Sýnir töfrabrögð frekar en að gera ekkert Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 31. mars 2014 12:00 "Hann er mjög góður í töfrabrögðum, hann er sá besti,“ segir Karen um litla bróður sinn. „Ég er búinn að vera að sýna á fullu. Alltaf þegar ég hef tíma þá sýni ég töfrabrögð frekar en að gera ekkert,“ segir Hermann Helenuson, 13 ára töframaður úr Kópavogi. Hermann hefur vakið athygli fyrir þátttöku sína í hæfileikakeppninni Ísland Got Talent sem sýnd er á Stöð 2. Hermann er kominn í undanúrslit í keppninni. Hann skráði sig í keppnina í von um að vinna fyrsta sætið og hljóta 10 milljónir í verðlaun. Þann pening ætlar hann að nota til þess að styrkja systur sína, Karenu, til þess að komast í aðgerð til að laga hryggskekkju sem hún hefur verið með síðustu fjögur ár. Föstudaginn 16. maí næstkomandi ætlar Hermann að standa fyrir fjölskyldusýningu í Salnum i Kópavogi. Sýningin er liður í því að safna fé svo Karen systir hans komist í aðgerð.Liggur fyrir heilu dagana vegna verkja Karen er á átjánda ári og að sögn móður þeirra systkina, Helenu Levísdóttur, hefur hryggskekkjan mikil áhrif á líf og líðan Karenar. Hryggskekkjuna fékk hún þegar hún var 14 ára og með aðgerð er hægt að bæta líf hennar talsvert. Bakið yrði rétt og þannig hægt er að minnka skekkjuna verulega. Hryggskekkjan hefur þannig áhrif á Karenu að stundum verður hún að liggja fyrir heilu dagana vegna verkja. Verið er að funda um mál Karenar og í vikunni kemur í ljós hvort hún fái viðtal og skoðun hjá lækni í Svíþjóð sem framkvæmir aðgerð þá sem Karen þarf á að halda. Helena telur líklegt að hún komist í aðgerðina. „Ef þeir vilja ekki gera þetta hérna heima mun ég að berjast fyrir því að hún komist út í aðgerðina. Það er ekki hægt að horfa upp hana kveljast svona mikið,“ segir hún. Aðgerðin kostar um 8 milljónir króna. „Síðan í janúar hef ég safnað 200 þúsund krónum og það hefur allt farið inn á styrktarreikninginn,“ segir Hermann. Töframaðurinn Einar Mikael er lærifaðir Hermanns. „Hann hefur kennt allt sem ég kann og fyrir það er ég mjög þakklátur,“ segir Hermann. Hermann segist vilja gera allt til þess að systur sinni líði betur. Sýningin í maí er hluti af því. "Miðasala hefst á miðvikudaginn á vefsíðunni midi.is," segir Hermann sem vonast til að sem flestir sjái sér fært að mæta.Segir bróður sinn þann besta „Hann er mjög góður í töfrabrögðum, hann er sá besti,“ segir Karen um litla bróður sinn. „Mér finnst þetta bara æði. Hann fann þetta upp hjá sjálfum sér að byrja að safna. Hann kom bara einn daginn og sagðist ætla að safna fyrir mig og hann hefur svo heldur betur staðið við það,“ segir hún. Karen er nemandi í Menntaskólanum í Kópavogi og eins og aðrir framhaldsskólanemendur er hún í verkfalli um þessar mundir. Hún er dugleg að mæta í skólann, bæði til að læra og hitta félagana. „Vinahópurinn mætir upp í skóla til að hittast og hjálpast að. Það er betra en að hanga heima og gera ekki neitt,“ segir hún. Hér að neðan má sjá myndband af Hermanni sýna listir sínar í Ísland Got Talent fyrr í vetur: Ísland Got Talent Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
„Ég er búinn að vera að sýna á fullu. Alltaf þegar ég hef tíma þá sýni ég töfrabrögð frekar en að gera ekkert,“ segir Hermann Helenuson, 13 ára töframaður úr Kópavogi. Hermann hefur vakið athygli fyrir þátttöku sína í hæfileikakeppninni Ísland Got Talent sem sýnd er á Stöð 2. Hermann er kominn í undanúrslit í keppninni. Hann skráði sig í keppnina í von um að vinna fyrsta sætið og hljóta 10 milljónir í verðlaun. Þann pening ætlar hann að nota til þess að styrkja systur sína, Karenu, til þess að komast í aðgerð til að laga hryggskekkju sem hún hefur verið með síðustu fjögur ár. Föstudaginn 16. maí næstkomandi ætlar Hermann að standa fyrir fjölskyldusýningu í Salnum i Kópavogi. Sýningin er liður í því að safna fé svo Karen systir hans komist í aðgerð.Liggur fyrir heilu dagana vegna verkja Karen er á átjánda ári og að sögn móður þeirra systkina, Helenu Levísdóttur, hefur hryggskekkjan mikil áhrif á líf og líðan Karenar. Hryggskekkjuna fékk hún þegar hún var 14 ára og með aðgerð er hægt að bæta líf hennar talsvert. Bakið yrði rétt og þannig hægt er að minnka skekkjuna verulega. Hryggskekkjan hefur þannig áhrif á Karenu að stundum verður hún að liggja fyrir heilu dagana vegna verkja. Verið er að funda um mál Karenar og í vikunni kemur í ljós hvort hún fái viðtal og skoðun hjá lækni í Svíþjóð sem framkvæmir aðgerð þá sem Karen þarf á að halda. Helena telur líklegt að hún komist í aðgerðina. „Ef þeir vilja ekki gera þetta hérna heima mun ég að berjast fyrir því að hún komist út í aðgerðina. Það er ekki hægt að horfa upp hana kveljast svona mikið,“ segir hún. Aðgerðin kostar um 8 milljónir króna. „Síðan í janúar hef ég safnað 200 þúsund krónum og það hefur allt farið inn á styrktarreikninginn,“ segir Hermann. Töframaðurinn Einar Mikael er lærifaðir Hermanns. „Hann hefur kennt allt sem ég kann og fyrir það er ég mjög þakklátur,“ segir Hermann. Hermann segist vilja gera allt til þess að systur sinni líði betur. Sýningin í maí er hluti af því. "Miðasala hefst á miðvikudaginn á vefsíðunni midi.is," segir Hermann sem vonast til að sem flestir sjái sér fært að mæta.Segir bróður sinn þann besta „Hann er mjög góður í töfrabrögðum, hann er sá besti,“ segir Karen um litla bróður sinn. „Mér finnst þetta bara æði. Hann fann þetta upp hjá sjálfum sér að byrja að safna. Hann kom bara einn daginn og sagðist ætla að safna fyrir mig og hann hefur svo heldur betur staðið við það,“ segir hún. Karen er nemandi í Menntaskólanum í Kópavogi og eins og aðrir framhaldsskólanemendur er hún í verkfalli um þessar mundir. Hún er dugleg að mæta í skólann, bæði til að læra og hitta félagana. „Vinahópurinn mætir upp í skóla til að hittast og hjálpast að. Það er betra en að hanga heima og gera ekki neitt,“ segir hún. Hér að neðan má sjá myndband af Hermanni sýna listir sínar í Ísland Got Talent fyrr í vetur:
Ísland Got Talent Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira