14 slökkvilið aldrei skilað inn brunavarnaáætlun Svavar Hávarðsson skrifar 12. mars 2014 08:48 Án brunavarnaáætlunar er hvergi kortlagt hvort slökkvilið geti uppfyllt lögbundnar skyldur sínar. Svo á við um 14 af 37. Fréttablaðið/Hari Af 37 slökkviliðum sem starfa hér á landi hafa sex gilda brunavarnaáætlun. Á annan tug slökkviliða hefur aldrei staðið skil á áætlun, eða frá því árið 2000 þegar lög um brunavarnir tóku gildi. „Mér finnst það grafalvarlegt að sveitarfélögin hundsi það að skrá niður hvernig björgunarmálum þeirra er háttað, og skila ekki inn brunavarnaáætlun. Þetta er þeirra eigið öryggi og íbúar eiga kröfu á að fá þessar upplýsingar. Sveitarstjórnarmenn eiga jafnframt að vera vel upplýstir,“ segir Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar. Samkvæmt lögum skal á hverju starfsvæði slökkviliðs liggja fyrir brunavarnaáætlun sem fengið hefur samþykki Mannvirkjastofnunar og sveitarfélagsins. Áætlunin á að tryggja að slökkvilið hvers svæðis sé þannig mannað, skipulagt, útbúið tækjum, menntað og þjálfað að það ráði við þau verkefni sem því eru falin. Björn segir það eitt að það dragist að skilað sé inn endurskoðaðri áætlun á fimm ára fresti. Hins vegar sé þetta annað mál, og virkilega ámælisvert, í tilfelli þeirra sveitarfélaga þar sem látið hefur verið undir höfuð leggjast að sinna þessu mikilvæga atriði, í vel á annan áratug. „Þetta lýtur að því hverjar eru helstu hætturnar og hver staða liðsins er; mönnun þess og þjálfun.“ Sveitarstjórn ber ábyrgð á starfsemi slökkviliðs og framkvæmd eldvarnaeftirlits. Mannvirkjastofnun fer aftur með yfirumsjón með slökkvistarfi sveitarfélaga og eftirlitshlutverk, þar á meðal því sem lýtur að nefndum áætlunum. „Aðalatriðið er að sveitarfélagið ber ábyrgð á eigin öryggi. Þeir geri sér grein fyrir hver staða málsins er, og geti þannig tekið ábyrgð. Og að þegnarnir geti aflað sér upplýsinga. Hvað varðar ábyrgð Mannvirkjastofnunar í þessu, og spurninguna hvað stofnunin er búin að gera og af hverju staðan er svona, þá höfum við margsinnis skrifað þessum sveitarfélögum og varað þau við. Við höfum nýverið tekið upp á því að hóta að málið verði tekið sérstaklega fyrir með umhverfisráðuneytinu, og þaðan fari málið til ráðuneytis sveitarstjórnarmála; innanríkisráðuneytisins. Þetta er í raun það eina sem við getum gert,“ segir Björn og bætir við að skýringar sveitarfélaganna séu oftar en ekki sameiningar sveitarfélaga. Mannvirkjastofnun hefur engin þvingunarúrræði í hendi til að þrýsta á sveitarfélögin. Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
Af 37 slökkviliðum sem starfa hér á landi hafa sex gilda brunavarnaáætlun. Á annan tug slökkviliða hefur aldrei staðið skil á áætlun, eða frá því árið 2000 þegar lög um brunavarnir tóku gildi. „Mér finnst það grafalvarlegt að sveitarfélögin hundsi það að skrá niður hvernig björgunarmálum þeirra er háttað, og skila ekki inn brunavarnaáætlun. Þetta er þeirra eigið öryggi og íbúar eiga kröfu á að fá þessar upplýsingar. Sveitarstjórnarmenn eiga jafnframt að vera vel upplýstir,“ segir Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar. Samkvæmt lögum skal á hverju starfsvæði slökkviliðs liggja fyrir brunavarnaáætlun sem fengið hefur samþykki Mannvirkjastofnunar og sveitarfélagsins. Áætlunin á að tryggja að slökkvilið hvers svæðis sé þannig mannað, skipulagt, útbúið tækjum, menntað og þjálfað að það ráði við þau verkefni sem því eru falin. Björn segir það eitt að það dragist að skilað sé inn endurskoðaðri áætlun á fimm ára fresti. Hins vegar sé þetta annað mál, og virkilega ámælisvert, í tilfelli þeirra sveitarfélaga þar sem látið hefur verið undir höfuð leggjast að sinna þessu mikilvæga atriði, í vel á annan áratug. „Þetta lýtur að því hverjar eru helstu hætturnar og hver staða liðsins er; mönnun þess og þjálfun.“ Sveitarstjórn ber ábyrgð á starfsemi slökkviliðs og framkvæmd eldvarnaeftirlits. Mannvirkjastofnun fer aftur með yfirumsjón með slökkvistarfi sveitarfélaga og eftirlitshlutverk, þar á meðal því sem lýtur að nefndum áætlunum. „Aðalatriðið er að sveitarfélagið ber ábyrgð á eigin öryggi. Þeir geri sér grein fyrir hver staða málsins er, og geti þannig tekið ábyrgð. Og að þegnarnir geti aflað sér upplýsinga. Hvað varðar ábyrgð Mannvirkjastofnunar í þessu, og spurninguna hvað stofnunin er búin að gera og af hverju staðan er svona, þá höfum við margsinnis skrifað þessum sveitarfélögum og varað þau við. Við höfum nýverið tekið upp á því að hóta að málið verði tekið sérstaklega fyrir með umhverfisráðuneytinu, og þaðan fari málið til ráðuneytis sveitarstjórnarmála; innanríkisráðuneytisins. Þetta er í raun það eina sem við getum gert,“ segir Björn og bætir við að skýringar sveitarfélaganna séu oftar en ekki sameiningar sveitarfélaga. Mannvirkjastofnun hefur engin þvingunarúrræði í hendi til að þrýsta á sveitarfélögin.
Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent