Fótbolti

Strákarnir í kláfaferð í Ölpunum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Instagram
Íslenska landsliðið fór í góða útsýnisferð í austurrísku ölpunum í dag en strákarnir leika vináttulandsleik gegn Austurríki í Innsbruck á morgun.

Eins og sést á meðfylgjandi mynd voru þeir Jóhann Berg Guðmundsson og Gylfi Þór Sigurðsson hæstánægðir með útsýnið. „Ferskir í 2500 metrum,“ skrifaði Jóhann Berg við myndina sem hann birti á Instagram-síðunni sinni.

Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, sagði í samtali við Vísi í dag að síðustu dagar hefðu nýst liðinu vel til undirbúnings fyrir leikinn á morgun en að þeir Gylfi og Jóhann Berg væru að vísu tæpir vegna meiðsla.

Nánar verður rætt við Heimi í Fréttablaðinu á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×