„Refsistefnan býr til fleiri vandamál en hún leysir“ Stefán Árni Pálsson skrifar 19. febrúar 2014 16:54 Sérstök umræða var á Alþingi í dag um stefnumótun ríkisins í vímuefnamálum en þá tók Helgi Hrafn Gunnarsson, varaformaður Pírata, til máls. Umræðan um afglæpavæðingu vímuefna hefur verið hávær að undanförnu hér á landi en Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, sagði til að mynda í viðtali við fréttastofu að gildandi stefna í fíkniefnamálum gangi ekki upp. Það verði að horfa til fleiri leiða en refsinga til að ná árangri. Skoða eigi að afglæpa neyslu fíkniefna. Helgi gagnrýndi þá stefnu stjórnvalda sem hefur verið varðandi vímuefnamal á Íslandi í ræðu sinni. „Það ríkir almennt lítill skilningur í samfélaginu á andlega kvillum. Það eru ekki bara fordómar, heldur afleiðing þess að við teljum okkur hafa stjórn á eigin hugsunum, eigin lögnunum og eigin gjörðum. Heilinn er aftur á móti líffæri sem getur bilað eins og önnur líffæri,“ sagði Helgi Hrafn í ræðu sinni á Alþingi í dag.Helgi talaði um að stundum missum við stjórnina til að taka eigin ákvarðanir. Fíkn væri hvorki spurning um viðhorf né hlýðni heldur spurning um heilbrigði. „Þótt það liggi vel við að einfaldlega banna neyslu fíkniefna þá verður að benda á tvennt. Í fyrsta lagi gefur það vísbendingu um að samfélagið sé haldið sömu ranghugmynd og fíkillinn sjálfur, að hann geti hætt hvenær sem hann vill. Það þarf meira en bara viljastyrk, það þarf hjálp. Ekki refsingu, heldur hjálp.“ Helgi sagði að dópstríðið væri nú orðið um fertugt og hafi kostað gríðarlega fjármuni og samfélagslegar fórnir sem litlu hafa skilað til að ná upprunalega markmiðinu. „Við hljótum að þurfa endurskoða stefnuna. Það eru til leiðir sem virka eins og öflugt forvarnarstarf en það er ekki síður mikilvægt að hjálpa þeim á fætur sem fara sér að voða. Refsingar þvælast bara fyrir. Við þurfum að hætta að refsa fólki fyrir fíkniefnaneyslu. Refsistefnan hefur skapað trúnaðarbrest milli fíkla og samfélagsins. Refsistefnan býr til fleiri vandamál heldur en hún leysir.“ Því næst tók til máls Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra. „Spurt er um hvort refsistefnan sé að virka og eina raunhæfa svarið sem ég hef er að árið 1997 samþykkti ríkisstjórn Íslands og Reykjavíkurborg stefnumörkun sem bar yfirskriftina Vímuefnalaust Ísland árið 2002. Í ljósi slíkrar stefnumörkunnar og þeirra tækja sem nýtt hafa verið til að ná henni fram er í mínum huga algjörlega augljóst að við verðum að ræða allar mögulegar nálganir að því að vinna betur bug að þeirri ógn sem steðjar að íslensku samfélagi vegna vímuefnanotkunar og það þarf að taka þá umræðu opinskátt, heiðarlega og fordæmalaust." Kristján sagði að okkur bæri einfaldlega að ræða allar mögulegar leiðir hvort sem það væri lögleiðing fíkniefna, afglæpavæðing fíkniefna eða herta löggjöf.Birgitta Jónsdóttir, formaður Pírata, talaði um á Alþingi í dag að það væri sannarlega kominn tími til að Íslendingar myndi hverfa frá refsistefnunni. „Við Píratar ætlum að leggja fram stefnu í fyrramálið um þessi málefni þar sem þau eru skoðuð á heildrænan hátt. Við verðum að finna heildrænda stefnu varðandi málefni þeirra sem eiga við vandamál að stríða sem fellur undir fíkn.“ Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Sjá meira
