Sport

Gunnar Nelson ræðir LaFlare-badagann á BT Sport - myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gunnar Nelson.
Gunnar Nelson.
Íslenski bardagamaðurinn Gunnar Nelson var í viðtali á BT Sport stöðinni þar sem hann ræddi um komandi bardaga sinn við Ryan LaFlare en þeir mætast í Dylfinni í UFC-bardaga í júlímánuði.

Gunnar Nelson var afslappaður að venju en viðtalið var tekið í gegnum Skype og hann bara heima í stofu.

„Ég er mjög spenntur fyrir því að fá að slást við LaFlare. Hann er öflugur mótherji, kraftmikill glímumaður og stór strákur sem hefur aldrei tapað. Það er mjög spennandi að fá að mæta honum," sagði Gunnar Nelson.

Ryan LaFlare er ósigraður Bandaríkjamaður sem hefur unnið alla fjóra UFC-bardaga sína. Gunnar Nelson hefur unnið alla þrjá UFC-bardaga sína.

„Eins og alltaf mun ég finna leið til að vinna hvort sem það er á gólfinu eða standandi. Ryan er mjög góður að blanda þessu tvennu saman og hann hefur mikla reynslu sem gefur honum tækifæri til að stjórna því hvar bardaginn fer fram. Ég verð ánægður með að berjast við hann hvort sem er," segir Gunnar Nelson en það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan.



MMA

Tengdar fréttir

Gunnar vill keppa í Dublin í sumar

Gunnar Nelson mun að öllum líkindum skrifa undir nýjan fjögurra bardaga samning við UFC-bardagadeildina. Munnlegt samkomulag hefur náðst um nýjan samning að sögn Haraldar Dean Nelson, föður og umboðsmanns Gunnars.

Gunnar Nelson valinn bardagamaður marsmánaðar

Gunnar Nelson vann glæsilegan sigur á Omari Akhmedov í UFC-bardaga í London í síðasta mánuði eins og fór væntanlega ekki framhjá neinum Íslendingi en það voru fleiri hrifnir af frammistöðu okkar manns en við Íslendingar.

Gunnar berst við tölvuleikjamenn

Bardagakappinn Gunnar Nelson mun taka tíu glímur í röð þegar hann mætir nokkrum starfsmönnum tölvuleikjaframleiðandans CCP og gestum þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×