Innlent

"Mælir allt með því að viðræðunum verði haldið áfram“

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Össur mætti með fartölvu á kynninguna í morgun og hefur væntanlega glósað ýmislegt.
Össur mætti með fartölvu á kynninguna í morgun og hefur væntanlega glósað ýmislegt. Vísir/GVA
„Megin niðurstaðan er sú að það mælir allt með því að viðræðunum verði haldið áfram,“ segir Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, um Evrópuskýrslu Alþjóðamálastofnunar og heldur áfram:

„Saman tel ég að þessi skýrsla og skýrsla Hagfræðistofununar sýni að það voru engin sérstök ljón í veginum sem ekki voru þekkt áður. Það voru ákveðnar spurningar sem þurfti að svara varðandi sjávarútvegsmálin – það má heita að það sé það eina óþekkta í þessu. Svörin við því fást ekki nema látið verði reyna á samning. Þess vegna finnst mér ljóst að það þurfi að klára viðræðurnar.

Össur er ánægður með skýrsluna og segir niðurstöður hennar merkilega. „Þetta er mjög vönduð úttekt. Hún bætir mjög það sem vantaði í hinni skýrslunni. Sýnir hinn hagræna ávinning sem menn gætu haft að aðild. Mikilvægt að óháðir fræðimenn komist að þeirri niðurstöðu að aðild kynni að hafa í för með sér það sem þeir kalla gríðarlegan velferðarábata.“

Hann bendir á að samningaviðræður hafi verið langt komnar og að hans mati átti ekki að hætta viðræðum. „Það er sömuleiðis mikilvægt að leiða fram að aðild gæti leyst gjaldeyrishöftin, talsvert hratt og örugglega. En kannski er megin niðurstaðan sú að samningarnir voru á býsna góðri leið. Mikill undirbúningur sem var búið að vinna og talsverður skilningur sem var búið að ná.“

Nú var rætt var um tímabundnar úrlausnir í landbúnaðarmálum í pallborðsumræðum á kynningunni og að þær lausnir sem Finnar fengu í landbúnaðarmálum væru tímabundnar. Hvað viltu segja við því?

„Það náðist sérlausn fyrir Finna, sem að í sjálfu sér var ekki tímabundin. Hún verður í gildi svo lengi sem Finnland verði kyrrt á sama stað og ennþá verði kalt þar. Menn eru farnir að draga þá ályktun til dæmis af finnska dæminu. Að sérlausn fyrir Ísland, sem á að sérlausn í sjávarútvegi sem á að svara tileknum aðstæðum, varir svo lengi sem aðstæðurnar eru fyrir hendi.“


Tengdar fréttir

Vigdís segir rök í ESB-skýrslu vera haldlaus

"Mér finnst þessi gagnrýni afskaplega ómakleg og bið hana vinsamlega að lesa úttektina áður en hún kemur með þvílíkar yfirlýsingar," segir einn skýrsluhöfunda

Ísland áhrifalaust með EES-samningum

Pia Hanson, forstöðukona Alþjóðamálastofnunar, gagnrýndi EES-samninginn þegar hún kynnti skýrslu um Evrópumál. Hún sagði Ísland hafa innleitt tvo þriðju laga og reglna Evrópusambandsins nú þegar.

"Liggur fyrir að alþjóðleg greiðsluhæf mynt muni skila velferðarbata“

Ásgeir Jónsson, hagfræðingur við Háskóla Íslands, gefur lítið fyrir að tengja sjálfstæði og fullveldi við mynt sem hægt er að fella. Hann bendir á að Ísland sé eina ríkið í heiminum með undir tvær milljónir íbúa sem sé með sjálfstæðan, fljótandi gjaldmiðil.

Borgar sig að vera áfram umsóknarríki

Ísland á meiri möguleika á að gæta hagsmuna sinna í EES-samstarfinu ef það viðheldur stöðu sinni sem viðurkennt umsóknarríki um aðild að Evrópusambandinu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.