Illa sviknar á svörtum leigumarkaði Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 18. mars 2014 20:00 Sífellt færist í aukana að óprúttnir aðilar notfæri sér örvætingu fólks á leigumarkaði. Dæmi eru um að aðilar leigi út húsnæði sem þeir eiga ekki og láti sig svo hverfa með trygginga- og leigufé. Leiguverð hefur hækkað mikið síðustu ár og er ekki á færi allra að leigja á hinum almenna markaði. Einhverjir grípa til þess örþrifaráðs að leigja svart í góðri von. Jóhann Már Sigurbjörnsson, formaður Samtaka leigjenda, segir svarta leigumarkaðinn fara sífellt stækkandi og gerir ráð fyrir að um 50% leigjenda borgi leiguna svart. Pálína Ósk Ómarsdóttir hefur slæma reynslu af svörtum leigumarkaði. Hún hafði lengi leitað að leiguhúsnæði þegar hún rakst á íbúð á sanngjörnu verði á Bland.is. Leigan var 120 þúsund en auk þess þurfti hún að reiða fram 380 þúsund krónur í tryggingu. Hún hafði því greitt manninum sem leigði henni um 780 þúsund krónur þegar upp komst um svikin. „Við vorum búnar að búa í íbúðinni í þrjá mánuði þegar rafmagnið fór af og við komumst að því að bankinn á íbúðina en ekki maðurinn sem var að leigja okkur hana. Hann var fyrrum leigjandi þarna sjálfur og þegar eigandinn missti íbúðina til bankans ákvað hann að leigja hana út sjálfur og hirða peningana. Við vorum þannig búnar að vera í húsnæði í leyfisleysi í marga mánuði,“ segir Pálína. Ólöf Ýr hefur svipaða sögu að segja, en hún fann ódýrt herbergi til leigu á vefsíðunni Leiga.is. Eftir að hafa greitt 130 þúsund krónur í leigu og búið í herberginu í fjóra daga kom í ljós að aðilinn sem leigði henni herbergið hafði enga heimild til þess. Ef ekki er gerður húsaleigusamningur eru leigjendur svo gott sem réttindalausir. Hvorki Ólöf né Pálína náðu sambandi við leigusalann eftir að svikin komust upp og því eru því litlar sem engar líkur á að þær fái leiguféð endurgreitt. Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Sjá meira
Sífellt færist í aukana að óprúttnir aðilar notfæri sér örvætingu fólks á leigumarkaði. Dæmi eru um að aðilar leigi út húsnæði sem þeir eiga ekki og láti sig svo hverfa með trygginga- og leigufé. Leiguverð hefur hækkað mikið síðustu ár og er ekki á færi allra að leigja á hinum almenna markaði. Einhverjir grípa til þess örþrifaráðs að leigja svart í góðri von. Jóhann Már Sigurbjörnsson, formaður Samtaka leigjenda, segir svarta leigumarkaðinn fara sífellt stækkandi og gerir ráð fyrir að um 50% leigjenda borgi leiguna svart. Pálína Ósk Ómarsdóttir hefur slæma reynslu af svörtum leigumarkaði. Hún hafði lengi leitað að leiguhúsnæði þegar hún rakst á íbúð á sanngjörnu verði á Bland.is. Leigan var 120 þúsund en auk þess þurfti hún að reiða fram 380 þúsund krónur í tryggingu. Hún hafði því greitt manninum sem leigði henni um 780 þúsund krónur þegar upp komst um svikin. „Við vorum búnar að búa í íbúðinni í þrjá mánuði þegar rafmagnið fór af og við komumst að því að bankinn á íbúðina en ekki maðurinn sem var að leigja okkur hana. Hann var fyrrum leigjandi þarna sjálfur og þegar eigandinn missti íbúðina til bankans ákvað hann að leigja hana út sjálfur og hirða peningana. Við vorum þannig búnar að vera í húsnæði í leyfisleysi í marga mánuði,“ segir Pálína. Ólöf Ýr hefur svipaða sögu að segja, en hún fann ódýrt herbergi til leigu á vefsíðunni Leiga.is. Eftir að hafa greitt 130 þúsund krónur í leigu og búið í herberginu í fjóra daga kom í ljós að aðilinn sem leigði henni herbergið hafði enga heimild til þess. Ef ekki er gerður húsaleigusamningur eru leigjendur svo gott sem réttindalausir. Hvorki Ólöf né Pálína náðu sambandi við leigusalann eftir að svikin komust upp og því eru því litlar sem engar líkur á að þær fái leiguféð endurgreitt.
Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Sjá meira