Gangan á dreglinum var þó ekki þrautalaus fyrir leikkonuna sem tilnefnd er fyrir frammistöðu sína í American Hustle. Hún hrasaði og þurfti að grípa í konu fyrir framan sig svo hún myndi ekki detta á andlitið á miðjum dreglinum eins og sést í meðfylgjandi myndskeiði.
Eins og margir muna hrasaði Jennifer í tröppunum á Óskarsverðlaunahátíðinni í fyrra þegar hún tók við verðlaunum fyrir hlutverk sitt í Silver Linings Playbook.