Ummæli norska ráðherrans ósvífin Jóhannes Stefánsson skrifar 13. mars 2014 07:00 Össur Skarphéðinsson segir fjölda spurninga vakna vegna þess hvernig makríldeilan hefur þróast á seinustu dögum. Vísir/Daníel/Svavar Össur Skarphéðinsson fyrrverandi utanríkisráðherra segir mörgu ósvarað vegna stöðunnar sem er komin upp vegna samkomulags strandríkjanna í makríldeilunni. Að hans mati eru ummæli norska sjávarútvegsráðherrans um að Ísland hafi komið í veg fyrir samkomulag í málinu ósvífin. „Þetta eru einkar ósvífin ummæli af hálfu norska sjávarútvegsráðherrans. Það liggur alveg ljóst fyrir samkvæmt yfirlýsingu Damanaki sjávarútvegsstjóra Evrópusambandsins frá því í síðustu viku að það voru Norðmenn sem voru fyrirstaðan að því að hægt væri að ná heildarsamkomulagi allra aðila deilunnar. Það voru þeir, segir Damanaki, sem að höfnuðu þeirri tillögu sem þá var uppi á borðinu,“ segir Össur. „Fyrir Norðmenn gengur ekki að reyna að skella skuldinni á Íslendinga. Svarti Péturinn var klárlega í þeirra höndum,“ bætir hann við.Íslendingar teknir illilega í bólinu „Það sem vekur undrun er hvernig í ósköpunum það gat gerst að vinaþjóð okkar Færeyingar sem virðast vera lykill að þessu samkomulagi gátu teflt þessa leiki án þess að Íslendingar vissu nokkuð af,“ segir Össur. „Það er margt sem kallar eftir ítarlegum skýringum ríkisstjórnarinnar. Íslendingar virðast hafa verið teknir illilega í bólinu,“ segir Össur. „Í þessari stöðu skiptir miklu máli að menn reyni að brjóta stöðuna til mergjar og nái að standa saman um ábyrga niðurstöðu af hálfu Íslands í málinu. Það skiptir máli jafnvel í þessari sérkennilegu stöðu að trúverðugleiki íslands sé óskertur og að áherslur Íslands og ekki síst sjávarútvegsráðherra um að ákvarðanir okkar byggist á sjálfbærni stofnsins,“ bætir Össur við. Össur segir að Gunnar Bragi Sveinsson muni þurfa að skýra stöðu málsins eins og það blasi fyrir honum á fundi í utanríkismálanefnd síðar í dag. „Utanríkisráðherra þarf að skýra betur ummæli sín um loforð af hálfu ESB og sömuleiðis þarf hann að upplýsa hvað hann á með því að Norðmenn hafi leitið ljóta leiki í málinu," segir Össur Skarphéðinsson að lokum. Tengdar fréttir Makrílveiðar langt umfram ráðgjöf vísindamanna Kolbeinn Árnason framkvæmdastjóri LÍÚ hefur áhyggjur af því að veiðar ríkjanna sem hafa náð samkomulagi muni verða langt umfram ráðgjöf vísindamanna. 12. mars 2014 22:30 Samkomulag við Ísland var fullreynt í makríldeilunni Elisabeth Aspaker, norski sjávarútvegsráðherrann, segist harma að Ísland hafi ekki verið aðili að samkomulagi sem hefur náðst í makríldeilunni. 12. mars 2014 21:05 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira
Össur Skarphéðinsson fyrrverandi utanríkisráðherra segir mörgu ósvarað vegna stöðunnar sem er komin upp vegna samkomulags strandríkjanna í makríldeilunni. Að hans mati eru ummæli norska sjávarútvegsráðherrans um að Ísland hafi komið í veg fyrir samkomulag í málinu ósvífin. „Þetta eru einkar ósvífin ummæli af hálfu norska sjávarútvegsráðherrans. Það liggur alveg ljóst fyrir samkvæmt yfirlýsingu Damanaki sjávarútvegsstjóra Evrópusambandsins frá því í síðustu viku að það voru Norðmenn sem voru fyrirstaðan að því að hægt væri að ná heildarsamkomulagi allra aðila deilunnar. Það voru þeir, segir Damanaki, sem að höfnuðu þeirri tillögu sem þá var uppi á borðinu,“ segir Össur. „Fyrir Norðmenn gengur ekki að reyna að skella skuldinni á Íslendinga. Svarti Péturinn var klárlega í þeirra höndum,“ bætir hann við.Íslendingar teknir illilega í bólinu „Það sem vekur undrun er hvernig í ósköpunum það gat gerst að vinaþjóð okkar Færeyingar sem virðast vera lykill að þessu samkomulagi gátu teflt þessa leiki án þess að Íslendingar vissu nokkuð af,“ segir Össur. „Það er margt sem kallar eftir ítarlegum skýringum ríkisstjórnarinnar. Íslendingar virðast hafa verið teknir illilega í bólinu,“ segir Össur. „Í þessari stöðu skiptir miklu máli að menn reyni að brjóta stöðuna til mergjar og nái að standa saman um ábyrga niðurstöðu af hálfu Íslands í málinu. Það skiptir máli jafnvel í þessari sérkennilegu stöðu að trúverðugleiki íslands sé óskertur og að áherslur Íslands og ekki síst sjávarútvegsráðherra um að ákvarðanir okkar byggist á sjálfbærni stofnsins,“ bætir Össur við. Össur segir að Gunnar Bragi Sveinsson muni þurfa að skýra stöðu málsins eins og það blasi fyrir honum á fundi í utanríkismálanefnd síðar í dag. „Utanríkisráðherra þarf að skýra betur ummæli sín um loforð af hálfu ESB og sömuleiðis þarf hann að upplýsa hvað hann á með því að Norðmenn hafi leitið ljóta leiki í málinu," segir Össur Skarphéðinsson að lokum.
Tengdar fréttir Makrílveiðar langt umfram ráðgjöf vísindamanna Kolbeinn Árnason framkvæmdastjóri LÍÚ hefur áhyggjur af því að veiðar ríkjanna sem hafa náð samkomulagi muni verða langt umfram ráðgjöf vísindamanna. 12. mars 2014 22:30 Samkomulag við Ísland var fullreynt í makríldeilunni Elisabeth Aspaker, norski sjávarútvegsráðherrann, segist harma að Ísland hafi ekki verið aðili að samkomulagi sem hefur náðst í makríldeilunni. 12. mars 2014 21:05 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira
Makrílveiðar langt umfram ráðgjöf vísindamanna Kolbeinn Árnason framkvæmdastjóri LÍÚ hefur áhyggjur af því að veiðar ríkjanna sem hafa náð samkomulagi muni verða langt umfram ráðgjöf vísindamanna. 12. mars 2014 22:30
Samkomulag við Ísland var fullreynt í makríldeilunni Elisabeth Aspaker, norski sjávarútvegsráðherrann, segist harma að Ísland hafi ekki verið aðili að samkomulagi sem hefur náðst í makríldeilunni. 12. mars 2014 21:05