Krefjast þess að Gunnar Bragi biðjist afsökunar Stefán Árni Pálsson skrifar 20. febrúar 2014 13:53 Ítreka að nauðsynlegt sé að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla. visir/afp/gva Ungir Evrópusinnar hafa sent frá sér ályktun í tilefni af skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins. Fram kemur í ályktuninni að ungir Evrópusinnar krefjast þess að Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, biðjist afsökunar á ummælum sem hann lét falla á Alþingi í gær. Gunnar Bragi leiddi líkur að því á Alþingi í gær að ástandið í Úkraínu mætti rekja til aðgerða Evrópusambandsins. „Ummælin báru keim af gríðarlegri vanvirðingu sem og vanþekkingu á þessu samfélagi ríkja og minna Ungir Evrópusinnar á að orð hafi afleiðingar. Hætta er á að slík óbilgirni í garð nágranna okkar leiði til enn frekari einangrunar Íslands og tilheyrandi fólksflótta og spekileka.“ Ungir Evrópusinnar telja að skýrsla Hagfræðistofnunnar Háskóla Íslands ekki til þess fallna að skapa sátt um málið í samfélaginu. Fram kemur í ályktuninni að viðbrögð stjórnmálamanna, hagsmunaaðila og leiðarskrifara dagblaðanna sýna það svart á hvítu. „Skýrslan gefur fá fullnægjandi svör um niðurstöður í tveimur veigamestu köflum aðildarviðræðnanna, sjávarútvegi og landbúnaði. Því sé nauðsynlegra en ella að halda viðræðunum áfram, fá niðurstöður úr þeim köflum sem eftir standa og leggja svo samninginn í hendur þjóðarinnar.“ Einnig er ítrekað að nauðsynlegt sé að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhaldandi viðræður við Evrópusambandið. Það sé eina leiðin til að höggva á hnút samfélagsumræðunnar og ljúka málinu í sátt á milli stjórnmálamanna og almennings. „Evrópusambandsaðild er eitt stærsta hagsmunamál íslensku þjóðarinnar og því fyrir öllu að málið hljóti yfirvegaða og sanngjarna meðferð,“ segir í ályktuninni. Úkraína Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira
Ungir Evrópusinnar hafa sent frá sér ályktun í tilefni af skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins. Fram kemur í ályktuninni að ungir Evrópusinnar krefjast þess að Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, biðjist afsökunar á ummælum sem hann lét falla á Alþingi í gær. Gunnar Bragi leiddi líkur að því á Alþingi í gær að ástandið í Úkraínu mætti rekja til aðgerða Evrópusambandsins. „Ummælin báru keim af gríðarlegri vanvirðingu sem og vanþekkingu á þessu samfélagi ríkja og minna Ungir Evrópusinnar á að orð hafi afleiðingar. Hætta er á að slík óbilgirni í garð nágranna okkar leiði til enn frekari einangrunar Íslands og tilheyrandi fólksflótta og spekileka.“ Ungir Evrópusinnar telja að skýrsla Hagfræðistofnunnar Háskóla Íslands ekki til þess fallna að skapa sátt um málið í samfélaginu. Fram kemur í ályktuninni að viðbrögð stjórnmálamanna, hagsmunaaðila og leiðarskrifara dagblaðanna sýna það svart á hvítu. „Skýrslan gefur fá fullnægjandi svör um niðurstöður í tveimur veigamestu köflum aðildarviðræðnanna, sjávarútvegi og landbúnaði. Því sé nauðsynlegra en ella að halda viðræðunum áfram, fá niðurstöður úr þeim köflum sem eftir standa og leggja svo samninginn í hendur þjóðarinnar.“ Einnig er ítrekað að nauðsynlegt sé að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhaldandi viðræður við Evrópusambandið. Það sé eina leiðin til að höggva á hnút samfélagsumræðunnar og ljúka málinu í sátt á milli stjórnmálamanna og almennings. „Evrópusambandsaðild er eitt stærsta hagsmunamál íslensku þjóðarinnar og því fyrir öllu að málið hljóti yfirvegaða og sanngjarna meðferð,“ segir í ályktuninni.
Úkraína Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira