Sport

Gunnar bestur á Norðurlöndunum í fyrsta skipti

Gunnar Nelson.
Gunnar Nelson. vísir/getty
Gunnar Nelson er kominn í efsta sæti veltivigtarmanna á Norðurlöndunum í MMA samkvæmt nýjum styrkeikalista sem birtur var á MMA Viking í dag.

MMA Viking er stærsti MMA-vefur á Norðurlöndum og almennt sá styrkleikalisti með menn líta til fyrir norræna bardagaíþróttamenn.

Gunnar hefur um tíma vermt annað sæti listans en þetta er í fyrsta sinn sem Gunnar nær efsta sætinu.

Fram að þessu hefur hinn danski Martin „Hitman“ Kampmann verið konungur veltivigtarmanna í Skandinavíu en Kampmann hefur verið atvinnumaður í MMA í 11 ár og verið samningsbundinn UFC-sambandinu frá árinu 2006. Hann er með 27 bardaga að baki, þar af 20 sigra.

Bardagi hans og Carlos Condit var aðalbardagi kvöldsins þann 28. ágúst í fyrra en þar tapaði Daninn á tæknilegu rothöggi í fjórðu lotu. Þess má geta að andstæðingur hans hafði barðist um UFC veltivigtartitilinn nokkrum mánuðum fyrr.

Á undan bardaganum við Condit hafði Kampmann tapað á rothöggi fyrir  Johny Hendricks, núverandi veltivigtarmeistara UFC.

Hann hefur barist við flesta af sterkustu veltivigtarmönnum heims og verið aðeins einum bardaga frá titilbardaga. Það er því mikill heiður fyrir Gunnar að vera settur á topp styrkleikalistans og skipta um sæti við Kampmann, en búast má við því að mörgum Dananum þyki skiptin sár.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×