„Við komum ekki til með að grípa til drastískra aðgerða" Kjartan Atli Kjartansson skrifar 11. apríl 2014 00:01 Gunnar Ingi segir hárlit hafa selst betur eftir hrun. Vísir/Stefán „Við komum ekki til með að grípa til drastískra aðgerða,“ segir Gunnar Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, sem selur mikið magn af hárlit – fyrir fólk sem litar hár sitt heimafyrir.Þorsteinn Sæmundsson lét fræg ummæli falla á þinginu fyrr í vikunni. Hann sagði aðgerðir ríkisstjórnarinnar, um niðurfærslu á höfuðstóli húsnæðislána, vera fyrir fólk sem þyrfti að lita hár sitt heima hjá sér og hefði ekki efni að fara á hárgreiðslustofu. „Ég hitti ágæta konu, framhaldsskólakennara á miðjum aldri, eiginmaðurinn var ríkisstarfsmaður í BHM. Þú voru búin að selja íbúð sem þau áttu til að fara í minni íbúð, þau voru í skilum, börðust um á hæl og hnakka, og þessi ágæta kona sagði við mig: „Ég hlakka til þess dags þegar ég get hætt að lita á mér hárið sjálf, og get farið á hárgreiðslustofu til þess að láta gera það fyrir mig.“„Kom strax kippur“ Gunnar Ingi segir að sala á hárlit hafi aukist rétt eftir hrunið árið 2008. „Það kom strax kippur. Salan jókst strax um fimmtán prósent. En svo minnkaði salan aftur um fimm prósent árið eftir, en náði svo stöðugleika eftir það – en allir sækjast jú í stöðugleikann,“ segir Gunnar Ingi. Salan á hárlit jókst því sannarlega og því má ætla að fleiri hafi gripið til þess ráðs að lita hárið sjálfir.En óttist þið aðgerðir ríkisstjórnarinnar, að þetta muni hafi neikvæð áhrif á sölu á hárlit í búðunum ykkar? „Tja...við ætlum allavega ekki að fækka búðum, það er alveg víst. Við óttumst þetta ekki. Það er alveg ljóst að við munum bara selja eitthvað annað í staðinn,“ svarar Gunnar Ingi.„Fólk kemur sjaldnar í litun“ Blaðamaður hafði samband við hárgreiðslustofu í Kópavogi. Þar á bæ finnur starfsfólk fyrir því að fólk komi sjaldnar í hárlitun. „Það er alveg mikið að gera. En við finnum fyrir minnkun. Fólk kemur sjaldnar í litun,“ segir Bylgja Dögg Sigurðardóttir sem er nemi hjá hárgreiðslustofunni Hairdoo. Hún bendir einnig á nýjan vinkil á málinu. „Við finnum fyrir því að fólk er farið að gera þetta meira heimafyrir og við vitum líka að sumir eru að taka að sér að lita fólk í heimahúsum gegn gjaldi sem þau taka inn svart.“ Hún segist halda að hárgreiðslufólk fagni aðgerðum ríkisstjórnarinnar, ef þær feli í sér að kaupmáttur aukist og fólk hafi frekar efni á því að koma á hárgreiðslustofur til þess að lita á sér hárið. Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent Fleiri fréttir „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Sjá meira
„Við komum ekki til með að grípa til drastískra aðgerða,“ segir Gunnar Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, sem selur mikið magn af hárlit – fyrir fólk sem litar hár sitt heimafyrir.Þorsteinn Sæmundsson lét fræg ummæli falla á þinginu fyrr í vikunni. Hann sagði aðgerðir ríkisstjórnarinnar, um niðurfærslu á höfuðstóli húsnæðislána, vera fyrir fólk sem þyrfti að lita hár sitt heima hjá sér og hefði ekki efni að fara á hárgreiðslustofu. „Ég hitti ágæta konu, framhaldsskólakennara á miðjum aldri, eiginmaðurinn var ríkisstarfsmaður í BHM. Þú voru búin að selja íbúð sem þau áttu til að fara í minni íbúð, þau voru í skilum, börðust um á hæl og hnakka, og þessi ágæta kona sagði við mig: „Ég hlakka til þess dags þegar ég get hætt að lita á mér hárið sjálf, og get farið á hárgreiðslustofu til þess að láta gera það fyrir mig.“„Kom strax kippur“ Gunnar Ingi segir að sala á hárlit hafi aukist rétt eftir hrunið árið 2008. „Það kom strax kippur. Salan jókst strax um fimmtán prósent. En svo minnkaði salan aftur um fimm prósent árið eftir, en náði svo stöðugleika eftir það – en allir sækjast jú í stöðugleikann,“ segir Gunnar Ingi. Salan á hárlit jókst því sannarlega og því má ætla að fleiri hafi gripið til þess ráðs að lita hárið sjálfir.En óttist þið aðgerðir ríkisstjórnarinnar, að þetta muni hafi neikvæð áhrif á sölu á hárlit í búðunum ykkar? „Tja...við ætlum allavega ekki að fækka búðum, það er alveg víst. Við óttumst þetta ekki. Það er alveg ljóst að við munum bara selja eitthvað annað í staðinn,“ svarar Gunnar Ingi.„Fólk kemur sjaldnar í litun“ Blaðamaður hafði samband við hárgreiðslustofu í Kópavogi. Þar á bæ finnur starfsfólk fyrir því að fólk komi sjaldnar í hárlitun. „Það er alveg mikið að gera. En við finnum fyrir minnkun. Fólk kemur sjaldnar í litun,“ segir Bylgja Dögg Sigurðardóttir sem er nemi hjá hárgreiðslustofunni Hairdoo. Hún bendir einnig á nýjan vinkil á málinu. „Við finnum fyrir því að fólk er farið að gera þetta meira heimafyrir og við vitum líka að sumir eru að taka að sér að lita fólk í heimahúsum gegn gjaldi sem þau taka inn svart.“ Hún segist halda að hárgreiðslufólk fagni aðgerðum ríkisstjórnarinnar, ef þær feli í sér að kaupmáttur aukist og fólk hafi frekar efni á því að koma á hárgreiðslustofur til þess að lita á sér hárið.
Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent Fleiri fréttir „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Sjá meira