Innlent

Illa farin hross í Borgarfirði

Karl Ólafur skrifar
Óklipptir hófar vekja athygli á Facebook
Óklipptir hófar vekja athygli á Facebook Mynd/Heimir Þór Ívarsson
Ljósmyndir á Facebook-síðu Heimis Þórs Ívarssonar af tveimur hrossum á Mýrum í Borgarfirði vöktu athygli fyrir það að hófar dýranna voru óklipptir. Dýraverndarinn greinir frá þessu.

Árni Stefán Árnason, ritstjóri Dýraverndarans og lögfræðingur sem sérhæfir sig í dýrarétti tilkynnti málið til matvælastofnunar. Eftirlitsmaður MAST tjáði honum þá að hrossin hefðu verið aflífuð. Aðspurður sagðist hann ekki vita hvort málið hefði verið kært til lögreglu.

Hrossin voru ekki nema 11 ára gömul og voru því tiltölulega ung, en meðallíftími hesta er 20-25 ár. „Ég tel þetta vera brot á dýravelferðarlögum. Hrossunum var ekki sinnt sem skyldi,“ sagði Árni Stefán í viðtali við fréttastofu Vísis.

Hófar hrossanna voru þá orðnir mjög langir, sem er þeim mjög sársaukafullt. Hófa ber að snyrta á 6-8 vikna fresti, en ósnyrtir hófar af þessu tagi eru merki um alvarlega vanrækslu.

Árni Stefán hyggst kæra málið til lögreglu þó matvælastofnun hafi ekki aðkomu að þeirri kæru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×