Hátt í fjögurra tíma hitafundi lokið Kjartan Atli Kjartansson skrifar 4. mars 2014 23:00 Frá fundinum langa. vísir/daníel Listi uppstillingarnefndar Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ var samþykktur á hitafundi sem fór fram í kvöld í safnaðarheimilinu við Vídalínskirkju. Fundurinn stóð í á fjórðu klukkustund og var mikið tekist á um uppröðun á lista flokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Heimildir Vísis herma að eingöngu einn núverandi bæjarfulltrúi verði á listanum, Áslaug Hulda Jónsdóttir, sé Erling Ásgeirsson undanskilinn, en hann er í heiðurssæti á listanum. Engir aðrir núverandi bæjarfulltrúar flokksins í bæjarstjórn Garðabæjar, né bæjarfulltrúar í síðustu bæjarstjórn Álftaness, verða á listanum. Þremenningarnir Páll Hilmarsson, Stefán Konráðsson og Sturla Þorsteinsson, sem sitja nú í bæjarstjórn fyrir flokkinn og sóttust allir eftir sæti ofarlega á lista, verða ekki í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri mun leiða listann eins og Vísir hefur áður greint frá. Annar fyrrum bæjarstjóri, Gunnar Valur Gíslason, er á listanum. Gunnar var sveitarstjóri Bessastaðahrepps og bæjarstjóri Álftaness, frá 1992 til 2005. Ýmsar breytingartillögur Samkvæmt heimildum Vísis voru ýmsar breytingartillögur á listanum lagðar fram en engin þeirra var samþykkt. Heimildir Vísis herma að ein breytingartillagan, sem Sigþrúður Ármann í 13. sæti listans lagði til, hafi falið í sér að hún viki af listanum og að Sturla Þorsteinsson myndi fá fjórða sætið á listanum. Það þýddi að allir frá fjórða sæti og niður í það tólfta myndu færast niður um eitt sæti á listanum. Sú tillaga var ekki samþykkt og kom aldrei til atkvæðagreiðslu þrátt fyrir miklar umræður. Ekki er vitað hvað var því til fyrirstöðu að tillagan yrði samþykkt, en allir sem færðust niður um eitt sæti á listanum þurftu að gefa sitt samþykki fyrir því. Sigþrúður dró tillöguna á endanum tilbaka. Önnur breytingartillagan, samkvæmt heimildum Vísis, var sú að uppstilingarnefndin fengi listann aftur til endurskoðunar til að taka tillit til athugasemda sem komu upp á fundinum. Nefndin átti að skoða sérstaklega hlut Álftnesinga og þeirra bæjarfulltrúa Garðabæjar sem ekki áttu sæti á listanum. Uppstillingarnefndin brást við þeirri tillögu með því að segja listann vera endanlegan og að þessi hann yrði ekki tekinn til endurskoðunar. Þeir sem skipa sjö efstu sætin eru:Gunnar EinarssonÁslaug Hulda JónsdóttirSigríður Hulda JónsdóttirSigurður GuðmundssonGunnar Valur GíslasonJóna SæmundsdóttirAlmar Guðmundsson Tengdar fréttir „Þessum kraftmiklu bæjarfulltrúum eru litlar þakkir sýndar“ Sjálfstæðismenn á Álftanesi eru gríðarlega ósáttir með hlut sinn á lista flokksins fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar í Garðabæ, að sögn Sveins Inga Lýðssonar sem situr í fulltrúaráði flokksins. 4. mars 2014 11:06 Bæjarfulltrúar hafna botnsætum á lista Mikil ólga er nú innan Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ, vegna framboðslista sem uppstillingarnefnd flokksins hefur kynnt fyrir frambjóðendum. Þrír bæjarfulltrúar hafa hafnað sæti á listanum. 3. mars 2014 16:21 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Sjá meira
