Innlent

Samfylking stærst og fengi fimm borgarfulltrúa

Jakob Bjarnar skrifar
Dagur B. Eggertsson en samkvæmt nýrri könnun stefnir í að hann verði næsti borgarstjóri Reykvíkinga.
Dagur B. Eggertsson en samkvæmt nýrri könnun stefnir í að hann verði næsti borgarstjóri Reykvíkinga. fréttablaðið/stefán
Sam­fylk­ing­in er stærsti flokk­ur­inn í Reykja­vík sam­kvæmt nýrri könn­un sem Fé­lags­vís­inda­stofn­un­ar Há­skóla Íslands gerði fyrir Morg­un­blaðið. Meiri­hlut­inn í borg­ar­stjórn held­ur velli.

Könn­un­in var gerð dag­ana 30. apríl til 6. maí. Fylgi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar mæl­ist nú 30,3 prósent og fengi flokk­ur­inn fimm borg­ar­full­trúa, en hef­ur þrjá núna. Fylgið hef­ur auk­ist frá síðustu könn­un í mars og veru­lega frá kosn­ing­un­um árið 2010, þegar flokk­ur­inn fékk 19,1 prósent at­kvæða. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn fær 27,2 prósent kjós­enda og fengi einnig fimm borg­ar­full­trúa eins og flokkurinn hef­ur nú. Þetta er meira en í síðustu könn­un Fé­lags­vís­inda­stofn­un­ar í mars en öllu minna fylgi en í kosn­ing­un­um fyr­ir fjór­um árum þegar flokk­ur­inn fékk 33,6 prósent at­kvæða.

Björt framtíð, áður Besti flokkurinn, er með 19,7 prósent fylgi og fengi samkvæmt könnuninni þrjá menn. Þetta er talsvert minna en í sambærilegri könnun sem gerð var í mars en þá mældist flokkurinn með tæplega 25 prósenta fylgi. Í kosningunum var Besti flokkurinn með 35 prósent atkvæða og fékk sex menn kjörna.

Píratar fá rétt tæp tíu prósent atkvæða sem þýðir einn mann inn. Fylgi VG virðist vera að fjara út en flokkurinn fær tæp sex prósent en heldur þó sínum manni. Framsóknarflokkurinn mælist með 4,5 prósent.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.