Innlent

Nýtt framboð óháðra í Rangárþingi eystra

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Pjetur
„Framboð fólksins samanstendur af hópi fólks sem telur hefðbundna flokkapólitík ekki eiga heima í sveitarstjórn heldur eigi að virkja mannauðinn sama hvar fólk stendur í pólitík. Við viljum aukið lýðræði, samráð og gegnsæja stjórnsýslu.“

Þetta kemur fram í tilkynningu nýs framboðs í Rangárþingi eystra, en framboðið verður kynnt á morgun við Skógafoss klukkan 14:00. Meðal stefnumála framboðsins eru umdeild skipulagsmál í Skógum vegna fyrirhugaðrar hótelbyggingar en framboðið leggst gegn byggingunni á fyrirhugaðri staðsetningu meðal annars vegna áhrifa á ásýnd Skógafoss.

Meðal áhersluatriða flokksins er að auka íbúalýðræði með virkari og notendavænni íbúavef og íbúakosningum um mikilvæg málefni. Að finna varanlega lausn á málefnum heilsugæslunnar og sjúkraflutninga í sveitarfélaginu. Að bæta aðstöðu eldri borgara, efla atvinnuþátttöku fatlaðra og margt fleira.

 

Framboðslistann skipa eftirfarandi:

Guðmundur Jónsson, lögmaður.

Christiana L. Bahner, lögmaður og ferðaþjónustubóndi.

Guðmundur Ólafsson, sveitarstjónarfulltrúi og bóndi.

Hildur Ágústsdóttir, kennaranemi.

Jónas Bergman Magnússon, kennari.

Elfa D. Ragnarsdóttir, nemi.

Aníta Þorgerður Tryggvadóttir, íþrótta- og heilsufræðingur.

Reynir Björgvinsson, matvælafræðingur.

Hildur Guðbjörg Tryggvadóttir, stjórnmálafræðingur.

Einar Þór Jóhannsson, matreiðslumaður.

Ewa Tyl, deildarstjóri.

Tómas Birgir Magnússon, fjallamaður.

Sara Ástþórsdóttir, hrossaræktandi.

Jón Gísli Harðarson, rafvirkjameistari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×