ESB skýrsla herðir stjórnarflokkana í andstöðunni Heimir Már Pétursson skrifar 18. febrúar 2014 20:00 Utanríkisráðherra segir skýrslu Hagfræðistofnunar um Evrópusambandið í engu breyta stefnu ríkisstjórnarinnar varðandi þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna. Skýrsla aðila vinnumarkaðrins um evrópumálin muni engu breyta enda pöntuð af stuðningsmönnum aðildar. Ríkisstjórnin ræddi skýrslu Hagfræðistofnunar á fundi sínum í morgun. Í fljótu bragði er ekki margt nýtt að finna í skýrslunni en utanríkisráðherra segir hana renna stoðum undir skoðun hans á sambandinu. Skýrsla Hagfræðistofnunar og umræður um hana á Alþingi á morgun eru annað skrefið af þremur sem ríkisstjórnin tiltók í stjórnarsáttmála varðandi framhald aðildarviðræðna. Þriðja skrefið væri jþoðaratkvæðagreiðsla. Í skýrslunni kemur fram að erfitt sé að átta sig á hver framvindan hefði orðið í sjávarútvegsmálum í viðræðum við sambandið, þar sem viðræðum hafi verið hætt áður en samningsmarkmið íslands lágu fyrir. „Það er ekki beint við okkur að sakast í því. Evrópusambandið var náttúrlega ekki tilbúið til að opna þennan kafla. En það kemur líka fram í þessari skýrslu sem menn sjá þegar þeir kynna sér hana, að Hagfræðistofnun segir eða gerir ráð fyrir því að okkur hefði gengið illa, eða nánast verið ómögulegt að fá einhverjar undanþágur frá sjávarútvegsmálum. Þannig að við erum í raun á sama stað og við vorum með það,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra. Ráðherra vill ekki fullyrða hvort þessi skýrsla auðveldi stjórnvöldum að slíta viðræðunum.Munið þið einnig horfa til þeirrar skýrslu sem aðilar vinnumarkaðarins eru að láta gera áður en endanleg ákvörðun verður tekin? „Ég get ekki séð að sú skýrsla hafi nokkur áhrif á það sem við erum að gera. Enda er sú skýrsla pöntuð af fylgjendum Evrópusambandsins,“ segir utanríkisráðherra. Skýrslan styrkji hann í andstöðu hans við aðild. „Þetta undirstrikar þá stefnu mína að Ísland á ekkert erindi inn í Evrópusambandið. En við vitum líka og það kemur þarna fram að það er mjög erfitt að spá um framhald, um hvernig Evrópusambandið muni þróast og það er væntanlega líka einhver umræða sem við þurfum að taka. Ætlum við að fara inn í eitthvert samband sem við vitum ekkert hvert þróast og ekkert hvert fer,“ segir Gunnar Bragi.Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir skýrsluna gefa ágæta samantekt á stöðu mála, ekki hvað síst efnahagsmála innan sambandsins. Erfitt sé að sjá hvernig vinna ætti úr þjóðaratkvæðagreiðslu um framhaldið. „Það er mjög mikilvægt að sé hægt að vinna með þá niðurstöðu, sama hver hún verður. Og þegar í hlut eiga tveir flokkar sem báðir eru andvígir inngöngu í Evrópusambandið sé ég ekki fyrir mér að það sé hægt yfir höfuð að vinna með þá niðurstöðu að það eigi að halda viðræðunum áfram,“ segir fjármálaráðherra. Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Sjá meira
Utanríkisráðherra segir skýrslu Hagfræðistofnunar um Evrópusambandið í engu breyta stefnu ríkisstjórnarinnar varðandi þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna. Skýrsla aðila vinnumarkaðrins um evrópumálin muni engu breyta enda pöntuð af stuðningsmönnum aðildar. Ríkisstjórnin ræddi skýrslu Hagfræðistofnunar á fundi sínum í morgun. Í fljótu bragði er ekki margt nýtt að finna í skýrslunni en utanríkisráðherra segir hana renna stoðum undir skoðun hans á sambandinu. Skýrsla Hagfræðistofnunar og umræður um hana á Alþingi á morgun eru annað skrefið af þremur sem ríkisstjórnin tiltók í stjórnarsáttmála varðandi framhald aðildarviðræðna. Þriðja skrefið væri jþoðaratkvæðagreiðsla. Í skýrslunni kemur fram að erfitt sé að átta sig á hver framvindan hefði orðið í sjávarútvegsmálum í viðræðum við sambandið, þar sem viðræðum hafi verið hætt áður en samningsmarkmið íslands lágu fyrir. „Það er ekki beint við okkur að sakast í því. Evrópusambandið var náttúrlega ekki tilbúið til að opna þennan kafla. En það kemur líka fram í þessari skýrslu sem menn sjá þegar þeir kynna sér hana, að Hagfræðistofnun segir eða gerir ráð fyrir því að okkur hefði gengið illa, eða nánast verið ómögulegt að fá einhverjar undanþágur frá sjávarútvegsmálum. Þannig að við erum í raun á sama stað og við vorum með það,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra. Ráðherra vill ekki fullyrða hvort þessi skýrsla auðveldi stjórnvöldum að slíta viðræðunum.Munið þið einnig horfa til þeirrar skýrslu sem aðilar vinnumarkaðarins eru að láta gera áður en endanleg ákvörðun verður tekin? „Ég get ekki séð að sú skýrsla hafi nokkur áhrif á það sem við erum að gera. Enda er sú skýrsla pöntuð af fylgjendum Evrópusambandsins,“ segir utanríkisráðherra. Skýrslan styrkji hann í andstöðu hans við aðild. „Þetta undirstrikar þá stefnu mína að Ísland á ekkert erindi inn í Evrópusambandið. En við vitum líka og það kemur þarna fram að það er mjög erfitt að spá um framhald, um hvernig Evrópusambandið muni þróast og það er væntanlega líka einhver umræða sem við þurfum að taka. Ætlum við að fara inn í eitthvert samband sem við vitum ekkert hvert þróast og ekkert hvert fer,“ segir Gunnar Bragi.Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir skýrsluna gefa ágæta samantekt á stöðu mála, ekki hvað síst efnahagsmála innan sambandsins. Erfitt sé að sjá hvernig vinna ætti úr þjóðaratkvæðagreiðslu um framhaldið. „Það er mjög mikilvægt að sé hægt að vinna með þá niðurstöðu, sama hver hún verður. Og þegar í hlut eiga tveir flokkar sem báðir eru andvígir inngöngu í Evrópusambandið sé ég ekki fyrir mér að það sé hægt yfir höfuð að vinna með þá niðurstöðu að það eigi að halda viðræðunum áfram,“ segir fjármálaráðherra.
Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Sjá meira