Innlent

„Erum að búa til flottasta úthverfið á höfuðborgarsvæðinu“

Samúel Karl Ólason skrifar
Stóru málin komu við í Hveragerði á leið sinni um landið og ræddu þar við íbúa og bæjarstjórnendur. Meðal annars var rætt við íbúa um Hamarshöllina, loftborna íþróttahúsið í bænum.

Rætt við kjósendur í Hveragerði sem og verðandi kjósendur. Þá ræddi Lóa Pind við þau Aldísi Hafsteinsdóttur, bæjarstjóra af D-lista, og Róbert Hlöðversson, oddvita A-listans.

Segja þau að skoðanir í bæjarstjórn oft ekki fylgja flokkslínum. Þær fylgi meira persónulegum skoðunum bæjarstjórnarmanna á hlutunum og eftir málefnum í hvert sinn.

Þannig hafi minnihlutinn komið ýmsum málum að eins og umræðu um sameiningu við önnur sveitarfélög.

Samhliða kosningunum í maí, verður haldin skoðanakönnun um hvort íbúum hugnist að sameinast einhverju sveitarfélagi. Ef þeim hugnast það er kosið á milli mismunandi sameiningakosta.

Þá væri hægt að fara í formlegar viðræður um sameiningu.

Þau Aldís og Róbert segja gríðarlegan skort vera á framboði leiguhúsnæðis. Nú er búið að úthluta lóðum fyrir 19 íbúðir í raðhúsum og eitt einbýlishús. Áður var ekki búið að úthluta lóð frá því fyrir hrun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×