Sérstök umræða var á Alþingi í dag um stefnumótun ríkisins í vímuefnamálum en þá tók Helgi Hrafn Gunnarsson, varaformaður Pírata, til máls. Umræðan um afglæpavæðingu vímuefna hefur verið hávær að undanförnu hér á landi en Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, sagði til að mynda í viðtali við fréttastofu að gildandi stefna í fíkniefnamálum gangi ekki upp. Það verði að horfa til fleiri leiða en refsinga til að ná árangri. Skoða eigi að afglæpa neyslu fíkniefna. Helgi gagnrýndi þá stefnu stjórnvalda sem hefur verið varðandi vímuefnamal á Íslandi í ræðu sinni. „Það ríkir almennt lítill skilningur í samfélaginu á andlega kvillum. Það eru ekki bara fordómar, heldur afleiðing þess að við teljum okkur hafa stjórn á eigin hugsunum, eigin lögnunum og eigin gjörðum. Heilinn er aftur á móti líffæri sem getur bilað eins og önnur líffæri,“ sagði Helgi Hrafn í ræðu sinni á Alþingi í dag.Helgi talaði um að stundum missum við stjórnina til að taka eigin ákvarðanir. Fíkn væri hvorki spurning um viðhorf né hlýðni heldur spurning um heilbrigði. „Þótt það liggi vel við að einfaldlega banna neyslu fíkniefna þá verður að benda á tvennt. Í fyrsta lagi gefur það vísbendingu um að samfélagið sé haldið sömu ranghugmynd og fíkillinn sjálfur, að hann geti hætt hvenær sem hann vill. Það þarf meira en bara viljastyrk, það þarf hjálp. Ekki refsingu, heldur hjálp.“ Helgi sagði að dópstríðið væri nú orðið um fertugt og hafi kostað gríðarlega fjármuni og samfélagslegar fórnir sem litlu hafa skilað til að ná upprunalega markmiðinu. „Við hljótum að þurfa endurskoða stefnuna. Það eru til leiðir sem virka eins og öflugt forvarnarstarf en það er ekki síður mikilvægt að hjálpa þeim á fætur sem fara sér að voða. Refsingar þvælast bara fyrir. Við þurfum að hætta að refsa fólki fyrir fíkniefnaneyslu. Refsistefnan hefur skapað trúnaðarbrest milli fíkla og samfélagsins. Refsistefnan býr til fleiri vandamál heldur en hún leysir.“ Því næst tók til máls Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra. „Spurt er um hvort refsistefnan sé að virka og eina raunhæfa svarið sem ég hef er að árið 1997 samþykkti ríkisstjórn Íslands og Reykjavíkurborg stefnumörkun sem bar yfirskriftina Vímuefnalaust Ísland árið 2002. Í ljósi slíkrar stefnumörkunnar og þeirra tækja sem nýtt hafa verið til að ná henni fram er í mínum huga algjörlega augljóst að við verðum að ræða allar mögulegar nálganir að því að vinna betur bug að þeirri ógn sem steðjar að íslensku samfélagi vegna vímuefnanotkunar og það þarf að taka þá umræðu opinskátt, heiðarlega og fordæmalaust." Kristján sagði að okkur bæri einfaldlega að ræða allar mögulegar leiðir hvort sem það væri lögleiðing fíkniefna, afglæpavæðing fíkniefna eða herta löggjöf.Birgitta Jónsdóttir, formaður Pírata, talaði um á Alþingi í dag að það væri sannarlega kominn tími til að Íslendingar myndi hverfa frá refsistefnunni. „Við Píratar ætlum að leggja fram stefnu í fyrramálið um þessi málefni þar sem þau eru skoðuð á heildrænan hátt. Við verðum að finna heildrænda stefnu varðandi málefni þeirra sem eiga við vandamál að stríða sem fellur undir fíkn.“
Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Sjá meira