Eygló Harðardóttir ráðherra jafnréttismála veitti í gær Samtökum kvenna af erlendum uppruna og Orkuveitu Reykjavíkur jafnréttisviðurkenningu Jafnréttisráðs.
Viðurkenningar voru veittar í tveimur flokkum. Annarsvegar til fyrirtækis, sveitarfélags eða stofnunnar og hinsvegar til einstaklings, hóps eða félagasamtaka.
Óvenju margar tilnefningar til jafnréttisviðurkenningarinnar bárust í ár og ljóst að víða í samfélaginu er unnið markvisst að auknu jafnrétti.
Samtök kvenna af erlendum uppruna fengu jafnréttisviðurkenningu
Stefán Árni Pálsson skrifar
