„Staðreyndin er sú að hér þrífast spilaklúbbar“ Samúel Karl Ólason skrifar 30. mars 2014 18:29 Vísir/Pjetur Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins, ætlar á morgun að leggja fram frumvarp sem miðar að því að lögleiða fjárhættuspil á Íslandi. Hann segir það geta styrkt réttarstöðu lögreglunnar í að takast á við ólöglega spilastarfsemi og að frumvarpið skapi grundvöll til að ræða málið á skynsamlegum og vitrænum nótum. „Megin markmiðið með þessu frumvarpi er að heimila starfsemi spilahalla á Íslandi á grundvelli leyfisveitingar ráðherra,“ segir Willum Þór í fréttum Bylgjunnar klukkan fimm. „Þannig er að hingað til þá hefur öll svona starfsemi verið háð sérleyfum. Happadrætti, Lottó, söfnunarkassar og svo framvegis. Staðreyndin er sú að hér þrífast spilaklúbbar sem að eru ólöglegir og tilgangurinn meðal annars er að uppræta slíka starfsemi.“ Annað markmið frumvarpsins er að bregðast við aukinn eftirspurn í ferðaþjónustu. „Við tölum oft um það að hér þurfi að skapa afþreyingu og þjónustu við ferðamenn og sækja ferðamenn sem skilja eftir meira af gjaldeyri í landinu. Þetta er starfsemi sem myndi fella þau skilyrði.“ Aðspurður hvort hann telji að frumvarpið muni fara í gegnum Alþingi segir Willum: „Já ég hef trú á því. Allavega myndi þetta skapa þroskaða umræðu. Mér finnst við svolítið hafa verið með hausinn í sandinum með þetta og lokað augunum fyrir því að hér þrífist ólögleg spilastarfsemi.“ Frumvarpið tekur mið af dönskum lögum. „Þeirra reynsla af slíkri starfsemi hefur verið mjög góð og þetta hefur skapað tekjur og störf. Ég á von á því að þetta muni falla í góðan jarðveg,“ sagði Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Sjá meira
Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins, ætlar á morgun að leggja fram frumvarp sem miðar að því að lögleiða fjárhættuspil á Íslandi. Hann segir það geta styrkt réttarstöðu lögreglunnar í að takast á við ólöglega spilastarfsemi og að frumvarpið skapi grundvöll til að ræða málið á skynsamlegum og vitrænum nótum. „Megin markmiðið með þessu frumvarpi er að heimila starfsemi spilahalla á Íslandi á grundvelli leyfisveitingar ráðherra,“ segir Willum Þór í fréttum Bylgjunnar klukkan fimm. „Þannig er að hingað til þá hefur öll svona starfsemi verið háð sérleyfum. Happadrætti, Lottó, söfnunarkassar og svo framvegis. Staðreyndin er sú að hér þrífast spilaklúbbar sem að eru ólöglegir og tilgangurinn meðal annars er að uppræta slíka starfsemi.“ Annað markmið frumvarpsins er að bregðast við aukinn eftirspurn í ferðaþjónustu. „Við tölum oft um það að hér þurfi að skapa afþreyingu og þjónustu við ferðamenn og sækja ferðamenn sem skilja eftir meira af gjaldeyri í landinu. Þetta er starfsemi sem myndi fella þau skilyrði.“ Aðspurður hvort hann telji að frumvarpið muni fara í gegnum Alþingi segir Willum: „Já ég hef trú á því. Allavega myndi þetta skapa þroskaða umræðu. Mér finnst við svolítið hafa verið með hausinn í sandinum með þetta og lokað augunum fyrir því að hér þrífist ólögleg spilastarfsemi.“ Frumvarpið tekur mið af dönskum lögum. „Þeirra reynsla af slíkri starfsemi hefur verið mjög góð og þetta hefur skapað tekjur og störf. Ég á von á því að þetta muni falla í góðan jarðveg,“ sagði Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins.
Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Sjá meira