Sport

Gunnar glímir við 40 gesti í Mjölni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gunnar Nelson.
Gunnar Nelson. Vísir/Valli

Gunnar Nelson efnir til atglímu í húsakynnum Mjölnis í kvöld og glímir við hvern þann sem treystir sér til.

Gunnar mun glíma stanslaust í tvo klukkutíma við þá fyrstu 40 sem skrá sig til leiks. Eina skilyrðið er að viðkomandi verður að hafa náð átján ára aldri.

Með atglímunni er verið að vekja athygli á uppgjafarglímu en á laugardaginn fór fram Mjölnir Open, stærsta uppgjafarglímumót ársins. Alls tóku 87 þátt í mótinu.

Frekari upplýsingar um þetta má sjá á heimasíðu Mjölnis.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.