Íslendingar í Sotsjí sendi skilaboð um réttindi hinsegin fólks Samúel Karl Ólason skrifar 4. febrúar 2014 11:15 Illugi Jökulsson og Anna Pála Sverrisdóttir formaður Samtakanna ´78. Vísir/GVA Fulltrúar Samtakanna ´78 og Hinsegin daga munu klukkan þrjú í dag afhenda Illuga Gunnarssyni, Mennta- og menningarmálaráðherra, kveðjugjöf fyrir för hans á Vetrarólympíuleikana í Sotsjí í Rússlandi. Afhendingin fer fram í Mennta- og menningamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4. „Það er mikilvægt að Íslendingar láti ekki tækifærið fram hjá sér fara til að halda á lofti merkjum réttinda hinsegin fólks. Í Rússlandi mælist lagaleg og félagsleg staða þess þjóðfélagshóps afar veik og hefur snarversnað eftir að Vladimir Putin tók aftur við forsetaembættinu árið 2012. Löggjöf sem sett var 2013 hefur þau áhrif að upplýsingamiðlun um hinsegin málefni er bönnuð en hún er grundvallaratriði í baráttu hinsegin fólks. Setning laganna hefur hrint af stað öldu hatursglæpa gegn hinsegin fólki í Rússlandi,“ segir í tilkynningu frá samtökunum. Þá er bent á að fjöldi stjórnmálaleiðtoga í heiminum hafi ákveðið að fara ekki til Sotsjí. „Þetta er augljós tjáning afstöðu gegn mannréttindabrotum í Rússlandi. Samtökin ´78 ályktuðu í janúar um að íslenskt stjórnmálafólk ætti með sama hætti að láta sína afstöðu í ljós. Nú er komið á daginn að íslenskt stjórnmálafólk, bæði ráðherrar og forseti, velja að mæta á Ólympíuleikana og Ólympíumót fatlaðra.“ Samtökin ´78 gera þá kröfu að þau noti tækifærið til að senda markviss skilaboð um réttindi hinsegin fólks, því annað væri meðvirkni með mannréttindabrotum. „Forsvarsfólk Samtakanna og Hinsegin daga hlakkar til að hitta Illuga í dag og vonar að hann taki einarða afstöðu í Sotsjí. Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðaherra hefur nú þegar ákveðið sambærilegt kveðjustefnumót áður en hún heldur á Ólympíumót fatlaðra í mars. Á skrifstofu forsetaembættisins fengust þær upplýsingar að forsetinn sé erlendis.“ Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
Fulltrúar Samtakanna ´78 og Hinsegin daga munu klukkan þrjú í dag afhenda Illuga Gunnarssyni, Mennta- og menningarmálaráðherra, kveðjugjöf fyrir för hans á Vetrarólympíuleikana í Sotsjí í Rússlandi. Afhendingin fer fram í Mennta- og menningamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4. „Það er mikilvægt að Íslendingar láti ekki tækifærið fram hjá sér fara til að halda á lofti merkjum réttinda hinsegin fólks. Í Rússlandi mælist lagaleg og félagsleg staða þess þjóðfélagshóps afar veik og hefur snarversnað eftir að Vladimir Putin tók aftur við forsetaembættinu árið 2012. Löggjöf sem sett var 2013 hefur þau áhrif að upplýsingamiðlun um hinsegin málefni er bönnuð en hún er grundvallaratriði í baráttu hinsegin fólks. Setning laganna hefur hrint af stað öldu hatursglæpa gegn hinsegin fólki í Rússlandi,“ segir í tilkynningu frá samtökunum. Þá er bent á að fjöldi stjórnmálaleiðtoga í heiminum hafi ákveðið að fara ekki til Sotsjí. „Þetta er augljós tjáning afstöðu gegn mannréttindabrotum í Rússlandi. Samtökin ´78 ályktuðu í janúar um að íslenskt stjórnmálafólk ætti með sama hætti að láta sína afstöðu í ljós. Nú er komið á daginn að íslenskt stjórnmálafólk, bæði ráðherrar og forseti, velja að mæta á Ólympíuleikana og Ólympíumót fatlaðra.“ Samtökin ´78 gera þá kröfu að þau noti tækifærið til að senda markviss skilaboð um réttindi hinsegin fólks, því annað væri meðvirkni með mannréttindabrotum. „Forsvarsfólk Samtakanna og Hinsegin daga hlakkar til að hitta Illuga í dag og vonar að hann taki einarða afstöðu í Sotsjí. Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðaherra hefur nú þegar ákveðið sambærilegt kveðjustefnumót áður en hún heldur á Ólympíumót fatlaðra í mars. Á skrifstofu forsetaembættisins fengust þær upplýsingar að forsetinn sé erlendis.“
Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira