"Er ríkisstjórnin á móti þjóð sinni?“ Bjarki Ármannsson skrifar 8. mars 2014 15:57 Jón Kalman efast um hvort hægt sé að treysta orðum forsætisráðherra. Vísir/Anton Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff, Ólafur Stefánsson, fyrrverandi fyrirliði landsliðs karla í handbolta og Jón Kalman Stefánsson rithöfundur tóku til máls á mótmælunum á Austurvelli fyrr í dag. Margrét og Jón Kalman voru ómyrk í máli en ásakaði Margrét meðal annars ríkisstjórnina um að hafa ekkert verksvit og að svíkja loforð til þjóðarinnar. „Þetta er ríkisstjórn sem hefur séð til þess að öll orka samfélagsins undanfarna daga hefur farið í mál sem við þurfum ekki að vera að eyða orku í í akkúrat núna,“ sagði Margrét í ræðu sinni. „Þetta heitir að hafa lítið verksvit.“ „Er aðild að ESB eini möguleiki okkar eða besti möguleiki okkar?“ spurði hún í framhaldi. „Ég veit það ekki en hann er sá eini sem enn er upp á borðinu. Og ef þú ert í vanda sem þú veist ekki hvernig þú ætlar að komast út úr ef þú ert sjálfur ekki með neitt plan, þá útilokar þú ekki eina möguleikann sem þó er í stöðunni.“ Margrét lauk máli sínu á orðunum: „Þessi ríkisstjórn var ekki kosin út af því að flokkarnir sem að henni standa voru á móti aðild að ESB. Þessi ríkisstjórn náði meirihluta ekki síst út á það að hún lofaði þjóðinni að hún fengi sjálf að ráða í því máli. Loforð er loforð. Loforð er ekki varnagli og loforð verður aldrei teygjanlegt hugtak. Ég spyr ríkisstjórn Íslands sem situr við völd og heldur vonandi sjálf um stýrið: Ætlar hún að stuðla að sátt og samstöðu - eða ætlar hún að svíkja sína þjóð? Já eða nei?“ Jón Kalman sagðist í sinni ræðu ekki vera viss hvort Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson, formenn stjórnarflokkanna, gerðu sér grein fyrir því að ríkisstjórnin ætti að starfa í þágu þjóðarinnar. „En þá vaknar spurningin: Ef ríkisstjórn er andsnúin vilja rúmlega 80 prósent þjóðarinnar, hundsar algjörlega 46 þúsund undirskriftir, og kokgleypir í viðbót margítrekuð loforð – fyrir hverja starfar hún þá?“ spurði Jón. Hann tók í sama streng og Margrét og sagði stjórnarflokkana hafa farið á bak orða sinna til almennings. „Undirskrift er það sama og loforð. Undirskrift er staðfesting á því, að það sem á undan fer, sé skoðun manns og sannfæring. Er hægt að treysta manni sem skrifar undir bréf sem ganga þvert á sannfæringu hans? Og þá væntanlega eingöngu til að veiða fleiri atkvæði. Maður hlýtur því að spyrja: ef Sigmundi Davíð finnst sjálfsagt að ljúga með undirskrift sinni, hvenær segir hann þá satt? Er yfirleitt hægt að trúa því sem forsætisráðherra Íslands segir?“ Jón lauk máli sínu á þessum orðum: „Er ég á móti ríkisstjórninni? Ágæta fólk, það er ekki rétta spurningin, heldur þessi hér: Er ríkisstjórn Íslands á móti þjóð sinni?“ Vísir getur ekki greint frá orðum Ólafs Stefánssonar að svo stöddu þar sem hann var ekki með skrifaða ræðu. ESB-málið Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Fleiri fréttir Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Sjá meira
Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff, Ólafur Stefánsson, fyrrverandi fyrirliði landsliðs karla í handbolta og Jón Kalman Stefánsson rithöfundur tóku til máls á mótmælunum á Austurvelli fyrr í dag. Margrét og Jón Kalman voru ómyrk í máli en ásakaði Margrét meðal annars ríkisstjórnina um að hafa ekkert verksvit og að svíkja loforð til þjóðarinnar. „Þetta er ríkisstjórn sem hefur séð til þess að öll orka samfélagsins undanfarna daga hefur farið í mál sem við þurfum ekki að vera að eyða orku í í akkúrat núna,“ sagði Margrét í ræðu sinni. „Þetta heitir að hafa lítið verksvit.“ „Er aðild að ESB eini möguleiki okkar eða besti möguleiki okkar?“ spurði hún í framhaldi. „Ég veit það ekki en hann er sá eini sem enn er upp á borðinu. Og ef þú ert í vanda sem þú veist ekki hvernig þú ætlar að komast út úr ef þú ert sjálfur ekki með neitt plan, þá útilokar þú ekki eina möguleikann sem þó er í stöðunni.“ Margrét lauk máli sínu á orðunum: „Þessi ríkisstjórn var ekki kosin út af því að flokkarnir sem að henni standa voru á móti aðild að ESB. Þessi ríkisstjórn náði meirihluta ekki síst út á það að hún lofaði þjóðinni að hún fengi sjálf að ráða í því máli. Loforð er loforð. Loforð er ekki varnagli og loforð verður aldrei teygjanlegt hugtak. Ég spyr ríkisstjórn Íslands sem situr við völd og heldur vonandi sjálf um stýrið: Ætlar hún að stuðla að sátt og samstöðu - eða ætlar hún að svíkja sína þjóð? Já eða nei?“ Jón Kalman sagðist í sinni ræðu ekki vera viss hvort Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson, formenn stjórnarflokkanna, gerðu sér grein fyrir því að ríkisstjórnin ætti að starfa í þágu þjóðarinnar. „En þá vaknar spurningin: Ef ríkisstjórn er andsnúin vilja rúmlega 80 prósent þjóðarinnar, hundsar algjörlega 46 þúsund undirskriftir, og kokgleypir í viðbót margítrekuð loforð – fyrir hverja starfar hún þá?“ spurði Jón. Hann tók í sama streng og Margrét og sagði stjórnarflokkana hafa farið á bak orða sinna til almennings. „Undirskrift er það sama og loforð. Undirskrift er staðfesting á því, að það sem á undan fer, sé skoðun manns og sannfæring. Er hægt að treysta manni sem skrifar undir bréf sem ganga þvert á sannfæringu hans? Og þá væntanlega eingöngu til að veiða fleiri atkvæði. Maður hlýtur því að spyrja: ef Sigmundi Davíð finnst sjálfsagt að ljúga með undirskrift sinni, hvenær segir hann þá satt? Er yfirleitt hægt að trúa því sem forsætisráðherra Íslands segir?“ Jón lauk máli sínu á þessum orðum: „Er ég á móti ríkisstjórninni? Ágæta fólk, það er ekki rétta spurningin, heldur þessi hér: Er ríkisstjórn Íslands á móti þjóð sinni?“ Vísir getur ekki greint frá orðum Ólafs Stefánssonar að svo stöddu þar sem hann var ekki með skrifaða ræðu.
ESB-málið Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Fleiri fréttir Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Sjá meira