Innlent

Bera landsmenn traust til Bjarna Ben og Sigmundar Davíðs?

Margrét Kristmannsdóttir, Elín Hirst og Páll Viljálmsson
Margrét Kristmannsdóttir, Elín Hirst og Páll Viljálmsson
Mín skoðun með Mikael Torfasyni hefst kl. 13 og er í beinni á Vísir.is en einnig í opinni dagskrá á Stöð 2.

Gestir þáttarins að þessu sinni eru þau Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdarstjóri Pfaff, Elín Hirst þingkona og Páll Vilhjálmsson, stjórnarmaður í Heimssýn.

„Þetta verður spennandi þáttur og við gefum ykkur smá smakk af traustskönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem nánar verður fjallað um í fréttum okkar í kvöld. Við spurðum þjóðina hvort hún treysti Bjarna Benediktssyni og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni,“ segir Mikael Torfason.

Mikið hefur gengið á síðustu vikur og samkvæmt könnunum hefur myndast ákveðin gjá milli stjórnarherrana og þjóðarinnar.



Þá kemur Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður Efnahags- og viðskiptanefndar, í Hina hliðina.



Frosti kemur er frumkvöðull úr viðskiptalífinu og hluti af grasrótinni sem knúði fram þjóðaratkvæðagreiðslur þegar Icesave-málið svokallaða var til umfjöllunar.

Nú er Frosti kominn hinum megin við borðið og vill ekki þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort halda eigi aðildarviðræðum við Evrópusambandið áfram og er þar ósammála 82 prósent þjóðarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×