Segir aðildarviðræður ómögulegar þegar báðir flokkar eru andvígir Stefán Árni Pálsson skrifar 20. febrúar 2014 09:19 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB, á blaðamannafundi eftir sameiginlegan fund þeirra 16. júlí 2013. visir/epa Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, segir það skjóta skökku við að vera í viðræðum við Evrópusambandið þegar báðir ríkisstjórnarflokkarnir væru andvígir aðild. Þetta sagði hann í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun þegar Evrópuskýrslan var til umræðu. „Þetta er vel unnin skýrsla og sérstaklega af þeirri ástæðu að hún er fagleg en á saman tíma afdráttarlaus í sinni nálgun á því hvernig hlutirnir liggja." Sigmundur segir að skýrslan sé gagnleg en það hafi ekkert komið á óvart í henni. „Eins og ég útskýrði í ræðu minni á viðskiptaþinginu þá væri mjög undarlegt og raunar óeðlilegt að vera í viðræðum við sambandið og vinna að því að uppfylla allar kröfur, gefa sambandinu fyrirheit um hitt og þetta, undirrita síðan samning en ætla síðan strax að beita sér gegn honum,“ sagði Sigmundur í morgun. „Stækkunarstjóri Evrópusambandsins var hér á landi í lok ársins 2012 og sagði hann þá að eftir næstu kosningar þyrftu hlutirnir að breytast, það væri ekki hægt að halda svona áfram án þess að hafa stuðning ríkisstjórnarinnar. Hvernig ætli staðan sé núna þegar báðir stjórnarflokkarnir eru andvígir aðild.“ Sigumundur talaði um að það væri ákveðin ómöguleiki í þeirri stöðu að vera með ríkisstjórn sem er andvíg aðild í viðræðum til að reyna komast inn í Evrópusambandið.Umræðan um Evrópuskýrsluna hefjast eftir 8:30 mínútur í spilaranum hér að ofan. Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, segir það skjóta skökku við að vera í viðræðum við Evrópusambandið þegar báðir ríkisstjórnarflokkarnir væru andvígir aðild. Þetta sagði hann í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun þegar Evrópuskýrslan var til umræðu. „Þetta er vel unnin skýrsla og sérstaklega af þeirri ástæðu að hún er fagleg en á saman tíma afdráttarlaus í sinni nálgun á því hvernig hlutirnir liggja." Sigmundur segir að skýrslan sé gagnleg en það hafi ekkert komið á óvart í henni. „Eins og ég útskýrði í ræðu minni á viðskiptaþinginu þá væri mjög undarlegt og raunar óeðlilegt að vera í viðræðum við sambandið og vinna að því að uppfylla allar kröfur, gefa sambandinu fyrirheit um hitt og þetta, undirrita síðan samning en ætla síðan strax að beita sér gegn honum,“ sagði Sigmundur í morgun. „Stækkunarstjóri Evrópusambandsins var hér á landi í lok ársins 2012 og sagði hann þá að eftir næstu kosningar þyrftu hlutirnir að breytast, það væri ekki hægt að halda svona áfram án þess að hafa stuðning ríkisstjórnarinnar. Hvernig ætli staðan sé núna þegar báðir stjórnarflokkarnir eru andvígir aðild.“ Sigumundur talaði um að það væri ákveðin ómöguleiki í þeirri stöðu að vera með ríkisstjórn sem er andvíg aðild í viðræðum til að reyna komast inn í Evrópusambandið.Umræðan um Evrópuskýrsluna hefjast eftir 8:30 mínútur í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir