ESB skýrsla herðir stjórnarflokkana í andstöðunni Heimir Már Pétursson skrifar 18. febrúar 2014 20:00 Utanríkisráðherra segir skýrslu Hagfræðistofnunar um Evrópusambandið í engu breyta stefnu ríkisstjórnarinnar varðandi þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna. Skýrsla aðila vinnumarkaðrins um evrópumálin muni engu breyta enda pöntuð af stuðningsmönnum aðildar. Ríkisstjórnin ræddi skýrslu Hagfræðistofnunar á fundi sínum í morgun. Í fljótu bragði er ekki margt nýtt að finna í skýrslunni en utanríkisráðherra segir hana renna stoðum undir skoðun hans á sambandinu. Skýrsla Hagfræðistofnunar og umræður um hana á Alþingi á morgun eru annað skrefið af þremur sem ríkisstjórnin tiltók í stjórnarsáttmála varðandi framhald aðildarviðræðna. Þriðja skrefið væri jþoðaratkvæðagreiðsla. Í skýrslunni kemur fram að erfitt sé að átta sig á hver framvindan hefði orðið í sjávarútvegsmálum í viðræðum við sambandið, þar sem viðræðum hafi verið hætt áður en samningsmarkmið íslands lágu fyrir. „Það er ekki beint við okkur að sakast í því. Evrópusambandið var náttúrlega ekki tilbúið til að opna þennan kafla. En það kemur líka fram í þessari skýrslu sem menn sjá þegar þeir kynna sér hana, að Hagfræðistofnun segir eða gerir ráð fyrir því að okkur hefði gengið illa, eða nánast verið ómögulegt að fá einhverjar undanþágur frá sjávarútvegsmálum. Þannig að við erum í raun á sama stað og við vorum með það,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra. Ráðherra vill ekki fullyrða hvort þessi skýrsla auðveldi stjórnvöldum að slíta viðræðunum.Munið þið einnig horfa til þeirrar skýrslu sem aðilar vinnumarkaðarins eru að láta gera áður en endanleg ákvörðun verður tekin? „Ég get ekki séð að sú skýrsla hafi nokkur áhrif á það sem við erum að gera. Enda er sú skýrsla pöntuð af fylgjendum Evrópusambandsins,“ segir utanríkisráðherra. Skýrslan styrkji hann í andstöðu hans við aðild. „Þetta undirstrikar þá stefnu mína að Ísland á ekkert erindi inn í Evrópusambandið. En við vitum líka og það kemur þarna fram að það er mjög erfitt að spá um framhald, um hvernig Evrópusambandið muni þróast og það er væntanlega líka einhver umræða sem við þurfum að taka. Ætlum við að fara inn í eitthvert samband sem við vitum ekkert hvert þróast og ekkert hvert fer,“ segir Gunnar Bragi.Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir skýrsluna gefa ágæta samantekt á stöðu mála, ekki hvað síst efnahagsmála innan sambandsins. Erfitt sé að sjá hvernig vinna ætti úr þjóðaratkvæðagreiðslu um framhaldið. „Það er mjög mikilvægt að sé hægt að vinna með þá niðurstöðu, sama hver hún verður. Og þegar í hlut eiga tveir flokkar sem báðir eru andvígir inngöngu í Evrópusambandið sé ég ekki fyrir mér að það sé hægt yfir höfuð að vinna með þá niðurstöðu að það eigi að halda viðræðunum áfram,“ segir fjármálaráðherra. Mest lesið Fundu Guð í App store Erlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Utanríkisráðherra segir skýrslu Hagfræðistofnunar um Evrópusambandið í engu breyta stefnu ríkisstjórnarinnar varðandi þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna. Skýrsla aðila vinnumarkaðrins um evrópumálin muni engu breyta enda pöntuð af stuðningsmönnum aðildar. Ríkisstjórnin ræddi skýrslu Hagfræðistofnunar á fundi sínum í morgun. Í fljótu bragði er ekki margt nýtt að finna í skýrslunni en utanríkisráðherra segir hana renna stoðum undir skoðun hans á sambandinu. Skýrsla Hagfræðistofnunar og umræður um hana á Alþingi á morgun eru annað skrefið af þremur sem ríkisstjórnin tiltók í stjórnarsáttmála varðandi framhald aðildarviðræðna. Þriðja skrefið væri jþoðaratkvæðagreiðsla. Í skýrslunni kemur fram að erfitt sé að átta sig á hver framvindan hefði orðið í sjávarútvegsmálum í viðræðum við sambandið, þar sem viðræðum hafi verið hætt áður en samningsmarkmið íslands lágu fyrir. „Það er ekki beint við okkur að sakast í því. Evrópusambandið var náttúrlega ekki tilbúið til að opna þennan kafla. En það kemur líka fram í þessari skýrslu sem menn sjá þegar þeir kynna sér hana, að Hagfræðistofnun segir eða gerir ráð fyrir því að okkur hefði gengið illa, eða nánast verið ómögulegt að fá einhverjar undanþágur frá sjávarútvegsmálum. Þannig að við erum í raun á sama stað og við vorum með það,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra. Ráðherra vill ekki fullyrða hvort þessi skýrsla auðveldi stjórnvöldum að slíta viðræðunum.Munið þið einnig horfa til þeirrar skýrslu sem aðilar vinnumarkaðarins eru að láta gera áður en endanleg ákvörðun verður tekin? „Ég get ekki séð að sú skýrsla hafi nokkur áhrif á það sem við erum að gera. Enda er sú skýrsla pöntuð af fylgjendum Evrópusambandsins,“ segir utanríkisráðherra. Skýrslan styrkji hann í andstöðu hans við aðild. „Þetta undirstrikar þá stefnu mína að Ísland á ekkert erindi inn í Evrópusambandið. En við vitum líka og það kemur þarna fram að það er mjög erfitt að spá um framhald, um hvernig Evrópusambandið muni þróast og það er væntanlega líka einhver umræða sem við þurfum að taka. Ætlum við að fara inn í eitthvert samband sem við vitum ekkert hvert þróast og ekkert hvert fer,“ segir Gunnar Bragi.Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir skýrsluna gefa ágæta samantekt á stöðu mála, ekki hvað síst efnahagsmála innan sambandsins. Erfitt sé að sjá hvernig vinna ætti úr þjóðaratkvæðagreiðslu um framhaldið. „Það er mjög mikilvægt að sé hægt að vinna með þá niðurstöðu, sama hver hún verður. Og þegar í hlut eiga tveir flokkar sem báðir eru andvígir inngöngu í Evrópusambandið sé ég ekki fyrir mér að það sé hægt yfir höfuð að vinna með þá niðurstöðu að það eigi að halda viðræðunum áfram,“ segir fjármálaráðherra.
Mest lesið Fundu Guð í App store Erlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira