveðnar aðstæður sem urðu til þess að við skiluðum ekki nógu góðum árangri á síðasta ári en við höfum hins vegar verið á undanförnum þremur til fjórum árum að skila betri árangri,“ segir Árni. Guðbrandur Einarsson frá Beinni leið sem áður var í Samfylkingunni vill hækka allar greiðslur til íbúa bæjarins og telur það framkvæmanlegt þrátt fyrir miklar skuldir en Reykjanesbær er með skuldugustu sveitarfélögum. Þá telur hann og oddvitar Samfylkingarinnar og Frjáls afls ólíklegt að þeir muni mynda meirihluta með Sjálfstæðisflokknum nema hann fallist á að ráða ópólitískan bæjarstjóra og undir það tekur Kristinn Jakobsson oddviti Framsóknarflokksins. „Árni hefur gefið það út að hann vilji klára málin. Ég veit ekki hvaða mál hann vill klára, Hvort hann vilji klára bæjarsjóð algerlega. En hann er búinn að biðja um að fá að klára málin í átta ár núna, tvö kjörtímabil,“ segir Kristinn. Og hann tekur ekki undir umdeild ummæli Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur oddvita Framsóknarflokksins í Reykjavík varðandi byggingu mosku. „Mér finnst þau óheppileg vegna þess að þetta vegur að grunngildum Framsóknarflokksins í rauninni,“ segir Gunnar og hann tæki því alls ekki undir með Sveinbjörgu, en það væri munur á mosku og bænahúsi eins og hún hefði sjálf gert ágætlega grein fyrir.Sjá má Stóru málin í heild sinni á Sjónvarpi Vísis og í kvöld verða það oddvitar Hafnarfjarðar sem mæta til kappræðna í opinni dagskrá klukkan 19:20.
Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira