Segja klámið sem þeir deila vera íslenskt Kjartan Atli Kjartansson skrifar 15. apríl 2014 16:44 Klámið er merkt með íslenskum fána. Á vefsíðu á netinu er klámi dreift sem fullyrt er að sé íslenskt. Á síðunni, sem er íslensk en hýst erlendis, getur fólk skipst á svokölluðum torrent-skrám, sem innihalda myndbönd, ljósmyndir eða önnur gögn. Í umræðum á síðunni má sjá deilur um hvort klámið sem um ræðir sé í raun íslenskt. Dæmi eru um að íslenskar konur séu nafngreindar til sönnunar um að klámefnið sé íslenskt. Myndbönd sem sögð eru vera íslensk eru að minnsta kosti fjögur og virðast öll vera heimagerð. Þau eiga það sameiginlegt að vera tekin upp með einni myndavél og eru myndgæðin yfirleitt ekki góð. Umræður um myndböndin á síðunni eru lífleg.Öll myndböndin vinsæl Svo virðist sem notendur síðunnar sæki í íslenskt klám. Þrátt fyrir að einhverjir efist um að þau séu sannarlega íslensk njóta þau öll töluverðra vinsælda og hafa margir deilt þeim. Á síðum sem þessum þykir eftirsóknarvert að svokallað deilimagn sé jákvætt. Það þýðir að notandi hafi deilt meira efni með öðrum en hann hefur sótt. Strangar reglur gilda um deilimagn á mörgum torrentsíðum. Sé það of neikvætt eru notendur reknir af síðunni. Því er mikilvægt að deila vinsælu efni, sem margir sækja. Allir sem fullyrða að klámið sem þeir deila sé íslenskt eru sakaðir um að vera að reyna að hagræða gagnamagninu sínu.Líflegar umræður Í umræðukerfi síðunnar tjá margir sig um myndböndin sem sögð eru vera íslensk. Miklar umræður eru um eitt myndbandið, sem sýnir nakta konu. Einhverjir efast um að hún sé íslensk. Er þeim svarað og benda aðrir á að konan tali íslensku í myndbandinu: „Hún er íslensk. Alla vega stynur hún ójá... á íslensku,“ segir einn. Í umræðum um annað myndband sem sýnir par í ástaratlotum halda einhverjir því fram að parið sé pólskt. Einn notandi segist þekkja til parsins og setur fullt nafn á íslenskri konu inn á síðuna og segir það vera konuna á myndbandinu. Ekki er hægt að ganga úr skugga um að svo sé.Ekki hægt að aðhafast Fyrir tíu mánuðum fjallaði Vísir um að grófu erlendu klámi væri dreift á íslenskum torrentsíðum. „Við getum lítið gert þegar þetta heyrir ekki undir okkar lögsögu og það er miður. Það er einnig mjög takmarkað hvað fáliðuð lögregla getur gert til þess að sporna við þessari þróun,“ sagði Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglu, í samtali við Vísi í maí í fyrra. Tekið skal fram að ekki náðist í lögregluna við vinnslu þessarar fréttar, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Sviptir Harris vernd Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Fleiri fréttir Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Sjá meira
Á vefsíðu á netinu er klámi dreift sem fullyrt er að sé íslenskt. Á síðunni, sem er íslensk en hýst erlendis, getur fólk skipst á svokölluðum torrent-skrám, sem innihalda myndbönd, ljósmyndir eða önnur gögn. Í umræðum á síðunni má sjá deilur um hvort klámið sem um ræðir sé í raun íslenskt. Dæmi eru um að íslenskar konur séu nafngreindar til sönnunar um að klámefnið sé íslenskt. Myndbönd sem sögð eru vera íslensk eru að minnsta kosti fjögur og virðast öll vera heimagerð. Þau eiga það sameiginlegt að vera tekin upp með einni myndavél og eru myndgæðin yfirleitt ekki góð. Umræður um myndböndin á síðunni eru lífleg.Öll myndböndin vinsæl Svo virðist sem notendur síðunnar sæki í íslenskt klám. Þrátt fyrir að einhverjir efist um að þau séu sannarlega íslensk njóta þau öll töluverðra vinsælda og hafa margir deilt þeim. Á síðum sem þessum þykir eftirsóknarvert að svokallað deilimagn sé jákvætt. Það þýðir að notandi hafi deilt meira efni með öðrum en hann hefur sótt. Strangar reglur gilda um deilimagn á mörgum torrentsíðum. Sé það of neikvætt eru notendur reknir af síðunni. Því er mikilvægt að deila vinsælu efni, sem margir sækja. Allir sem fullyrða að klámið sem þeir deila sé íslenskt eru sakaðir um að vera að reyna að hagræða gagnamagninu sínu.Líflegar umræður Í umræðukerfi síðunnar tjá margir sig um myndböndin sem sögð eru vera íslensk. Miklar umræður eru um eitt myndbandið, sem sýnir nakta konu. Einhverjir efast um að hún sé íslensk. Er þeim svarað og benda aðrir á að konan tali íslensku í myndbandinu: „Hún er íslensk. Alla vega stynur hún ójá... á íslensku,“ segir einn. Í umræðum um annað myndband sem sýnir par í ástaratlotum halda einhverjir því fram að parið sé pólskt. Einn notandi segist þekkja til parsins og setur fullt nafn á íslenskri konu inn á síðuna og segir það vera konuna á myndbandinu. Ekki er hægt að ganga úr skugga um að svo sé.Ekki hægt að aðhafast Fyrir tíu mánuðum fjallaði Vísir um að grófu erlendu klámi væri dreift á íslenskum torrentsíðum. „Við getum lítið gert þegar þetta heyrir ekki undir okkar lögsögu og það er miður. Það er einnig mjög takmarkað hvað fáliðuð lögregla getur gert til þess að sporna við þessari þróun,“ sagði Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglu, í samtali við Vísi í maí í fyrra. Tekið skal fram að ekki náðist í lögregluna við vinnslu þessarar fréttar, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Sviptir Harris vernd Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Fleiri fréttir Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Sjá meira