Krefjast þess að Gunnar Bragi biðjist afsökunar Stefán Árni Pálsson skrifar 20. febrúar 2014 13:53 Ítreka að nauðsynlegt sé að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla. visir/afp/gva Ungir Evrópusinnar hafa sent frá sér ályktun í tilefni af skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins. Fram kemur í ályktuninni að ungir Evrópusinnar krefjast þess að Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, biðjist afsökunar á ummælum sem hann lét falla á Alþingi í gær. Gunnar Bragi leiddi líkur að því á Alþingi í gær að ástandið í Úkraínu mætti rekja til aðgerða Evrópusambandsins. „Ummælin báru keim af gríðarlegri vanvirðingu sem og vanþekkingu á þessu samfélagi ríkja og minna Ungir Evrópusinnar á að orð hafi afleiðingar. Hætta er á að slík óbilgirni í garð nágranna okkar leiði til enn frekari einangrunar Íslands og tilheyrandi fólksflótta og spekileka.“ Ungir Evrópusinnar telja að skýrsla Hagfræðistofnunnar Háskóla Íslands ekki til þess fallna að skapa sátt um málið í samfélaginu. Fram kemur í ályktuninni að viðbrögð stjórnmálamanna, hagsmunaaðila og leiðarskrifara dagblaðanna sýna það svart á hvítu. „Skýrslan gefur fá fullnægjandi svör um niðurstöður í tveimur veigamestu köflum aðildarviðræðnanna, sjávarútvegi og landbúnaði. Því sé nauðsynlegra en ella að halda viðræðunum áfram, fá niðurstöður úr þeim köflum sem eftir standa og leggja svo samninginn í hendur þjóðarinnar.“ Einnig er ítrekað að nauðsynlegt sé að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhaldandi viðræður við Evrópusambandið. Það sé eina leiðin til að höggva á hnút samfélagsumræðunnar og ljúka málinu í sátt á milli stjórnmálamanna og almennings. „Evrópusambandsaðild er eitt stærsta hagsmunamál íslensku þjóðarinnar og því fyrir öllu að málið hljóti yfirvegaða og sanngjarna meðferð,“ segir í ályktuninni. Úkraína Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Fleiri fréttir Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Sjá meira
Ungir Evrópusinnar hafa sent frá sér ályktun í tilefni af skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins. Fram kemur í ályktuninni að ungir Evrópusinnar krefjast þess að Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, biðjist afsökunar á ummælum sem hann lét falla á Alþingi í gær. Gunnar Bragi leiddi líkur að því á Alþingi í gær að ástandið í Úkraínu mætti rekja til aðgerða Evrópusambandsins. „Ummælin báru keim af gríðarlegri vanvirðingu sem og vanþekkingu á þessu samfélagi ríkja og minna Ungir Evrópusinnar á að orð hafi afleiðingar. Hætta er á að slík óbilgirni í garð nágranna okkar leiði til enn frekari einangrunar Íslands og tilheyrandi fólksflótta og spekileka.“ Ungir Evrópusinnar telja að skýrsla Hagfræðistofnunnar Háskóla Íslands ekki til þess fallna að skapa sátt um málið í samfélaginu. Fram kemur í ályktuninni að viðbrögð stjórnmálamanna, hagsmunaaðila og leiðarskrifara dagblaðanna sýna það svart á hvítu. „Skýrslan gefur fá fullnægjandi svör um niðurstöður í tveimur veigamestu köflum aðildarviðræðnanna, sjávarútvegi og landbúnaði. Því sé nauðsynlegra en ella að halda viðræðunum áfram, fá niðurstöður úr þeim köflum sem eftir standa og leggja svo samninginn í hendur þjóðarinnar.“ Einnig er ítrekað að nauðsynlegt sé að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhaldandi viðræður við Evrópusambandið. Það sé eina leiðin til að höggva á hnút samfélagsumræðunnar og ljúka málinu í sátt á milli stjórnmálamanna og almennings. „Evrópusambandsaðild er eitt stærsta hagsmunamál íslensku þjóðarinnar og því fyrir öllu að málið hljóti yfirvegaða og sanngjarna meðferð,“ segir í ályktuninni.
Úkraína Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Fleiri fréttir Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent