Innlent

Helmingur Reykvíkinga vill að Dagur verði næsti borgarstjóri

Í Minni skoðun, þætti Mikaels Torfasonar, sem verður í opinni dagskrá á Stöð 2 klukkan eitt í dag auk þess sem þátturinn er sýndur beint hér á Vísir.is, mæta þau Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, og Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi í Reykjavík, og ræða fréttir vikunnar. 

Þá kemur í Hina hliðina borgarstjóraefni Samfylkingarinnar, Dagur B. Eggertsson, en samkvæmt könnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið fyrir skömmu vilja flestir Reykvíkingar að Dagur verði næsti borgarstjóri. 

„Samkvæmt þessari könnun vill helmingur borgarbúa að Dagur verði næsti borgarstjóri. Það eru helmingi fleiri en segjast ætla að kjósa Samfylkinguna og það eitt og sér er mjög forvitnilegt,” segir Mikael Torfason sem lofar líflegum þætti og bætir við að Virkur í athugasemdum sé á sínum stað og spyrji Dag krefjandi spurninga.

„Þetta hefur verið líflegt hjá okkur í Minni skoðun og þessi þáttur í dag verður engin undantekning. Ég ætla að reyna að hafa þetta málefnalegt í dag en það er af nógu að taka í pólitíkinni.”

Mín skoðun er sem fyrr segir í opinni dagskrá á Stöð 2 í dag kl. 13 og einnig í beinni hér á Vísir.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×