Áskilja sér rétt til að stöðva gjaldheimtu við Geysi Samúel Karl Ólason skrifar 13. febrúar 2014 18:28 Vísir/Stefán Lögmannsstofan Landslög hefur sent Landeigendafélags Geysis ehf. bréf þar sem fyrri mótmæli ríkisins og andstaða eru ítrekuð vegna ætlunar félagsins að innheimta gjald af ferðamönnum sem fara um svæðið. Landið innan girðingar er séreign ríkisins samkvæmt afsali frá 1935. Innan þess eru helstu hverir svæðisins, Geysir, Strokkur og Blesi. „Landið umhverfis þessa séreign ríkisins er hins vegar í sameign ríkis og landeigendafélagsins. Ríkið á fyrir utan séreignina u.þ.b 25% í sameignarlandinu með félaginu,“ segir á vef Stjórnarráðsins. Þá segir í bréfinu að landeigendafélagið geti ekki ráðist í framkvæmdir á séreignarlandi ríkissjóðs, né innheimt gjald vegna þess. „Félaginu sé jafnframt óheimilt, án samþykkis íslenska ríkisins, að takmarka umferð, innheimta gjald af ferðamönnum eða ráðast í framkvæmdir á því landi sem aðilar eiga í sameign.“ Þá segir að gjaldheimta myndi takmarka afnot af sameignarlandi og séreign íslenska ríkisins. „Einnig hefur slík gjaldtaka ekki tíðkast á Íslandi til þessa og með vísan til ólögfestra reglna um sérstaka sameign sé sameigendum ríkisins því óheimilt að ráðast í innheimtu gjalds af svæðinu án samþykkis ríkisins.“ „Geri landeigendur alvöru úr áformum sínum um gjaldtöku á svæðinu áskilji ríkissjóður sér allan rétt, sem sameigandi og einkaeigandi að spildu innan sameignarlandsins, til þess að stöðva slíka framkvæmd með aðstoð yfirvalda og dómstóla ef með þarf. Í bréfinu kemur fram að hugmyndasamkeppni um framtíðarskipulag þessa svæðis standi nú yfir. Þá standi jafnframt yfir vinna við gerð friðlýsingarskilmála fyrir svæðið í samræmi við náttúruverndaráætlun. Með hliðsjón af því að nokkur tími getur liðið þar til hægt verður að ráðast í framkvæmdir við uppbyggingu svæðisins af framangreindum ástæðum er því lýst yfir í bréfinu að ríkið sé tilbúið til að eiga viðræður við sameigendur sína um að ráðast í þær framkvæmdir á svæðinu sem nauðsynlegar eru til að tryggja frekari vernd þess með tilliti til þeirrar fjölgunar ferðamanna sem orðið hefur á síðust árum. Þá sé ríkið jafnframt tilbúið að eiga viðræður við sameigendur um að ríkið kosti rekstur svæðisins. Í ljósi þeirra yfirlýsinga sameigenda ríkisins að landeigendur hafi borið mikinn kostnað af svæðinu er jafnframt í bréfinu óskað eftir því að upplýst verði í hverju sá kostnaður sé fólginn og ástæðum þess að ríkinu hafi ekki verið gerð grein fyrir honum né farið fram á skiptingu þess kostnaðar. Ríkissjóður sé til viðræðu um þátttöku í greiðslu slíks kostnaðar.“ Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Fleiri fréttir Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Sjá meira
Lögmannsstofan Landslög hefur sent Landeigendafélags Geysis ehf. bréf þar sem fyrri mótmæli ríkisins og andstaða eru ítrekuð vegna ætlunar félagsins að innheimta gjald af ferðamönnum sem fara um svæðið. Landið innan girðingar er séreign ríkisins samkvæmt afsali frá 1935. Innan þess eru helstu hverir svæðisins, Geysir, Strokkur og Blesi. „Landið umhverfis þessa séreign ríkisins er hins vegar í sameign ríkis og landeigendafélagsins. Ríkið á fyrir utan séreignina u.þ.b 25% í sameignarlandinu með félaginu,“ segir á vef Stjórnarráðsins. Þá segir í bréfinu að landeigendafélagið geti ekki ráðist í framkvæmdir á séreignarlandi ríkissjóðs, né innheimt gjald vegna þess. „Félaginu sé jafnframt óheimilt, án samþykkis íslenska ríkisins, að takmarka umferð, innheimta gjald af ferðamönnum eða ráðast í framkvæmdir á því landi sem aðilar eiga í sameign.“ Þá segir að gjaldheimta myndi takmarka afnot af sameignarlandi og séreign íslenska ríkisins. „Einnig hefur slík gjaldtaka ekki tíðkast á Íslandi til þessa og með vísan til ólögfestra reglna um sérstaka sameign sé sameigendum ríkisins því óheimilt að ráðast í innheimtu gjalds af svæðinu án samþykkis ríkisins.“ „Geri landeigendur alvöru úr áformum sínum um gjaldtöku á svæðinu áskilji ríkissjóður sér allan rétt, sem sameigandi og einkaeigandi að spildu innan sameignarlandsins, til þess að stöðva slíka framkvæmd með aðstoð yfirvalda og dómstóla ef með þarf. Í bréfinu kemur fram að hugmyndasamkeppni um framtíðarskipulag þessa svæðis standi nú yfir. Þá standi jafnframt yfir vinna við gerð friðlýsingarskilmála fyrir svæðið í samræmi við náttúruverndaráætlun. Með hliðsjón af því að nokkur tími getur liðið þar til hægt verður að ráðast í framkvæmdir við uppbyggingu svæðisins af framangreindum ástæðum er því lýst yfir í bréfinu að ríkið sé tilbúið til að eiga viðræður við sameigendur sína um að ráðast í þær framkvæmdir á svæðinu sem nauðsynlegar eru til að tryggja frekari vernd þess með tilliti til þeirrar fjölgunar ferðamanna sem orðið hefur á síðust árum. Þá sé ríkið jafnframt tilbúið að eiga viðræður við sameigendur um að ríkið kosti rekstur svæðisins. Í ljósi þeirra yfirlýsinga sameigenda ríkisins að landeigendur hafi borið mikinn kostnað af svæðinu er jafnframt í bréfinu óskað eftir því að upplýst verði í hverju sá kostnaður sé fólginn og ástæðum þess að ríkinu hafi ekki verið gerð grein fyrir honum né farið fram á skiptingu þess kostnaðar. Ríkissjóður sé til viðræðu um þátttöku í greiðslu slíks kostnaðar.“
Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Fleiri fréttir Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Sjá meira