Segja klámið sem þeir deila vera íslenskt Kjartan Atli Kjartansson skrifar 15. apríl 2014 16:44 Klámið er merkt með íslenskum fána. Á vefsíðu á netinu er klámi dreift sem fullyrt er að sé íslenskt. Á síðunni, sem er íslensk en hýst erlendis, getur fólk skipst á svokölluðum torrent-skrám, sem innihalda myndbönd, ljósmyndir eða önnur gögn. Í umræðum á síðunni má sjá deilur um hvort klámið sem um ræðir sé í raun íslenskt. Dæmi eru um að íslenskar konur séu nafngreindar til sönnunar um að klámefnið sé íslenskt. Myndbönd sem sögð eru vera íslensk eru að minnsta kosti fjögur og virðast öll vera heimagerð. Þau eiga það sameiginlegt að vera tekin upp með einni myndavél og eru myndgæðin yfirleitt ekki góð. Umræður um myndböndin á síðunni eru lífleg.Öll myndböndin vinsæl Svo virðist sem notendur síðunnar sæki í íslenskt klám. Þrátt fyrir að einhverjir efist um að þau séu sannarlega íslensk njóta þau öll töluverðra vinsælda og hafa margir deilt þeim. Á síðum sem þessum þykir eftirsóknarvert að svokallað deilimagn sé jákvætt. Það þýðir að notandi hafi deilt meira efni með öðrum en hann hefur sótt. Strangar reglur gilda um deilimagn á mörgum torrentsíðum. Sé það of neikvætt eru notendur reknir af síðunni. Því er mikilvægt að deila vinsælu efni, sem margir sækja. Allir sem fullyrða að klámið sem þeir deila sé íslenskt eru sakaðir um að vera að reyna að hagræða gagnamagninu sínu.Líflegar umræður Í umræðukerfi síðunnar tjá margir sig um myndböndin sem sögð eru vera íslensk. Miklar umræður eru um eitt myndbandið, sem sýnir nakta konu. Einhverjir efast um að hún sé íslensk. Er þeim svarað og benda aðrir á að konan tali íslensku í myndbandinu: „Hún er íslensk. Alla vega stynur hún ójá... á íslensku,“ segir einn. Í umræðum um annað myndband sem sýnir par í ástaratlotum halda einhverjir því fram að parið sé pólskt. Einn notandi segist þekkja til parsins og setur fullt nafn á íslenskri konu inn á síðuna og segir það vera konuna á myndbandinu. Ekki er hægt að ganga úr skugga um að svo sé.Ekki hægt að aðhafast Fyrir tíu mánuðum fjallaði Vísir um að grófu erlendu klámi væri dreift á íslenskum torrentsíðum. „Við getum lítið gert þegar þetta heyrir ekki undir okkar lögsögu og það er miður. Það er einnig mjög takmarkað hvað fáliðuð lögregla getur gert til þess að sporna við þessari þróun,“ sagði Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglu, í samtali við Vísi í maí í fyrra. Tekið skal fram að ekki náðist í lögregluna við vinnslu þessarar fréttar, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Fleiri fréttir „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Sjá meira
Á vefsíðu á netinu er klámi dreift sem fullyrt er að sé íslenskt. Á síðunni, sem er íslensk en hýst erlendis, getur fólk skipst á svokölluðum torrent-skrám, sem innihalda myndbönd, ljósmyndir eða önnur gögn. Í umræðum á síðunni má sjá deilur um hvort klámið sem um ræðir sé í raun íslenskt. Dæmi eru um að íslenskar konur séu nafngreindar til sönnunar um að klámefnið sé íslenskt. Myndbönd sem sögð eru vera íslensk eru að minnsta kosti fjögur og virðast öll vera heimagerð. Þau eiga það sameiginlegt að vera tekin upp með einni myndavél og eru myndgæðin yfirleitt ekki góð. Umræður um myndböndin á síðunni eru lífleg.Öll myndböndin vinsæl Svo virðist sem notendur síðunnar sæki í íslenskt klám. Þrátt fyrir að einhverjir efist um að þau séu sannarlega íslensk njóta þau öll töluverðra vinsælda og hafa margir deilt þeim. Á síðum sem þessum þykir eftirsóknarvert að svokallað deilimagn sé jákvætt. Það þýðir að notandi hafi deilt meira efni með öðrum en hann hefur sótt. Strangar reglur gilda um deilimagn á mörgum torrentsíðum. Sé það of neikvætt eru notendur reknir af síðunni. Því er mikilvægt að deila vinsælu efni, sem margir sækja. Allir sem fullyrða að klámið sem þeir deila sé íslenskt eru sakaðir um að vera að reyna að hagræða gagnamagninu sínu.Líflegar umræður Í umræðukerfi síðunnar tjá margir sig um myndböndin sem sögð eru vera íslensk. Miklar umræður eru um eitt myndbandið, sem sýnir nakta konu. Einhverjir efast um að hún sé íslensk. Er þeim svarað og benda aðrir á að konan tali íslensku í myndbandinu: „Hún er íslensk. Alla vega stynur hún ójá... á íslensku,“ segir einn. Í umræðum um annað myndband sem sýnir par í ástaratlotum halda einhverjir því fram að parið sé pólskt. Einn notandi segist þekkja til parsins og setur fullt nafn á íslenskri konu inn á síðuna og segir það vera konuna á myndbandinu. Ekki er hægt að ganga úr skugga um að svo sé.Ekki hægt að aðhafast Fyrir tíu mánuðum fjallaði Vísir um að grófu erlendu klámi væri dreift á íslenskum torrentsíðum. „Við getum lítið gert þegar þetta heyrir ekki undir okkar lögsögu og það er miður. Það er einnig mjög takmarkað hvað fáliðuð lögregla getur gert til þess að sporna við þessari þróun,“ sagði Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglu, í samtali við Vísi í maí í fyrra. Tekið skal fram að ekki náðist í lögregluna við vinnslu þessarar fréttar, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Fleiri fréttir „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Sjá meira