Innlent

Stjórnmálin rædd í pottinum á Selfossi

Samúel Karl Ólason skrifar
Stóru málin komu við í Árborg á leið sinni um landið. Í Árborg var rætt við stjórnendur meirihlutans og minnihlutans, sem og íbúa sveitarfélagsins.

Gestir sundlaugarinnar á Selfossi, sem eru mættir áður en laugin opnar og er því kallaðir Húnarnir, segjast hafa beðið eftir viðbyggingu við sundlaugina um langt skeið.

Lóa Pind ræddi við Ástu Stefánsdóttur, bæjarstjóra og oddvita sjálfstæðismanna, sem fengu hreinan meirihluta í síðustu kosningum, og Eggert Val Guðmundsson, oddvita Samfylkingarinnar.

Þá segja þau sáralítið vera rifist í bæjarstjórninni og gott samstarf sé hluti af þeim stöðugleika sem hafi tekist að skapa.

Íbúar sögðu margir hverjir að fjölga þyrfti húsnæði fyrir eldri íbúa sveitarfélagsins og Ásta og Egggert sögðu vöntun vera á leiguhúsnæði í Árborg.

Þorvarður Hjaltason, framkvæmdastjóri Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, segir 130 íbúðir í sveitarfélaginu í eigu lánastofnanna standa auðar í Árborg, þar sé staðan verst á Suðurlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×