Norðurþing vill kaupa starfsemi Vísis Jón Júlíus Karlsson skrifar 14. apríl 2014 21:39 Sveitarfélagið Norðurþing stefnir á að kaupa bæði eignir og aflaheimildir útgerðarfyrirtækisins Vísis hf. á Húsavík. Neyðarúrræði segir sveitarstjóri Norðurþings. Bæjarráð Norðurþings samþykkti á fundi sínum í dag að óska eftir viðræðum um kaup á eignum og aflaheimildum Vísis hf. á Húsavík. Vísir hf. tilkynnti í lok marsmánaðar að fyrirtækið hyggðist hætta allri starfsemi á Djúpavogi, Húsavík og á Þingeyri á næstu mánuðum og færa hana alfarið til Grindavíkur þar sem fyrirtækið er með höfuðstöðvar. Um 150 manns starfa hjá fyrirtækinu í þessum þremur byggðarlögum og hefur þeim verið boðin að flytja með fyrirtækinu til Grindavíkur. „Það er ljóst að við getum ekki horft upp á það sem er að gerast. Þessar aðgerðir, sem eru í nafni hagræðingar, þær stórskaða tvö samfélög, Þingeyri og Djúpavog, og særa okkur verulega,“ segir Bergur Elías Ágústsson, sveitastjóri Norðurþings. „Við teljum í ljósi sögunnar og fyrri samkomulaga að það sé eðlilegt að menn ræði saman. Með því geta báðir aðilar sýnt samfélagslega ábyrgð.“Neyðarúrræði Hætti Vísir starfsemi sinni þá er það gífurlegt áfall fyrir þau þrjú sveitarfélög sem um ræðir. Bergur viðurkennir að það geti reynst áhætta fyrir Norðurþing að ráðast í fjárfestingu af þessari stærðargráðu. „Það er óhætt segja að þetta sé neyðarúrræði. Ef litið er á þessi samfélög og þau lögð saman þá samsvarar þetta því að öllum starfsmönnum á Landspítalanum Háskólasjúkrahús sé sagt upp störfum og þeim boðin vinna á Akureyri,“ segir Bergur Elías.Verja hagsmuni fólksins Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis, sagði í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 fyrir skömmu að hann ætlaði að ræða við aðila í sveitarfélögunum þremur áður en fyrirtækið tæki lokaákvörðun. Bergur Atli vonast eftir farsælli niðurstöðu. „Þeir eru að reka sitt fyrirtæki og eflaust að reyna að gera sitt besta,“ segir Bergur Elías. „Þeir hafa gert mistök líkt og margir aðrir. Við erum fyrir fólkið og erum að verja þeirra hagsmuni og ég vona svo sannarlega að báðir aðilar geti komist að ásættanlegri niðurstöðu.“ Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Sjá meira
Sveitarfélagið Norðurþing stefnir á að kaupa bæði eignir og aflaheimildir útgerðarfyrirtækisins Vísis hf. á Húsavík. Neyðarúrræði segir sveitarstjóri Norðurþings. Bæjarráð Norðurþings samþykkti á fundi sínum í dag að óska eftir viðræðum um kaup á eignum og aflaheimildum Vísis hf. á Húsavík. Vísir hf. tilkynnti í lok marsmánaðar að fyrirtækið hyggðist hætta allri starfsemi á Djúpavogi, Húsavík og á Þingeyri á næstu mánuðum og færa hana alfarið til Grindavíkur þar sem fyrirtækið er með höfuðstöðvar. Um 150 manns starfa hjá fyrirtækinu í þessum þremur byggðarlögum og hefur þeim verið boðin að flytja með fyrirtækinu til Grindavíkur. „Það er ljóst að við getum ekki horft upp á það sem er að gerast. Þessar aðgerðir, sem eru í nafni hagræðingar, þær stórskaða tvö samfélög, Þingeyri og Djúpavog, og særa okkur verulega,“ segir Bergur Elías Ágústsson, sveitastjóri Norðurþings. „Við teljum í ljósi sögunnar og fyrri samkomulaga að það sé eðlilegt að menn ræði saman. Með því geta báðir aðilar sýnt samfélagslega ábyrgð.“Neyðarúrræði Hætti Vísir starfsemi sinni þá er það gífurlegt áfall fyrir þau þrjú sveitarfélög sem um ræðir. Bergur viðurkennir að það geti reynst áhætta fyrir Norðurþing að ráðast í fjárfestingu af þessari stærðargráðu. „Það er óhætt segja að þetta sé neyðarúrræði. Ef litið er á þessi samfélög og þau lögð saman þá samsvarar þetta því að öllum starfsmönnum á Landspítalanum Háskólasjúkrahús sé sagt upp störfum og þeim boðin vinna á Akureyri,“ segir Bergur Elías.Verja hagsmuni fólksins Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis, sagði í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 fyrir skömmu að hann ætlaði að ræða við aðila í sveitarfélögunum þremur áður en fyrirtækið tæki lokaákvörðun. Bergur Atli vonast eftir farsælli niðurstöðu. „Þeir eru að reka sitt fyrirtæki og eflaust að reyna að gera sitt besta,“ segir Bergur Elías. „Þeir hafa gert mistök líkt og margir aðrir. Við erum fyrir fólkið og erum að verja þeirra hagsmuni og ég vona svo sannarlega að báðir aðilar geti komist að ásættanlegri niðurstöðu.“
Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Sjá meira