Listi uppstillingarnefndar Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ var samþykktur á hitafundi sem fór fram í kvöld í safnaðarheimilinu við Vídalínskirkju. Fundurinn stóð í á fjórðu klukkustund og var mikið tekist á um uppröðun á lista flokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Heimildir Vísis herma að eingöngu einn núverandi bæjarfulltrúi verði á listanum, Áslaug Hulda Jónsdóttir, sé Erling Ásgeirsson undanskilinn, en hann er í heiðurssæti á listanum. Engir aðrir núverandi bæjarfulltrúar flokksins í bæjarstjórn Garðabæjar, né bæjarfulltrúar í síðustu bæjarstjórn Álftaness, verða á listanum. Þremenningarnir Páll Hilmarsson, Stefán Konráðsson og Sturla Þorsteinsson, sem sitja nú í bæjarstjórn fyrir flokkinn og sóttust allir eftir sæti ofarlega á lista, verða ekki í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri mun leiða listann eins og Vísir hefur áður greint frá. Annar fyrrum bæjarstjóri, Gunnar Valur Gíslason, er á listanum. Gunnar var sveitarstjóri Bessastaðahrepps og bæjarstjóri Álftaness, frá 1992 til 2005. Ýmsar breytingartillögur Samkvæmt heimildum Vísis voru ýmsar breytingartillögur á listanum lagðar fram en engin þeirra var samþykkt. Heimildir Vísis herma að ein breytingartillagan, sem Sigþrúður Ármann í 13. sæti listans lagði til, hafi falið í sér að hún viki af listanum og að Sturla Þorsteinsson myndi fá fjórða sætið á listanum. Það þýddi að allir frá fjórða sæti og niður í það tólfta myndu færast niður um eitt sæti á listanum. Sú tillaga var ekki samþykkt og kom aldrei til atkvæðagreiðslu þrátt fyrir miklar umræður. Ekki er vitað hvað var því til fyrirstöðu að tillagan yrði samþykkt, en allir sem færðust niður um eitt sæti á listanum þurftu að gefa sitt samþykki fyrir því. Sigþrúður dró tillöguna á endanum tilbaka. Önnur breytingartillagan, samkvæmt heimildum Vísis, var sú að uppstilingarnefndin fengi listann aftur til endurskoðunar til að taka tillit til athugasemda sem komu upp á fundinum. Nefndin átti að skoða sérstaklega hlut Álftnesinga og þeirra bæjarfulltrúa Garðabæjar sem ekki áttu sæti á listanum. Uppstillingarnefndin brást við þeirri tillögu með því að segja listann vera endanlegan og að þessi hann yrði ekki tekinn til endurskoðunar. Þeir sem skipa sjö efstu sætin eru:Gunnar EinarssonÁslaug Hulda JónsdóttirSigríður Hulda JónsdóttirSigurður GuðmundssonGunnar Valur GíslasonJóna SæmundsdóttirAlmar Guðmundsson
Tengdar fréttir „Þessum kraftmiklu bæjarfulltrúum eru litlar þakkir sýndar“ Sjálfstæðismenn á Álftanesi eru gríðarlega ósáttir með hlut sinn á lista flokksins fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar í Garðabæ, að sögn Sveins Inga Lýðssonar sem situr í fulltrúaráði flokksins. 4. mars 2014 11:06 Bæjarfulltrúar hafna botnsætum á lista Mikil ólga er nú innan Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ, vegna framboðslista sem uppstillingarnefnd flokksins hefur kynnt fyrir frambjóðendum. Þrír bæjarfulltrúar hafa hafnað sæti á listanum. 3. mars 2014 16:21 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Sjá meira
„Þessum kraftmiklu bæjarfulltrúum eru litlar þakkir sýndar“ Sjálfstæðismenn á Álftanesi eru gríðarlega ósáttir með hlut sinn á lista flokksins fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar í Garðabæ, að sögn Sveins Inga Lýðssonar sem situr í fulltrúaráði flokksins. 4. mars 2014 11:06
Bæjarfulltrúar hafna botnsætum á lista Mikil ólga er nú innan Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ, vegna framboðslista sem uppstillingarnefnd flokksins hefur kynnt fyrir frambjóðendum. Þrír bæjarfulltrúar hafa hafnað sæti á listanum. 3. mars 2014 16:21