Gunnar vill keppa í Dublin í sumar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. apríl 2014 06:30 Yfirburðir. Gunnar vann síðast sigur á Rússanum Omari Akhmedov með hengingu strax í fyrstu lotu.fréttablaðið/Getty Gunnar Nelson mun að öllum líkindum skrifa undir nýjan fjögurra bardaga samning við UFC-bardagadeildina. Munnlegt samkomulag hefur náðst um nýjan samning að sögn Haraldar Dean Nelson, föður og umboðsmanns Gunnars. „Viðræðum er nú lokið og munnlegt samkomulag er í höfn,“ sagði Haraldur í samtali við Fréttablaðið í gær. Gunnar á þó einn bardaga eftir af núverandi samningi sínum en hann hefur unnið þrjá fyrstu bardaga sína í UFC. „Þeir komu til okkar og vildu framlengja samninginn strax, eins og algengt er þegar einn bardagi er eftir. Það sýnir hversu ánægðir þeir eru með Gunnar, enda hefur hann staðið sig vel,“ sagði Haraldur en Gunnar er enn taplaus í þrettán MMA-bardögum á ferlinum. „Allt ferlið gekk mjög vel og helst að togast var á um einhver smáatriði,“ segir Haraldur, sem á von á því að skrifað verði undir nýja samninginn í næstu viku. Samtímis verður einnig að vænta tíðinda af næsta bardaga Gunnars en líklegt er að hann fari fram í Dublin á Írlandi þann 19. júlí. „Við höfum margoft óskað eftir því að komast á þetta „card“ og hefur UFC veitt vilyrði sitt fyrir því. En það er enn verið að skoða þessi mál og er von á endanlegri niðurstöðu í næstu viku,“ segir Haraldur. Gunnar er með írskan þjálfara og hefur oft barist þar í landi. Hann hefur sjálfur greint frá því í viðtali við Fréttablaðið að margir þar í landi telji að Gunnar sé írskur. „Hann á mjög stóran hóp stuðningsmanna á Írlandi sem hafa lagst í ýmiss konar herferðir til að fá UFC til að fá Gunnar til Dublin í sumar. Ég hef enga trú á öðru en að UFC hlusti á þær raddir enda á Dana White [forseti UFC] sjálfur ættir að rekja til Írlands.“ MMA Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sjá meira
Gunnar Nelson mun að öllum líkindum skrifa undir nýjan fjögurra bardaga samning við UFC-bardagadeildina. Munnlegt samkomulag hefur náðst um nýjan samning að sögn Haraldar Dean Nelson, föður og umboðsmanns Gunnars. „Viðræðum er nú lokið og munnlegt samkomulag er í höfn,“ sagði Haraldur í samtali við Fréttablaðið í gær. Gunnar á þó einn bardaga eftir af núverandi samningi sínum en hann hefur unnið þrjá fyrstu bardaga sína í UFC. „Þeir komu til okkar og vildu framlengja samninginn strax, eins og algengt er þegar einn bardagi er eftir. Það sýnir hversu ánægðir þeir eru með Gunnar, enda hefur hann staðið sig vel,“ sagði Haraldur en Gunnar er enn taplaus í þrettán MMA-bardögum á ferlinum. „Allt ferlið gekk mjög vel og helst að togast var á um einhver smáatriði,“ segir Haraldur, sem á von á því að skrifað verði undir nýja samninginn í næstu viku. Samtímis verður einnig að vænta tíðinda af næsta bardaga Gunnars en líklegt er að hann fari fram í Dublin á Írlandi þann 19. júlí. „Við höfum margoft óskað eftir því að komast á þetta „card“ og hefur UFC veitt vilyrði sitt fyrir því. En það er enn verið að skoða þessi mál og er von á endanlegri niðurstöðu í næstu viku,“ segir Haraldur. Gunnar er með írskan þjálfara og hefur oft barist þar í landi. Hann hefur sjálfur greint frá því í viðtali við Fréttablaðið að margir þar í landi telji að Gunnar sé írskur. „Hann á mjög stóran hóp stuðningsmanna á Írlandi sem hafa lagst í ýmiss konar herferðir til að fá UFC til að fá Gunnar til Dublin í sumar. Ég hef enga trú á öðru en að UFC hlusti á þær raddir enda á Dana White [forseti UFC] sjálfur ættir að rekja til Írlands.“
MMA Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sjá meira