Undirskriftasöfnun nálgast viðmiðunarmörk Jakob Bjarnar skrifar 25. febrúar 2014 11:40 Sigurður Líndal leiðir stjórnlaganefnd, sem Bjarni vísar til en þar telja menn rétt að krafan um þjóðaratkvæðagreiðslu liggi nálægt tíu prósentum. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, var í viðtali við Kastljósi í gærkvöldi þar sem hann lýsti sig almennt hlynntan þjóðaratkvæðagreiðslum. Þá er spurning, við hvað ber að miða, svo krafa um þjóðaratkvæðagreiðslu sé nokkuð sem ekki verður litið hjá? Bjarni sagði skynsamlegt setja ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslu í stjórnarskrá og ákveðið hlutfall kosningabærra manna gæti kallað milliliðalaust eftir þjóðaratkvæðagreiðslu án þess að treysta á forsetann. Bjarni vísaði í því sambandi til stjórnlaganefndar. En, hversu hátt hlutfall? Hversu margir? Formaður stjórnlaganefndar er Sigurður Líndal prófessor og þegar Vísir heyrði í honum var hann einmitt að vinna í álitsgerð nefndarinnar en sagðist eiga afskaplega erfitt með að ákveða sig; við hvaða prósentu skuli miða? En menn horfðu mjög til tölunnar tíu prósent kosningabærra manna. Á kjörskrá eru um 240 þúsund manns, sem þýðir einfaldlega það að 24 þúsund manns þarf þá að lágmarki til að krafa um þjóðaratkvæðagreiðslu sé marktæk. Á vefsvæðinu thjod.is er undirskriftasöfnun í gangi, þar sem farið er fram á að viðræðum við Evrópusambandið verði ekki slitið. Þegar þetta er ritað hafa 22.583 skrifað undir – og þeim fer fjölgandi. Sigurður segir þjóðaratkvæði hið besta mál en að ýmsu sé að hyggja í því sambandi. Og hann á ákaflega erfitt með að gera upp hug sinn, hvar rétta talan liggi. Og það liggur ekki fyrir. „Lengi var miðað við tíu prósent kosningabærra manna,“ segir Sigurður sem telur að þetta verði að liggja einhvers staðar á bilinu 10 til 20 prósent. „Þetta má ekki vera of hátt því þá er þetta farið að nálgast það að vera kosning. Þetta má ekki vera of lágt því þá hleypir maður allskonar vitleysu af stað. Það þarf að passa sig á því að fara ekki á þjóðaratkvæðafyllerí. Hætt við að menn fari út í rugl. Og, ekki öll mál sem henta í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það verða að vera skýrar spurningar og um eitthvað sem allir sæmilega upplýstir menn geta sett sig inn í. Svo er þetta spurning um áhuga þjóðarinnar?“ Sigurður segist eiga erfitt með að gera upp hug sinn og hallast að því að vera nær 10 prósentum en 20. Ákjósanlegast væri að þetta sé þannig að auðvelt sé að reikna þetta í huganum, og þá eru 10 prósentin ákjósanleg. Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, var í viðtali við Kastljósi í gærkvöldi þar sem hann lýsti sig almennt hlynntan þjóðaratkvæðagreiðslum. Þá er spurning, við hvað ber að miða, svo krafa um þjóðaratkvæðagreiðslu sé nokkuð sem ekki verður litið hjá? Bjarni sagði skynsamlegt setja ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslu í stjórnarskrá og ákveðið hlutfall kosningabærra manna gæti kallað milliliðalaust eftir þjóðaratkvæðagreiðslu án þess að treysta á forsetann. Bjarni vísaði í því sambandi til stjórnlaganefndar. En, hversu hátt hlutfall? Hversu margir? Formaður stjórnlaganefndar er Sigurður Líndal prófessor og þegar Vísir heyrði í honum var hann einmitt að vinna í álitsgerð nefndarinnar en sagðist eiga afskaplega erfitt með að ákveða sig; við hvaða prósentu skuli miða? En menn horfðu mjög til tölunnar tíu prósent kosningabærra manna. Á kjörskrá eru um 240 þúsund manns, sem þýðir einfaldlega það að 24 þúsund manns þarf þá að lágmarki til að krafa um þjóðaratkvæðagreiðslu sé marktæk. Á vefsvæðinu thjod.is er undirskriftasöfnun í gangi, þar sem farið er fram á að viðræðum við Evrópusambandið verði ekki slitið. Þegar þetta er ritað hafa 22.583 skrifað undir – og þeim fer fjölgandi. Sigurður segir þjóðaratkvæði hið besta mál en að ýmsu sé að hyggja í því sambandi. Og hann á ákaflega erfitt með að gera upp hug sinn, hvar rétta talan liggi. Og það liggur ekki fyrir. „Lengi var miðað við tíu prósent kosningabærra manna,“ segir Sigurður sem telur að þetta verði að liggja einhvers staðar á bilinu 10 til 20 prósent. „Þetta má ekki vera of hátt því þá er þetta farið að nálgast það að vera kosning. Þetta má ekki vera of lágt því þá hleypir maður allskonar vitleysu af stað. Það þarf að passa sig á því að fara ekki á þjóðaratkvæðafyllerí. Hætt við að menn fari út í rugl. Og, ekki öll mál sem henta í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það verða að vera skýrar spurningar og um eitthvað sem allir sæmilega upplýstir menn geta sett sig inn í. Svo er þetta spurning um áhuga þjóðarinnar?“ Sigurður segist eiga erfitt með að gera upp hug sinn og hallast að því að vera nær 10 prósentum en 20. Ákjósanlegast væri að þetta sé þannig að auðvelt sé að reikna þetta í huganum, og þá eru 10 prósentin ákjósanleg.
Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira