Innlent

Listalýðháskóli að taka til starfa á Seyðisfirði

Kristján Már Unnarsson skrifar
Alþjóðlegur listalýðháskóli tekur til starfa á Seyðisfirði í næsta mánuði og verður hann að miklu leyti rekinn á námsgjöldum nemenda. Uppbókað er á fyrsta námskeið en það sækja tuttugu nemendur frá tíu þjóðlöndum. Fjallað var um skólann og Seyðisfjörð í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld.

Listalýðháskólinn sprettur af hinni árlegu Lunga-hátíð, listahátíð ungs fólks á Austurlandi, sem Aðalheiður Borgþórsdóttir, ferða- og menningarmálafulltrúi Seyðisfjarðar, kom á fót fyrir fjórtán árum. Skólinn tekur til starfa þann 10. mars með einskonar prufunámskeiði sem tuttugu nemendur frá tíu þjóðlöndum eru skráðir á. Fyrsta heila námsönnin hefst svo í ágúst en þær standa í 16-18 vikur. Rými verður fyrir 35 nemendur og er búið að opna fyrir umsóknir.

Heimavist skólans verður í farfuglaheimilinu.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.
Félagsheimilið Herðubreið verður hjarta skólans og heimavistin í farfuglaheimilinu en námskeið verða haldin víða um bæinn. Skólinn verður að stórum hluta kostaður með námsgjöldum nemenda en þó segir Aðalheiður frekari stuðning nauðsynlegan og vonast til að Evrópusambandið og íslenska ríkið leggi verkefninu lið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×