Ingólfur á leið af Everestfjalli Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 25. apríl 2014 11:01 Ingólfur segir Sjerpana skiptast í tvær fylkingar og að annar hópurinn hafi haft í hótunum við hinn. Fjallgöngumaðurinn Ingólfur Axelsson er að leggja af stað niður af Everestfjalli í kjölfar mikilla illdeilna milli tveggja hópa Sjerpa. Sextán Sjerpar létu lífið í snjóflóði á fjallinu fyrir viku og hefur mikil óvissa ríkt um hvort göngumennirnir gætu haldið för sinni áfram á tindinn. „Hópnum var safnað saman í morgun og tilkynnt að ekki væri stætt á því að fara í fjallið,“ segir Ingólfur í samtali við Vísi. „Þetta er allt hið undarlegasta mál því að fjallið er ekki lokað. Forsætisráðherrann kom í gær upp í búðir og tilkynnti það að fjallið væri opið en Sjerparnir neita að fara og við hreyfum okkur ekkert án þeirra. Ég er lagður af stað niður. Ég ákvað að vera ekki að bíða of lengi.“ Ingólfur segir Sjerpana skiptast í tvær fylkingar og að annar hópurinn hafi haft í hótunum við hinn. „Þetta er mikið leiðindamál. Það var mikið flóknara en að það væri hættulegt að fara upp, heldur blandaðist kjarabarátta inn í og svo komu fram líkamsmeiðingahótanir og annað. Lítill hópur aktívista gerði okkur það ljóst að það yrðu stórar afleiðingar ef einhver hópur færi upp.“Klifrararnir styðja málstaðinn Ingólfur segir blessunarathöfn sem haldin var í gær hafa valdið pirringi hjá aktívistunum, þeir hafi talið að hópur væri á leiðinni upp, og um fjórum tímum síðar hafi allir Sjerparnir verið búnir að skipta um skoðun og hættir við að fara upp. „Við vöknuðum öll um morguninn og var sagt að við værum á leiðinni upp en fjórum tímum síðar var búið að tala við Sjerpana okkar og segja þeim að það myndi hafa miklar afleiðingar.“ Aðspurður hvort fjallgöngumennirnir sýni afstöðu Sjerpanna skilning segir Ingólfur svo vera. „Klifrararnir sýna málstaðnum gríðarlegan skilning. Ég get auðvitað ekki talað fyrir aðra hópa en minn. Bara í mínum hópi eru þrír mismunandi góðgerðarsjóðir en það er kannski frekar ríkisstjórn Nepal sem hefur verið að setja takmarkanir á líftryggingar Sjerpanna. Það er enginn ánægður með að greiða ellefu þúsund dollara í leyfisgjald og ekkert af því rennur til Sjerpanna. Okkur finnst það mjög ósanngjarnt þannig að við stöndum með þeim.“ Ingólfur segist ætla að ganga á fjallið að ári en Vilborg Arna Gissurardóttir, sem einnig ætlaði að ganga á tindinn, er einum degi á undan Ingólfi á leiðinni niður. Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fleiri fréttir Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Sjá meira
Fjallgöngumaðurinn Ingólfur Axelsson er að leggja af stað niður af Everestfjalli í kjölfar mikilla illdeilna milli tveggja hópa Sjerpa. Sextán Sjerpar létu lífið í snjóflóði á fjallinu fyrir viku og hefur mikil óvissa ríkt um hvort göngumennirnir gætu haldið för sinni áfram á tindinn. „Hópnum var safnað saman í morgun og tilkynnt að ekki væri stætt á því að fara í fjallið,“ segir Ingólfur í samtali við Vísi. „Þetta er allt hið undarlegasta mál því að fjallið er ekki lokað. Forsætisráðherrann kom í gær upp í búðir og tilkynnti það að fjallið væri opið en Sjerparnir neita að fara og við hreyfum okkur ekkert án þeirra. Ég er lagður af stað niður. Ég ákvað að vera ekki að bíða of lengi.“ Ingólfur segir Sjerpana skiptast í tvær fylkingar og að annar hópurinn hafi haft í hótunum við hinn. „Þetta er mikið leiðindamál. Það var mikið flóknara en að það væri hættulegt að fara upp, heldur blandaðist kjarabarátta inn í og svo komu fram líkamsmeiðingahótanir og annað. Lítill hópur aktívista gerði okkur það ljóst að það yrðu stórar afleiðingar ef einhver hópur færi upp.“Klifrararnir styðja málstaðinn Ingólfur segir blessunarathöfn sem haldin var í gær hafa valdið pirringi hjá aktívistunum, þeir hafi talið að hópur væri á leiðinni upp, og um fjórum tímum síðar hafi allir Sjerparnir verið búnir að skipta um skoðun og hættir við að fara upp. „Við vöknuðum öll um morguninn og var sagt að við værum á leiðinni upp en fjórum tímum síðar var búið að tala við Sjerpana okkar og segja þeim að það myndi hafa miklar afleiðingar.“ Aðspurður hvort fjallgöngumennirnir sýni afstöðu Sjerpanna skilning segir Ingólfur svo vera. „Klifrararnir sýna málstaðnum gríðarlegan skilning. Ég get auðvitað ekki talað fyrir aðra hópa en minn. Bara í mínum hópi eru þrír mismunandi góðgerðarsjóðir en það er kannski frekar ríkisstjórn Nepal sem hefur verið að setja takmarkanir á líftryggingar Sjerpanna. Það er enginn ánægður með að greiða ellefu þúsund dollara í leyfisgjald og ekkert af því rennur til Sjerpanna. Okkur finnst það mjög ósanngjarnt þannig að við stöndum með þeim.“ Ingólfur segist ætla að ganga á fjallið að ári en Vilborg Arna Gissurardóttir, sem einnig ætlaði að ganga á tindinn, er einum degi á undan Ingólfi á leiðinni niður.
Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fleiri fréttir Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Sjá meira