Sport

Kanadakonur krulluðu til sigurs í Sotsjí

Kanadíska sigurliðið.
Kanadíska sigurliðið. Vísir/Getty
Kvennalið Kanada í krullu er Vetrarólympíumeistari eftir sigur á ríkjandi meisturum Svíþjóðar í spennandi úrslitaleik.

Kanada vann Svíþjóð, 6-3, í úrslitum en Svíþjóð, sem unnið hefur krullu kvenna síðustu tvenna Ólympíuleika, jafnaði metin í 3-3 fyrir síðustu lotuna.

Kanadíska liðið með þær Jennifer Jones, Kaitlyn Lawes, Jill Officer, Dawn McEwen og Kirsten Wall innanborðs náði þó að knýja fram sigur að lokum og fögnuðu þær vel.

Þetta eru önnur gullverðlaun kvennaliðs Kanada í krullu á Vetrarólympíuleikunum en Svíar hafa einnig unnið tvívegis. Kanadíska liðið hefur aftur á móti komist á pall á öllum leikum síðan fyrst var keppt í krullu í Naganó 1998.

Fyrr í dag vann Bretland sigur á Sviss, 6-5, í leiknum um bronsverðlaunin.

Þær kanadísku stilla upp steini í úrslitaleiknum í dag.Vísir/Getty
Sænska liðið missti gullið sitt til Kanada.Vísir/Getty

Tengdar fréttir

Bein útsending frá ÓL 2014 | Dagur 13

Vísir er með beina útsendingu frá keppni á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi en þrettándi keppnisdagur leikanna er í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×