Gengur þvert á framfarir síðustu missera Stefán Árni Pálsson skrifar 3. febrúar 2014 15:45 Samtökin '78 senda hinsegin fólki á Indlandi baráttukveðjur. visir/stefán Samtökin '78 senda hinsegin fólki á Indlandi baráttukveðjur og hvetja þarlend stjórnvöld til að tryggja sjálfsögð réttindi þess en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá samtökunum. Fram kemur í tilkynningunni að nauðsynlegt sé að tryggja stjórnarskrárvarin mannréttindi í þessu fjölmennasta lýðveldi veraldar, en í landinu býr sjötti hluti mannkyns.Hér að neðan má lesa yfirlýsinguna í heild sinni:Þær sorglegu fréttir bárust frá Nýju Delhí í desember síðastliðnum að hæstiréttur Indlands hefði neitað að staðfesta að 377. grein indverskra hegningarlaga, sem bannar „ónáttúrulegar“ kynferðislegar athafnir, stríði gegn stjórnarskrá landsins. Hæstiréttur Indlands virðist staðfastur í ákvörðun sinni og rak hinsegin Indverjum annan löðrung þann 27. janúar með því að vísa beiðni um endurskoðun á dómnum frá, daginn eftir að Indverjar fögnuðu stjórnarskrárafmæli sínu.Eiga á hættu lögsóknir, kúgun og áreitiÍ gervi löggjafar um „ónáttúruleg“ mök heimilar 377. gr. yfirvöldum að skipta sér af kynhegðun fullorðinna einstaklinga. Þótt lögin nefni samkynhneigð ekki sérstaklega hefur endurvakning þeirra sérlega alvarlegar afleiðingar fyrir hinsegin fólk á Indlandi, enda varð dómurum og málflutningsmönnum tíðrætt um samkynhneigð á meðan á réttarhöldunum stóð.Þessi þjóðfélagshópur á nú á hættu lögsóknir, kúgun og áreiti af hálfu yfirvalda auk útbreiddari fordóma og illrar meðferðar. Mótbárur hæstaréttar um að lögin „banni ekki ákveðinn samfélagshóp, sjálfsvitund, eða hneigð“ heldur aðeins „tilteknar athafnir“ eru veikburða og ganga þvert á sögu og fordæmi.Gengur þvert á framfarir síðustu misseraDómurinn fjallar á niðrandi hátt um „svokölluð réttindi … örsmás hluta af íbúafjölda landsins“.Orðalag sem þetta er fyrir neðan virðingu verndara stjórnarskrár stærsta lýðveldis í heimi. Í stjórnarskrá Indlands stendur skýrum stöfum að hver og einn indverskur ríksborgari eigi sér réttindi. Réttindi þessi eru ekki „svokölluð“, heldur eru þau stjórnarskrárbundin réttindi og umfram allt mannréttindi. Fjöldi eða fæð þeirra sem nýtir sér þau gildir þar einuFramsækinn dómur yfirréttarins í Delhí frá árinu 2009, sem komst að þeirri niðurstöðu að 377. gr. bryti í bága við stjórnarskrá, hafði í heiðri hugsjónir stjórnarskrár Indlands og gildi fjölbreytts samfélags sem virðir frelsi einstaklinga, reisn þeirra og friðhelgi einkalífs. Gjörólíkt þessu virðir dómur hæstaréttar nú í desember réttlæti að vettugi og gengur þvert á framfarir í réttindum hinsegin fólks á Indlandi á síðustu misserum.Innleiðing á ríkisheimild til fordóma, misþyrminga og mismununarÁ Indlandi býr sjötti hluti mannkyns. Jafnvel samkvæmt íhaldssömum áætlunum búa þar tugir milljóna samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og trans einstaklinga. Sú vanvirðing að kalla þau „örsmáan hluta“ á sér ekki stoðir í raunveruleikanum. Með því að skilgreina gagnkvæmt samþykkta kynhegðun þeirra sem glæpsamlegt athæfi er innleidd ríkisheimild til fordóma, misþyrminga og mismununar.Samtökin ’78 fordæma þennan afturhaldssama dóm og lýsa yfir stuðningi sínum við þær milljónir Indverja sem berjast nú fyrir stjórnarskrárbundnum mannréttindum sínum. Samtökin skora ennfremur á ríkisstjórn og löggjafarþing Indlands að fella 377. grein hegningarlaganna umsvifalaust úr gildi. Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Samtökin '78 senda hinsegin fólki á Indlandi baráttukveðjur og hvetja þarlend stjórnvöld til að tryggja sjálfsögð réttindi þess en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá samtökunum. Fram kemur í tilkynningunni að nauðsynlegt sé að tryggja stjórnarskrárvarin mannréttindi í þessu fjölmennasta lýðveldi veraldar, en í landinu býr sjötti hluti mannkyns.Hér að neðan má lesa yfirlýsinguna í heild sinni:Þær sorglegu fréttir bárust frá Nýju Delhí í desember síðastliðnum að hæstiréttur Indlands hefði neitað að staðfesta að 377. grein indverskra hegningarlaga, sem bannar „ónáttúrulegar“ kynferðislegar athafnir, stríði gegn stjórnarskrá landsins. Hæstiréttur Indlands virðist staðfastur í ákvörðun sinni og rak hinsegin Indverjum annan löðrung þann 27. janúar með því að vísa beiðni um endurskoðun á dómnum frá, daginn eftir að Indverjar fögnuðu stjórnarskrárafmæli sínu.Eiga á hættu lögsóknir, kúgun og áreitiÍ gervi löggjafar um „ónáttúruleg“ mök heimilar 377. gr. yfirvöldum að skipta sér af kynhegðun fullorðinna einstaklinga. Þótt lögin nefni samkynhneigð ekki sérstaklega hefur endurvakning þeirra sérlega alvarlegar afleiðingar fyrir hinsegin fólk á Indlandi, enda varð dómurum og málflutningsmönnum tíðrætt um samkynhneigð á meðan á réttarhöldunum stóð.Þessi þjóðfélagshópur á nú á hættu lögsóknir, kúgun og áreiti af hálfu yfirvalda auk útbreiddari fordóma og illrar meðferðar. Mótbárur hæstaréttar um að lögin „banni ekki ákveðinn samfélagshóp, sjálfsvitund, eða hneigð“ heldur aðeins „tilteknar athafnir“ eru veikburða og ganga þvert á sögu og fordæmi.Gengur þvert á framfarir síðustu misseraDómurinn fjallar á niðrandi hátt um „svokölluð réttindi … örsmás hluta af íbúafjölda landsins“.Orðalag sem þetta er fyrir neðan virðingu verndara stjórnarskrár stærsta lýðveldis í heimi. Í stjórnarskrá Indlands stendur skýrum stöfum að hver og einn indverskur ríksborgari eigi sér réttindi. Réttindi þessi eru ekki „svokölluð“, heldur eru þau stjórnarskrárbundin réttindi og umfram allt mannréttindi. Fjöldi eða fæð þeirra sem nýtir sér þau gildir þar einuFramsækinn dómur yfirréttarins í Delhí frá árinu 2009, sem komst að þeirri niðurstöðu að 377. gr. bryti í bága við stjórnarskrá, hafði í heiðri hugsjónir stjórnarskrár Indlands og gildi fjölbreytts samfélags sem virðir frelsi einstaklinga, reisn þeirra og friðhelgi einkalífs. Gjörólíkt þessu virðir dómur hæstaréttar nú í desember réttlæti að vettugi og gengur þvert á framfarir í réttindum hinsegin fólks á Indlandi á síðustu misserum.Innleiðing á ríkisheimild til fordóma, misþyrminga og mismununarÁ Indlandi býr sjötti hluti mannkyns. Jafnvel samkvæmt íhaldssömum áætlunum búa þar tugir milljóna samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og trans einstaklinga. Sú vanvirðing að kalla þau „örsmáan hluta“ á sér ekki stoðir í raunveruleikanum. Með því að skilgreina gagnkvæmt samþykkta kynhegðun þeirra sem glæpsamlegt athæfi er innleidd ríkisheimild til fordóma, misþyrminga og mismununar.Samtökin ’78 fordæma þennan afturhaldssama dóm og lýsa yfir stuðningi sínum við þær milljónir Indverja sem berjast nú fyrir stjórnarskrárbundnum mannréttindum sínum. Samtökin skora ennfremur á ríkisstjórn og löggjafarþing Indlands að fella 377. grein hegningarlaganna umsvifalaust úr gildi.
Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira