Lífið

Saman ætlum við að sigra tískuheiminn

Ellý Ármanns skrifar
Harpa Einarsdóttir.
Harpa Einarsdóttir.
Harpa Einarsdóttir hönnuður leggur nú lokahönd á fatalínu Zisku. Hún ætlar sér stóra hluti í tískuheiminum með nýráðinn framkvæmdastjóra sem á helmingshlut í fyrirtækinu hennar.



„Það eru búnar að vera miklar sviptingar með Ziska undanfarið. Núna loksins eru hlutirnir að taka á sig rétta mynd. Ég var að ljúka við að hanna stærstu og já ég held að það sé óhætt að segja langflottustu Ziska-línuna hingað til. Hún verður sýnd á RFF í lok mars og þá um leið verður oppnuð ný heimasíða þar sem nýja línan verður seld á Ziska.is. Þetta „collection“ er innblásið af mongólskum arnarveiðimönnum sem ríða um slétturnar á fákum sínum með risastóra erni sem fljúga með þeim og veiða fyrir þá í soðið,“ segir Harpa sem fer á tískuvikuna í New York 4. febrúar næstkomandi.

„Ég fer á tískuvikuna í New York til að sjá og sýna mig og vonandi landa nýjum kúnnum og styrkja tengsl sem þegar hafa myndast,“ segir Harpa.

Spurð um rekstur vörumerkisins Zisku: „Ég hef nú slitið samstarfi við Helgu Olafsson og Lastashop vegna ólíkra áherslna með Ziska en ég er mjög þakklát fyrir þann tíma sem við unnum saman og ég óska henni allrar lukku með Lastashop og markaðssetningu íslenskrar hönnunar í Los Angeles. Það gleður mig að segja frá því að það er kominn nýr framkvæmdastjóri í Ziska sem á nú helmingshlut í fyrirtækinu hún heitir Nana Alfreds og er að koma inn með fítonskraft og saman ætlum við að sigra tískuheiminn. Við erum samstíga alla leið og Ziska ævintýrið er bara rétt að byrja,“ segir Harpa.


RFF





Fleiri fréttir

Sjá meira


×