Innlent

Nýr vefmiðill um Evrópumál

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Vísir/Getty
„Evrópumálin hafa í langan tíma verið þrætumál í íslensku samfélagi, hvort sem um ræðir á meðal stjórnmálamanna eða almennings í landinum,“ segir Sema Erla Serdar í sínum fyrsta leiðara á nýjum vefmiðli um Evrópumál.

Evrópan er nýr vefmiðill sem ætlar að einblína á fréttaflutning frá Evrópu og Evrópusambandinu.

Í tilkynningu frá miðlinum segir að tilgangur hans sé að styðja við fréttaflutning frá Evrópu, að stuðla að vandaðri og nákvæmari fréttaflutningi frá Evrópu og Evrópusambandinu, og styrkja þar af leiðandi umræðuna um Evrópumál á Íslandi og þróun mála innan Evrópu og Evrópusambandsins.

Sema Erla Serdar, stjórnmála- og Evrópufræðingur, er eigandi og ritstjóri miðilsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×