Innlent

Katrín Júlíusdóttir, Elín Hirst og spilavítin í Minni skoðun

Júlía Margrét Einarsdóttir skrifar
Aðalgestur Mikaels Torfasonar var að þessu sinni Willum Þór Þórsson þingmaður en hann vill lögleiða spilavítin sem hann kallar reyndar spilahallir.

Mín skoðun var í opinni dagskrá á stöð tvö klukkan 13:00 í dag. Þátturinn var sýndur í beinni hér Vísir.is en í dag tókust þær Elín Hirst frá Sjálfstæðisflokki og Katrín Júlíusdóttir frá Samfylkingunni um fréttir vikunnar. Þær stöllur ræddu Sigmund Davíð og sóknarfæri framtíðarinnar og þá staðreynd að ríkisstjórn Sigmundar er óvinsælli en ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðar var á svipuðum tíma.  

Þá kom Willum Þór Þórsson, knattspyrnuþjálfari og þingmaður, og sest í Hina hliðina. Virkur í athugasemdum þrumaði á hann spurningu og  fólkið í Skeifunni fékk að tjá sig um nýtt frumvarp Willums sem miðar að því að lögleiða hér spilavíti, en Willum kallar þau spilahallir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×