Svona gerist þegar lofað er lopapeysu á hvert barn Kristján Már Unnarsson skrifar 8. maí 2014 21:15 Oddvitinn í Reykhólahreppi, sem lofaði lopapeysu á hvert barn sem fæddist í sveitinni, hefur enn þurft að herða prjónaskapinn, því eftir að við sögðum ykkur í vetur frá barnasprengjunni í þessum fámenna hreppi hafa þrjú börn bæst við. Það var eins og allt væri morandi í börnum þegar við heimsóttum Reykhóla í vetur. Við sáum pabba með barnavagn og mömmu með barnavagn, og sveitarstjórinn Ingibjörg Birna Erlingsdóttir gladdist yfir tölunum: „Hérna í Reykhólaþorpinu eru um 25% íbúanna yngri en tíu ára. Við alveg skerum úr af sveitarfélögunum á Vestfjörðum,” sagði sveitarstjórinn.Mæðurnar komu saman með börnin ásamt oddvitanum í bókasafni Reykhólaskóla. Eitt barnanna ellefu vantar á myndina en það er flutt í annað sveitarfélag með foreldrum sínum.Sumir vildu meina að allt hefði farið á fullt með áheiti oddvitans, Andreu Björnsdóttur. „Ég lofaði upp í ermina á mér. Ég sá fram á að ekkert barn myndi fæðast og svona þjarmaði að einum sveitunga mínum og lofaði peysu. Ég náttúrlega verð að standa við það. Svo ákvað ég bara að halda því áfram,” sagði Andrea oddviti. Hún hamaðist við að prjóna, enda voru börnin orðin átta á einu ári, þegar Stöð 2 tók við hana viðtal í vetur. „Og von á fleirum. Þannig að það er gaman að þessu,” sagði Andrea.Andrea prjónaði líka sokka á börnin. Hún gefur ekki kost á sér til endurkjörs sem oddviti.Já, þau voru fleiri á leiðinni og síðan viðtalið var tekið hafa þrjú bæst við. Þau eru orðin ellefu talsins á rúmu ári, þrefalt fleiri en landsmeðaltalið segir að fæðist árlega í 270 manna sveitarfélagi. Svo skemmtileg þykir þessi saga að mæðurnar ákváðu að hittast með barnaskarann í bókasafni grunnskólans á dögunum til að sýna oddvitanum hvernig peysurnar og sokkarnir færu börnunum þeirra en Andrea prjónaði einnig sokka á börnin. Meðfylgjandi myndir birtust á Reykhólavefnum. Andrea segist ekki vita hvort fleiri séu á leiðinni en segir það koma í hlut næsta oddvita að ákveða hvort einhverri slíkri hvatningu verði haldið áfram því hún gefur ekki kost á sér til endurkjörs í kosningunum í lok mánaðarins. Fjallað var um fjörið í Reykhólasveit í þættinum „Um land allt" í febrúar. Kosningar 2014 Vestfirðir Reykhólahreppur Um land allt Tengdar fréttir Barnasprengja á Reykhólum eftir að oddvitinn lofaði peysu Óvenju mörg börn hafa fæðst í Reykhólasveit að undanförnu og er hlutfall barna orðið það hæsta á Vestfjörðum. 11. febrúar 2014 18:00 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Oddvitinn í Reykhólahreppi, sem lofaði lopapeysu á hvert barn sem fæddist í sveitinni, hefur enn þurft að herða prjónaskapinn, því eftir að við sögðum ykkur í vetur frá barnasprengjunni í þessum fámenna hreppi hafa þrjú börn bæst við. Það var eins og allt væri morandi í börnum þegar við heimsóttum Reykhóla í vetur. Við sáum pabba með barnavagn og mömmu með barnavagn, og sveitarstjórinn Ingibjörg Birna Erlingsdóttir gladdist yfir tölunum: „Hérna í Reykhólaþorpinu eru um 25% íbúanna yngri en tíu ára. Við alveg skerum úr af sveitarfélögunum á Vestfjörðum,” sagði sveitarstjórinn.Mæðurnar komu saman með börnin ásamt oddvitanum í bókasafni Reykhólaskóla. Eitt barnanna ellefu vantar á myndina en það er flutt í annað sveitarfélag með foreldrum sínum.Sumir vildu meina að allt hefði farið á fullt með áheiti oddvitans, Andreu Björnsdóttur. „Ég lofaði upp í ermina á mér. Ég sá fram á að ekkert barn myndi fæðast og svona þjarmaði að einum sveitunga mínum og lofaði peysu. Ég náttúrlega verð að standa við það. Svo ákvað ég bara að halda því áfram,” sagði Andrea oddviti. Hún hamaðist við að prjóna, enda voru börnin orðin átta á einu ári, þegar Stöð 2 tók við hana viðtal í vetur. „Og von á fleirum. Þannig að það er gaman að þessu,” sagði Andrea.Andrea prjónaði líka sokka á börnin. Hún gefur ekki kost á sér til endurkjörs sem oddviti.Já, þau voru fleiri á leiðinni og síðan viðtalið var tekið hafa þrjú bæst við. Þau eru orðin ellefu talsins á rúmu ári, þrefalt fleiri en landsmeðaltalið segir að fæðist árlega í 270 manna sveitarfélagi. Svo skemmtileg þykir þessi saga að mæðurnar ákváðu að hittast með barnaskarann í bókasafni grunnskólans á dögunum til að sýna oddvitanum hvernig peysurnar og sokkarnir færu börnunum þeirra en Andrea prjónaði einnig sokka á börnin. Meðfylgjandi myndir birtust á Reykhólavefnum. Andrea segist ekki vita hvort fleiri séu á leiðinni en segir það koma í hlut næsta oddvita að ákveða hvort einhverri slíkri hvatningu verði haldið áfram því hún gefur ekki kost á sér til endurkjörs í kosningunum í lok mánaðarins. Fjallað var um fjörið í Reykhólasveit í þættinum „Um land allt" í febrúar.
Kosningar 2014 Vestfirðir Reykhólahreppur Um land allt Tengdar fréttir Barnasprengja á Reykhólum eftir að oddvitinn lofaði peysu Óvenju mörg börn hafa fæðst í Reykhólasveit að undanförnu og er hlutfall barna orðið það hæsta á Vestfjörðum. 11. febrúar 2014 18:00 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Barnasprengja á Reykhólum eftir að oddvitinn lofaði peysu Óvenju mörg börn hafa fæðst í Reykhólasveit að undanförnu og er hlutfall barna orðið það hæsta á Vestfjörðum. 11. febrúar 2014 18:00