Innlent

Spilavíti er of neikvætt orð

Júlía Margrét Einarsdóttir skrifar
Willum Þór Þórsson þingmaður
Willum Þór Þórsson þingmaður
Willum Þór Þórsson ræddi umdeilda skoðun sína á spilavítum í Minni skoðun hjá Mikael Torfasyni í dag.

Willum sagði að sér þætti orðið "spilavíti" neivætt orð.

Hann segir málefnið viðkvæmt en að mikilvægast sé að taka upp almenna löggjöf og mikilvægast sé að halda uppi eins ábyrgu og traustu eftirliti og kostur sé. 

Willum segir einnig að líta beri einnig á spilahallir sem afþreygingu og spurningu um ferðamannaiðnað.

"Við erum almennt uppteknari af því í löggjöfinni að einblína á vandamálið, en að ganga útfrá að maðurinn sé í eðli sínu skynsamur og taki skynsamlegar ákvarðanir. En mannskepnan er auðvitað hverful og þá þurfum við sem samfélag að grípa inn í. Það á við um spilafíkn. Þetta er líka spurning um ferðamannaiðnaðinn."

Willum segir þá tilhneigingu að setja vændi, strípibúllur og spilavíti í sama hóp geta verið villandi flokkun.

"Ég hef trú á að þjóðfélagið taki breytingum. Það er mikilvægt að efla forvarnir og rannsóknir á þessu sviði."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×