Innlent

Hanna Birna segir Samfylkingu háða ESB-umræðunni

Jakob Bjarnar skrifar
Ískalt er á milli Árna Páls og Hönnu Birnu á þinginu.
Ískalt er á milli Árna Páls og Hönnu Birnu á þinginu.
Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra tók til máls á Alþingi nú rétt í þessu, í óundirbúnum fyrirspurnartíma, og beindi máli sínu sérstaklega til Árna Páls Árnasonar formanns Samfylkingarinnar. Honum, sem og öðrum þingmönnum hefur orðið tíðrætt um svik ráðherra Sjálfstæðisflokksins með vísan til samantektar Ríkissjónvarpsins á ummælum þeirra í aðdraganda síðustu alþingiskosninga.Á þingi er mjög tekist á um stjórnartillögu um að slíta beri viðræðum við ESB, sem kunnugt er, og var málið rætt á Alþingi í nótt og lauk umræðum þegar klukkan var farin að ganga fjögur. Þingmenn gera alvarlegar athugasemdir við fundarstjórn forseta og telja fráleitt að ræða nýútkomna skýrslu um Evrópusambandið og aðildarviðræðurnar þegar fyrir liggur ályktun um að slíta beri viðræðunum.Hanna Birna var hvöss nú áðan, og sagði að það væri svo að fari þetta mál af dagskrá, aðildin að Evrópusambandinu, þá standi Samfylkingin einfaldlega í lausu lofti. Þá hafi Samfylkingin ekkert mál til að berjast fyrir lengur. Öll mál Samfylkingar væru farin af borðinu um leið og þetta mál væri ekki lengur til staðar. Hanna Birna sagði að fólk hafi ekki kosið flokka sem höfðu Evrópumálin á dagskrá og formaður Samfylkingarinnar ætti að bera meiri virðingu fyrir skynsemi þjóðarinnar en svo að segja að hún hafi kosið flokka á fölskum forsendum.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.