Oddviti Framsóknar sakar Láru Hönnu um einelti Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 15. maí 2014 22:07 vísir/valli Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík, tók bloggarann Láru Hönnu Einarsdóttur út af vinalista sínum á Facebook og sakaði hana um einelti. Frá þessu greinir Lára Hanna á Facebook-síðu sinni í kvöld. „Ég sendi Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur, nýjum oddvita Framsóknarflokksins í Reykjavík, vinabeiðni 1. maí sem hún samþykkti og sendi nokkur vinaleg orð í Fb-pósti.“ Lára Hanna segist hafa varað Sveinbjörgu við með eftirfarandi orðsendingu: „Ég sendi þér vinabeiðni í þeim tilgangi að þú sæir gagnrýni mína á flokkinn þinn. Ég hef, eins og þú kannski veist, mjög mikið við þann flokk að athuga. Þótt ég þekki þig ekki segi ég um þig eins og Guðfinnu: Þar fer góður biti í hundskjaft. Láttu þér ekki bregða þótt ég verði óvægin og meini hvert orð.“ Í kjölfarið tók Sveinbjörg Láru Hönnu út af vinalista sínum og segist Lára Hanna hafa fengið svar: „Þrátt fyrir mikinn áhuga þinn á framsókn þá eru póstar þínir á vegginn hjá mér ekkert annað en einelti og jaðrar við ofbeldi og algerlega ómálefnalegir. Ég hef því ákveðið að taka þig út af vinalistanum. Vona að lífið verði þér ánægjulegt án þess að hafa mig á vinalistanum þínum.“ Að lokum segir Lára Hanna að það sé „eitthvað með framsóknarfólk, málefnalega umræðu og gagnrýni... Betra að vera öruggur og tala bara um húðhreinsun en pólitík“. Post by Lára Hanna Einarsdóttir. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík, tók bloggarann Láru Hönnu Einarsdóttur út af vinalista sínum á Facebook og sakaði hana um einelti. Frá þessu greinir Lára Hanna á Facebook-síðu sinni í kvöld. „Ég sendi Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur, nýjum oddvita Framsóknarflokksins í Reykjavík, vinabeiðni 1. maí sem hún samþykkti og sendi nokkur vinaleg orð í Fb-pósti.“ Lára Hanna segist hafa varað Sveinbjörgu við með eftirfarandi orðsendingu: „Ég sendi þér vinabeiðni í þeim tilgangi að þú sæir gagnrýni mína á flokkinn þinn. Ég hef, eins og þú kannski veist, mjög mikið við þann flokk að athuga. Þótt ég þekki þig ekki segi ég um þig eins og Guðfinnu: Þar fer góður biti í hundskjaft. Láttu þér ekki bregða þótt ég verði óvægin og meini hvert orð.“ Í kjölfarið tók Sveinbjörg Láru Hönnu út af vinalista sínum og segist Lára Hanna hafa fengið svar: „Þrátt fyrir mikinn áhuga þinn á framsókn þá eru póstar þínir á vegginn hjá mér ekkert annað en einelti og jaðrar við ofbeldi og algerlega ómálefnalegir. Ég hef því ákveðið að taka þig út af vinalistanum. Vona að lífið verði þér ánægjulegt án þess að hafa mig á vinalistanum þínum.“ Að lokum segir Lára Hanna að það sé „eitthvað með framsóknarfólk, málefnalega umræðu og gagnrýni... Betra að vera öruggur og tala bara um húðhreinsun en pólitík“. Post by Lára Hanna Einarsdóttir.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira