Sport

Styttist í titilbardaga hjá þeim sem vinnur í Dyflinni

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gunnar Nelson hefur unnið tólf bardaga.
Gunnar Nelson hefur unnið tólf bardaga. Vísir/Getty
„Við erum ansi hressir með mótherjann. Þetta er hörkuandstæðingur,“ segir HaraldurNelson, faðir og umboðsmaður bardagakappans GunnarsNelson.

Fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að næsti bardagi Gunnars í UFC verði gegn Bandaríkjamanninum RyanLaFlare í Dyflinni 19. júlí. LaFlare er ósigraður eins og Gunnar en hann hefur barist ellefu sinnum í MMA, þar af fjórum sinnum innan vébanda UFC-bardagasambandsins.

„Menn hafa verið að kalla eftir þessum bardaga á netinu. Maður hefur séð það á spjallborðum víða. Mörgum fannst samt ólíklegt að tveir svona ósigraðir strákar á uppleið myndu mætast svona snemma,“ segir Haraldur, en bardagi Gunnars verður annar af aðalbardögum kvöldsins.

Hver einasti bardagi er mikilvægur í UFC en það virðist nokkuð augljóst hvað forsvarsmenn sambandsins eru að hugsa með að láta þessa tvo ungu og upprennandi bardagamenn mætast núna.

„Það blasir alveg við að þegar UFC ákveður að láta tvo ósigraða stráka sem báðir eru á topp 15 berjast, þá er þetta mikilvægasti bardaginn á ferli þeirra beggja. Sá sem vinnur tekur stórt stökk upp á við og það styttist í titilbardaga fyrir sigurvegarann. Ef allt gengur upp gætu verið tveir bardagar á milli þess,“ segir Haraldur Nelson.

MMA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×