„Þetta krossfaratal hæstvirts forsætisráðherra er honum ekki sæmandi“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 20. febrúar 2014 11:35 Árni Páll, Sigmundur Davíð og Guðmundur tókust á í þinginu í morgun. „Ég verð að lýsa vonbrigðum með það að virðulegur forsætisráðherra noti tækifærið og haldi áfram að vega að háskólasamfélaginu,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, rétt í þessu á þingi. Í óundirbúnum fyrirspurnum beindi Árni spurningum til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Árni gagnrýndi orð Gunnars Braga Sveinssonar um skýrslu sem Samtök atvinnulífsins, Alþýðusamband Íslands og Viðskiptaráð hafa beðið Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands að vinna um hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu. Og lagði til að sú skýrsla yrði rædd eins og rætt hefur verið um skýrslu Hagfræðistofnunnar Háskóla Íslands, unnin að beiðni ríkisstjórnarinnar. Sigmundur Davíð svaraði Árna Páli: „Það kann að vera að niðurstaða skýrslunnar sem verið er að vinna fyrir fyrrgreind samtök feli eitthvað annað í sér,“ og ber þá skýrsluna sem Alþjóðamálastofnun vinnur nú við skýrslu hagfræðistofnunnar. Sigmundur sagðist ekki sjá neitt því til fyrirstöðu að skýrsla Alþjóðamálastofnunar yrði rædd á þingi. Sigmundur vék svo orðum sínum að skoðunum fræðimanna Alþjóðamálastofnunnar: „Við þekkjum í sjálfu sér skoðanir þeirra sem vinna að þeirri skýrslu.“ Þessi ummæli Sigmundar vöktu upp sterk viðbrögð. Árni Páll svaraði um hæl: „Þetta krossfaratal hæstvirts forsætisráðherra er honum ekki sæmandi.“ Guðmundur Steingrímsson blandaði sér í umræðuna og lagði til að umræðuhefðin yrði bætt: „Mér finnst ekki rétt að gera því í skóna að prófessorar sem hafa stundað rannsóknir á landbúnaðarmálum að undanförnu og birt þær rannsóknir í blöðum, séu í krossferð.“ Guðmundur hélt áfram: „Mér finnst ekki rétt að gefa í skyn að á Viðskiptaþingi sé fólk sem vilji selja landið. Mér finnst ekki rétt að segja við Samtök atvinnulífsins að þau eigi að stofna bloggsíðu. Mér finnst ekki rétt að skammast við greiningu og upplýsingu, til dæmis frá Seðlabankanum og gera lítið úr væntanlegri greiningu Alþjóðamálastofnunar Háskólans.“ Sigmundur sagði engar heilagar kýr mega vera í rökræðu. „Þeir hljóta að mega ræða um afstöðu manna, sama hvar þeir vinna. Ef menn ætla raunverulega að standa að rökræðu í samfélaginu, þá mega ekki vera neinar heilagar kýr.“ Ef að viðkomandi setur fram skoðanir sem eru jafnvel illa rökstuddar, jafnvel með rangfærslur, þá er eðlilegt að benda á það, sama þótt viðkomandi starfi í háskóla,“ sagði forsætisráðherra. Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Ofsótt af ellihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Sjá meira
„Ég verð að lýsa vonbrigðum með það að virðulegur forsætisráðherra noti tækifærið og haldi áfram að vega að háskólasamfélaginu,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, rétt í þessu á þingi. Í óundirbúnum fyrirspurnum beindi Árni spurningum til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Árni gagnrýndi orð Gunnars Braga Sveinssonar um skýrslu sem Samtök atvinnulífsins, Alþýðusamband Íslands og Viðskiptaráð hafa beðið Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands að vinna um hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu. Og lagði til að sú skýrsla yrði rædd eins og rætt hefur verið um skýrslu Hagfræðistofnunnar Háskóla Íslands, unnin að beiðni ríkisstjórnarinnar. Sigmundur Davíð svaraði Árna Páli: „Það kann að vera að niðurstaða skýrslunnar sem verið er að vinna fyrir fyrrgreind samtök feli eitthvað annað í sér,“ og ber þá skýrsluna sem Alþjóðamálastofnun vinnur nú við skýrslu hagfræðistofnunnar. Sigmundur sagðist ekki sjá neitt því til fyrirstöðu að skýrsla Alþjóðamálastofnunar yrði rædd á þingi. Sigmundur vék svo orðum sínum að skoðunum fræðimanna Alþjóðamálastofnunnar: „Við þekkjum í sjálfu sér skoðanir þeirra sem vinna að þeirri skýrslu.“ Þessi ummæli Sigmundar vöktu upp sterk viðbrögð. Árni Páll svaraði um hæl: „Þetta krossfaratal hæstvirts forsætisráðherra er honum ekki sæmandi.“ Guðmundur Steingrímsson blandaði sér í umræðuna og lagði til að umræðuhefðin yrði bætt: „Mér finnst ekki rétt að gera því í skóna að prófessorar sem hafa stundað rannsóknir á landbúnaðarmálum að undanförnu og birt þær rannsóknir í blöðum, séu í krossferð.“ Guðmundur hélt áfram: „Mér finnst ekki rétt að gefa í skyn að á Viðskiptaþingi sé fólk sem vilji selja landið. Mér finnst ekki rétt að segja við Samtök atvinnulífsins að þau eigi að stofna bloggsíðu. Mér finnst ekki rétt að skammast við greiningu og upplýsingu, til dæmis frá Seðlabankanum og gera lítið úr væntanlegri greiningu Alþjóðamálastofnunar Háskólans.“ Sigmundur sagði engar heilagar kýr mega vera í rökræðu. „Þeir hljóta að mega ræða um afstöðu manna, sama hvar þeir vinna. Ef menn ætla raunverulega að standa að rökræðu í samfélaginu, þá mega ekki vera neinar heilagar kýr.“ Ef að viðkomandi setur fram skoðanir sem eru jafnvel illa rökstuddar, jafnvel með rangfærslur, þá er eðlilegt að benda á það, sama þótt viðkomandi starfi í háskóla,“ sagði forsætisráðherra.
Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Ofsótt af ellihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Sjá meira