Norðurþing vill kaupa starfsemi Vísis Jón Júlíus Karlsson skrifar 14. apríl 2014 21:39 Sveitarfélagið Norðurþing stefnir á að kaupa bæði eignir og aflaheimildir útgerðarfyrirtækisins Vísis hf. á Húsavík. Neyðarúrræði segir sveitarstjóri Norðurþings. Bæjarráð Norðurþings samþykkti á fundi sínum í dag að óska eftir viðræðum um kaup á eignum og aflaheimildum Vísis hf. á Húsavík. Vísir hf. tilkynnti í lok marsmánaðar að fyrirtækið hyggðist hætta allri starfsemi á Djúpavogi, Húsavík og á Þingeyri á næstu mánuðum og færa hana alfarið til Grindavíkur þar sem fyrirtækið er með höfuðstöðvar. Um 150 manns starfa hjá fyrirtækinu í þessum þremur byggðarlögum og hefur þeim verið boðin að flytja með fyrirtækinu til Grindavíkur. „Það er ljóst að við getum ekki horft upp á það sem er að gerast. Þessar aðgerðir, sem eru í nafni hagræðingar, þær stórskaða tvö samfélög, Þingeyri og Djúpavog, og særa okkur verulega,“ segir Bergur Elías Ágústsson, sveitastjóri Norðurþings. „Við teljum í ljósi sögunnar og fyrri samkomulaga að það sé eðlilegt að menn ræði saman. Með því geta báðir aðilar sýnt samfélagslega ábyrgð.“Neyðarúrræði Hætti Vísir starfsemi sinni þá er það gífurlegt áfall fyrir þau þrjú sveitarfélög sem um ræðir. Bergur viðurkennir að það geti reynst áhætta fyrir Norðurþing að ráðast í fjárfestingu af þessari stærðargráðu. „Það er óhætt segja að þetta sé neyðarúrræði. Ef litið er á þessi samfélög og þau lögð saman þá samsvarar þetta því að öllum starfsmönnum á Landspítalanum Háskólasjúkrahús sé sagt upp störfum og þeim boðin vinna á Akureyri,“ segir Bergur Elías.Verja hagsmuni fólksins Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis, sagði í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 fyrir skömmu að hann ætlaði að ræða við aðila í sveitarfélögunum þremur áður en fyrirtækið tæki lokaákvörðun. Bergur Atli vonast eftir farsælli niðurstöðu. „Þeir eru að reka sitt fyrirtæki og eflaust að reyna að gera sitt besta,“ segir Bergur Elías. „Þeir hafa gert mistök líkt og margir aðrir. Við erum fyrir fólkið og erum að verja þeirra hagsmuni og ég vona svo sannarlega að báðir aðilar geti komist að ásættanlegri niðurstöðu.“ Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Innlent Fleiri fréttir Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Sjá meira
Sveitarfélagið Norðurþing stefnir á að kaupa bæði eignir og aflaheimildir útgerðarfyrirtækisins Vísis hf. á Húsavík. Neyðarúrræði segir sveitarstjóri Norðurþings. Bæjarráð Norðurþings samþykkti á fundi sínum í dag að óska eftir viðræðum um kaup á eignum og aflaheimildum Vísis hf. á Húsavík. Vísir hf. tilkynnti í lok marsmánaðar að fyrirtækið hyggðist hætta allri starfsemi á Djúpavogi, Húsavík og á Þingeyri á næstu mánuðum og færa hana alfarið til Grindavíkur þar sem fyrirtækið er með höfuðstöðvar. Um 150 manns starfa hjá fyrirtækinu í þessum þremur byggðarlögum og hefur þeim verið boðin að flytja með fyrirtækinu til Grindavíkur. „Það er ljóst að við getum ekki horft upp á það sem er að gerast. Þessar aðgerðir, sem eru í nafni hagræðingar, þær stórskaða tvö samfélög, Þingeyri og Djúpavog, og særa okkur verulega,“ segir Bergur Elías Ágústsson, sveitastjóri Norðurþings. „Við teljum í ljósi sögunnar og fyrri samkomulaga að það sé eðlilegt að menn ræði saman. Með því geta báðir aðilar sýnt samfélagslega ábyrgð.“Neyðarúrræði Hætti Vísir starfsemi sinni þá er það gífurlegt áfall fyrir þau þrjú sveitarfélög sem um ræðir. Bergur viðurkennir að það geti reynst áhætta fyrir Norðurþing að ráðast í fjárfestingu af þessari stærðargráðu. „Það er óhætt segja að þetta sé neyðarúrræði. Ef litið er á þessi samfélög og þau lögð saman þá samsvarar þetta því að öllum starfsmönnum á Landspítalanum Háskólasjúkrahús sé sagt upp störfum og þeim boðin vinna á Akureyri,“ segir Bergur Elías.Verja hagsmuni fólksins Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis, sagði í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 fyrir skömmu að hann ætlaði að ræða við aðila í sveitarfélögunum þremur áður en fyrirtækið tæki lokaákvörðun. Bergur Atli vonast eftir farsælli niðurstöðu. „Þeir eru að reka sitt fyrirtæki og eflaust að reyna að gera sitt besta,“ segir Bergur Elías. „Þeir hafa gert mistök líkt og margir aðrir. Við erum fyrir fólkið og erum að verja þeirra hagsmuni og ég vona svo sannarlega að báðir aðilar geti komist að ásættanlegri niðurstöðu.“
Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Innlent Fleiri fréttir Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Sjá meira