Innlent

Landsnet mun taka jarðir á Suðurnesjum eignarnámi

Jóhannes Stefánsson skrifar
Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur heimilað eignarnámið til að leggja nýjar raflínur á Suðurnesjum.
Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur heimilað eignarnámið til að leggja nýjar raflínur á Suðurnesjum.

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur heimilað Landsneti hf. að gera eignarnám í jörðum á Suðurnesjum til að hægt sé að leggja 220 kV háspennulínu á milli Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar.



Eignarnámið er liður í því að styrkja raforkuflutningskerfi á svæðinu, en nýja línan mun hljóta nafnið Suðurnesjalína 2.



Samningaviðræður ríkisins við jarðeigendur á svæðinu leiddu ekki til þess að eigendurnir vildu selja aðgang að jörðum sínum og eignarnámið mun veita Landsneti hf. afnotarétt af jörðunum til að leggja og viðhalda raflínunum.



Jarðeigendurnir munu hljóta eignarnámsbætur samkvæmt lögum um framkvæmd eignarnáms.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×