Lífið

Nokkur hundruð miðar seldust á 10 sekúndum

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Miðarnir rjúka út á Justin Timberlake
Miðarnir rjúka út á Justin Timberlake vísir/getty
„Það varð allt gjörsamlega tryllt, það hefur aldrei verið svona mikið álag á serverum mida.is en þeir stóðust álagið. Á einni sekúndu voru 14.000 manns að reyna kaupa miða, sem er mesta álag sem sést hefur í miðasölu á Íslandi. Stúkumiðarnir sem voru nokkur hundruð fóru á um 10 sekúndum,“ segir Ísleifur B. Þórhallsson tónleikahaldari Senu.

Önnur forsala fór í gang í morgun klukkan 10.00 á tónleika Justins Timberlake. Um er að ræða forsölu Vodafone og Wow Air. Talið er að um fimm þúsund miðar hafi verið í boði í forsölunum en allir miðarnir seldust upp á um tuttugu mínútum, líkt og í gær.

Almenn miðasala hefst á morgun klukkan 10.00 á Midi.is. Talið er að um  8.000 miðar verði í boði þegar að almenna miðasalan fer í gang.

Um það bil 1.300 sæti eru samtals í stúkunni og þar af um 800 sæti í A svæði og um 500 sæti í B svæði. Um 14.700 stæðismiðar eru í boði.

Verðin eru eftirfarandi:

Stæði: 14.990 krónur

Stúka B: 19.990 krónur

Stúka A: 24.990 krónur






Fleiri fréttir

Sjá meira


×